Árdís - 01.01.1938, Page 15
ima, svo kcmur það fyrir að eg hefi frístundir, og þá les eg og læri
utanbókar, — stundum festi eg blaðið á vegginn þar sem eg er að
vinna, svo eg eigi hægra með að lesa. Eg býst ekki við því að mér
verði mögulegt að skilja börnunum mínum eftir peninga, þegar eg
fell frá, en eg vil skilja þeim eftir þetta, sem er meira virði, kristin-
dómsfræðslu og ást á því góða og göfuga. Svo langar mig lil að þau
muni eftir mér við hliðina á sér hér á sunnudagsmorgnana. Þú
trúir ekki hvað eg hefi mikla ánægju af þessu starfi, mér finst eg
gleyma sjálfri mér, öllu mínu stríði, og þreytan hverfur. Mér finst
eg vera sæl, og svo rík, að eg myndi ekki vilja skifta við nokkra aðra
konu. Vissulega var þessari lconu Ijóst hvað orð Guðs er dýrmætur
fjársjóður og skildi hvað góður jarðvegur þarf með, — það þarf ásl
fil málefnisins, fórnl'ýsi, þolinmæði, samvizkusemi og um l'ram all
trú á hið góða. <
Það er mikið gert af því að leita að dýrum málmum, gulli og
gersemum. Fjöldi af fólki grefur í iðrum jarðarinnar eftir því sem
verðmætt er, og jalnvel er l'arið ofan á hafsbotn stundum, ef ske
kynni að eitthvað skyldi vera þar. Ekki megið þið skilja mig svo,
að eg sé að gera lítið úr vinnu fyrir daglegu brauði, en eg álít að við
þurfum engu síður á brennandi áhuga að halda á andlegu sviðunum.
Mig langar til að spyrja: Er eins mikið Iagt á sig í kristindómsmál-
um? Er eins niikill áhugi fyrir því háleita og góða? Er eins vand-
lega leitað að börnum, sem aldrei ltoma inn fyrir kirkjudyr?
Það er ekki tilgangur minn að benda á nýjar kensluaðferðir,
en mig langar til að minnast á eina tegund af jarðvegi, sem ekki má
misskilja eða ganga frarn hjá. Það eru til feimin og óframfærin
börn, sein að skilja og fremur seintekin. Þetta má laga, ef kennar-
inn er þolinmóður, lipur og um fram alt vingjarnlegur. Aftur eru
sum börnin fjarska fljót að svara og læra það sem þeim er sett fyrir
á svipstundu. Ekki má kennarinn hafa meira dálæti á því barninu
sem lljótara er, en reyna að vera jafngóður og alúðlegur við þau öll.
Þetta er stundum dálítið erfitt, en eg hefi reynslu fyrir því, að börnin
sem dragast aftur úr eru mjög viðkvæm, og það er betra að fara
varlega, svo þau missi ekki traust á sjálfum sér. Ef þau börn, sém
l'ljót cru, l'á æfinlega að svara, kemst það inn hjá þeim sem seinni
eru, að ekki sé til neins fyrir sig að reyna neitt, og er það ekki gott.
Það þarf að hlúa að þessum plöntum líka, og með góðri hjálp verða
þær alveg eins stórar og sterkar eins og hinar. En engum kröftum
megum við missa af í vingarði voruin.
Eg veit að sunnudagsskólinn minn heima er ekki til fyrirmyndar
á nokkurn hátt, samt vil eg minnast á hann nú áður en eg lýk máli
mínu. Öll börnin tala og lesa íslenzku; i viðbót við vanalegar sunnu-
dagsskólabækur, sem notaðar eru á öðrum sunnudagsskólum er <>11-
um ólæsum börnum gefið íslenzkt stafrófskver og þau látin lesa i
því í skólanum. Eldri börnin sem komin eru yfir fermingaraldur
lesa íslenzk ljóð og íslendingasögur. Þetta er dálítil hjálp, með þvi
sem heimilin gera, lil að halda við móðurmáli voru.
13