Árdís - 01.01.1933, Blaðsíða 31

Árdís - 01.01.1933, Blaðsíða 31
29 ræmi við boðið um að “afsaka, tala vel um, og færa til betri vegar.” Vildi eg óska að sem flestir vildu temja sér þá aðferð fremur en útásetningarsemi gagnvart náunganum og verkum hans. Það er mér gleðiefni að í heimabygð minni hafa kventelögin nú í seinni tíð lagt alt kapp á að nota sem mest kraftana heima fyrir í sambandi við skemlisamkomur sínar. Og það er stór l’urðulegt hve mikla krafta, ekki aðeins sú bygð, heldur allar þær íslenzku bygðir sem eg þekki til, hafa yfir að ráða, ef maður hefir lag á að beita þeim. Og eg geng út frá, að í þessu tilliti sé alveg eins ástatt einnig þar sem eg er ekki persónulega kunnug. Ekki má skilja mál mitt svo, að eg sé að gera lítið úr aðfengnum ræðumönnum, söngfólki, o. s. frv., eða óski þess að hver bygð byggi sér nokkurskonar Kínamúr, sem inniloki heimafólkið með sínar hugsanir og menning, en bægi öðrum frá. Á sviði félags- og skemt- analífs er nauðsynlegt að innleiða nýja andans strauma, ekkert síður en á öðrum sviðum. Slíka strauma flytja oft aðfengnir ræðumenn og annað aðkomufólk með sér. Aðallega skyldi samt hver bygð treysta á eigin krafta, og leggja stund á að æfa þá sem mest, ef vera mætti að þeir gætu vaxið svo að hægt væri að miðla einhverju af þeim út á við, svo sem eins og í skiftum fyrir aðfengna krafta. Þar eð nú kvenfélögin hafa tekið það inn í sinn verkahring að sjá fólki fyrir hollum og uppbyggilegum skemtunum, finst mér þau einnig hljóti að taka það fyrir að aí'tra þvi að ljótar og óhollar skemtanir geti þrifist í sínu nágrenni. Og því er ver, það er nóg til af slíkum. Við, sem höfum átt því láni að fagna, að uppalast á rólegum, kristnum, íslenzkum heimilum, og höfum ekki sogast út í hringiðu glaums og gáska, gerum okkur vart hugmynd um hversu margskönar óheilnæmi felur sig í skjóli skemtanalífs vorra tíma, og svíkst að gálausum, veslings unglingunum, sem ekki kunna að vara sig, til þess á sínum tíma að koma þeim á kaldann klakann. Við gefum jafnvel hættum þessum byr undir vængi, með því í blindni að leyfa unglingunum að sækja nokkurnveginn hverskonar skemtanir sem bjóðast. Eg má hér trútt um tala, því að í vetur einu sinni fór eg með dregina mína litlu, á mikið-auglýsta skemti samkomu, sem hælt var á hvert reipi. Satt er það, fyrri partur samkomunnar—hreifimynd—var fróðlegur og skemtilegur. En seinni parturinn—önnur hreifimynd—var hreinn og beinn óþverri; svo mikill óþverri, að eg fyrirverð mig frammi fyrir ungu sakleys- ingjunum, fyrir að hafa leyft, já, stuðlað að því, að slíkt kæmi þeim fyrir augu. Ekki vantaði það, myndin var nógu “spennandi,” eins og komist er að orði, og margir gerðu að henni góðan róm. Efni myndarinnar, samkvæmt útskýringum sem fylgdu, var að sýna hversu mikið af harðýðgi og rangsleitni væri í fari kirkjufólks yfir- leitl og hve mikið af göfgi í l'ari hinna, sem settu sig upp á móti kirkjunni. Sú kenning fór heldur ekki erindisleysu, því eg heyrði áhorfanda segja, að þarna sæist hvernig kirkjufólkið i raun og veru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.