Árdís - 01.01.1938, Qupperneq 5

Árdís - 01.01.1938, Qupperneq 5
VOR HUGLEIÐINGAR Eftir Ragnlxildi Guttormsson. e-ra Langt út i alheimsgeimnum svifur eldhnötturinn tröllaukni er vér köllum sól, í sindrandi geislabáli. í kringum hann sveima jarð- stjörnurnar í bládjúpinu, tengdar sólu með ósýnilegum böndum að- dráttaraflsins og háðar hennar óskráðu lögum. Vér Manitoha-búar eigum heimili á norðurhveli einnar af þessum jarðstjörnum. Af- lciðing þessarar afstöðu vorrar er sú að er norðurhvel jarðar veit frá sólu á hinni árlegu hringferð jarðar vorrar i kring um sólina, eru dagar vorir stuttir og vér njótum hila og Ijóss sólarinnar aðeins litinn tíma úr hverjum sólarhring. Ríkir þá hjá oss auðn og þögn vetrarins. Svo langt scm augað eygir sjáum vér aðeins hvíta eyði mörku. Lauflaus trén titra í nöprum vetrar vindinum. Alt jurta- og dýralíf Iiggur í dvala nema það er nýtur sérstakrar verndar mannanna og ýmsar hraustar tegundir er hafa lært að vernda sig svo frá óblíðu náttúrunnar að tilvera þeirra heldur áfram. Nærri sú eina rödd náttúrunnar er rýfur vetrarþögnina er hinn þungi söngur hriðarstormanna er þeir lemja utan híbýli vor. En jörð vorri miðar sí og æ áfram á sinum óþreytandi hring- dansi; dagarnir íengjast og fyr en oss varir cr eyðimörkin hvíta horfin og lifið hyrjar að rísa úr dvala. Græn slæða breiðist hægt og hægt yfir engi og skóga; byrjar að sunnan og færist hægt og hægt. norður á bóginn. Blómhnapparnir á trjám og runnum springa út. Flest tré hlómgast áður en þau laufgast og hafa þau sinar góðu og gildu ástæður fyrir því. “Glitrar flötur, glóir tún” er þúsundir fifla opna augu sín í grænu grasinu. Illgresi — köllum við þá, því þeir eru yfirgangsseggir og ryðja sér til rúms hvort þeir eru velkomnir eða ekki, en jafnvel þeir liafa sína köllun i náttúrulífinu. Fuglarnir yfirgefa heimkynni sin í suðrinu og flytja sig norður á bóginn lil að byggja heimili sín og njóta hinna löngu daga i norðr- inu til að ala upp börn sin. Fyrstur allra kemur hyrndi lævirkinn. Jafnvel áður en snjórinn er allur farinn sjáum við hann á auðu hlettunum að tína upp frækorn er fallið hafa niður haustið áður, og heyrum hinn hlíða yfirlætislausa söng hans. Hann raular við vinnu sina. Framdi hans, engja lævirkinn, kemur töluvert seinna og lætur meira á sér bera. Hefir hann gullhúna hrjósthlíf og hral’nsvart hálsbindi, og kunngjörir oss hástöfum að vorið sé komið. 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Árdís

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.