Árdís - 01.01.1938, Blaðsíða 23

Árdís - 01.01.1938, Blaðsíða 23
••<>1——“—■"——“—>■—"■—■■—■■—■■—■■—“—■■—>■—■■—“—■■—■■—■■—■■—■■—■■—■"—■•—»<>•• inni. Með fádæma þreki og dugnaði ruddi hún sér braut. Hún i’ékk kenslu hjá prófessor Overgaard er kent haföi Einari Jónssyni myndhöggvara og Ásgrími Jónssyni málara. Hún naut iðnaðar- styrks í eitt ár, og átti að ganga á iðnaðarskóla, en hann stóð ekki opinn konum til aðgöngu. Síðar stundaði hún nám hjá hirðmálar- anum í Ivaupmannahöfn, vann hún fyrir heiðursmerki, er sýnt var ásamt 70 annara, við sveins próf, í ráðhúsi Kaupmannahafnar, 7. inarz 1907.— En hugur hennar stefndi enn lengra út í lönd — til frekari l’rama — útþrá íslendingsins endurborin öld eftir öld. Áræði hennar magnaðist við þrautir; hélt hún lil Þýzkalands, þólt litla þekkingu ætti hún á því máli og fé af skornum skamti. Mörg eldleg reynsla og ógleymanleg æfintýri eru tengd við þriggja ára dvöl hennar í Hamborg og víðar á Þýzkalandi. Meistara- próf i handiðn sinni tók hún í maimánuði 1910 og stóðst það meö prýði. Hafði hún unnið víðsvegar á Þýzkalandi, öðlast ágæla fag- þekkingu, auk þess sem hún stundaði nám á teikniskólum, sér- fræðiskóla í marmara- og viðareftirlíking m. fl. Hún álti óslökkv- andi löngun til framhaldandi listanáms, en vissi að húsamálning myndi borga sig bezt. Eftir margþætta og breytilega reynslu hélt hún svo heim lil Reykjavíkur “með ineistaratitilinn undir annari hendinni, en tæpra tveggja ára gamlan gullfagran son undir hinni, í rauðum fötum, með röndótta silkiskotthúfu, líkt og engill úr álfheimum.” Málaraiðn sína stundaði hún svo um mörg ár i Reykjavík, en ávalt hefir hún átt þungum skyldum lifsins að mæta. Þótt systkini hennar væru nú orðin sjálfbjarga, hal'ði eldri systir hennar misl mann sinn í sjóinn frá tveimur ungum liörnum. Þær systur héldu heimili með móður sinni, er annaðist um litlu munaðarlausu börnin og heimilið, meðan Ásta vann öllum stundum að iðn sinni, en syslir hennar á bókbandsverksstofu og í bókabúð Ársæls bróður þeirra. Bjuggu þær í húsi Jóns Trausta (Guðm. Magnússonar skálds) og undu þar vel hag sinum. — Þannig liðu tíu ár, — og þá datt Ástu í liug að fara til Aineríku og sjá sig um, dvelja uin hríð og læra af Ameríkurnönnum, en um leið að heimsækja Svisslending, er hún hafði kynst bréflega, og ált bréfaskifti við í þrettán ár. Hal'ði hún átt mjög annrikt síðari árin og þurfti hvíldar við. Sigldi hún til Vesturheims 13. september 1920. Son sinn skildi hún eftir heima. í grend við Spokane, Washington, bjó Svisslendingurinn, og til hans fór hún; hann var ekkjumaður, með uppkomin börn, í sæmi- legum kringumstæðum; þau voru gefin saman á gamlársdag 1920. Sambúð þeirra var stutt, því Jakob Thöni dó af bílslysi 8. des. 1923. Stóð Ásta þá enn uppi ein, nema fyrir Njál son hennar, 15 vetra svein, er þá var fyrir stuttu síðan kominn vestur um haf, til móður sinnar, og litla dóttur, barn í móðurörmum er hið svipJega fráfall 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.