Árdís - 01.01.1933, Blaðsíða 21

Árdís - 01.01.1933, Blaðsíða 21
19 Þar fossinn á við fjalla-gljúfrin tal Og fjólum vaggar himin-runninn l)lær. Þar máninn skín um miðja næturstund Og mærum geislum slær á háf og grund.” Þar byggir Drottinn, foldar hörnum fjær, Því fimbul-heilög lil’ir eigi ró f glaumi manna, gullnum veigum nær, Þar gígjan deyfir synd er undir hló. f einverunnar heim þú fundið fær Hið fagra mál er Guð þér sjálfur bjó. Þar máttu hvíla Guðs við góðan barm, Sem glaðast barn á ljúl'um móður-arm.” Það, er vér fyrst og fremst óskum að börnum okkar falli í skaut, er að þau verði hamingjusöm. öll okkar barátta við uppeldi þeirra hefir áreiðanlega það augnamið að þau eignist hina sönnu lífsgleði. Þess vegna getum vér eigi betur byrjað uppfræðslu þeirra en með því að setja þau við kné náttúrunnar og kenna þeim að elska og dást að henni, kraftaverkinu er endurtekur sig daglega, en er þó altaf jafn hrífandi, ef vér aðeins viljum sjá og hugsa. Því er það að þegar Jón litli kemur með kafloðinn fiðrildis-orm i litlu, feitu lúkunni, kófsveittur og með tindrandi augum og vill vita hvað þetta sé, þá megum við ekki segja: “Fleygðu ótætis orm- inum, Nonni, hann bítur þig;” því um leið sáum við frækorni hræðslu og tortryggni í huga Jóns litla, og hann fer að halda að það sem hann sér i kring um sig sé ekki “hnrla gott.” Réttara væri að segja: “Farðu varlega með litla orminn; hann á eftir að verða að stóru fiðrildi með rauðum og gulum vængjum,” og við höfum gróðursett í huga barnsins hugmyndina um að alt er lifir hefir sama rétt til lífsins, jafnframt því er við höfum, aukið áhuga hans til að læra meir um fiðrildis-orminn. Eða ])egar Hulda litla kemur hlaupandi með fangið fult af tigris-liljum, fegurstu viltu blómunum er vaxa í Manitoba, og við svo skömmu seinna finnum þær liggjandi úti fyrir dyrunum, þá verð- um við með gætni og án þess að meiða viðkvæmar barnstilfinning- arnar, að benda henni á, að ef hún hefði ekki tekið svona margar liljur, þá hefðu miklu fleiri vaxið næsta ár, sem nú myndu aldrei vaxa, af því þessar fengu ekki að ljúka lífsstarfi sínu. Það er undir- staðan undir sanna föðurlandsást að neita sér um augnabliks gagn eða gaman vegna þess, sem er bezt fyrir alla. Það er ekki nauðsynlegt að segja mikið um þessa hluti við börnin. Eitt eða tvö orð er nóg til að benda hugum þeirra í rétta átt og auka hjá þeim löngun til að leita sjálf að svari við leyndar- dómum þeim, er þau sjá alt í kring um sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.