Árdís - 01.01.1938, Blaðsíða 31

Árdís - 01.01.1938, Blaðsíða 31
 Grundtvig áleit að lýðháskólarnir ættu ekki að vera þjóðeign nc undir þjóðstjórn, en hann trúði á fullkomið frelsi í skoðunum og skilningi, og lét skólana sjálfa — það er að segja nemendurna —- ráða því hvað lært væri sérstaklega og hvaða málefnum þeir vildu iylgja. Helenu Marsh l'arast orð á þessa leið um fyrirkomulag lýðhá- skólanna og stefnu þeirra: “Þessir skólar eru einstakir að því er fyrirkomulag snertir; nemendurnir búa i stofnuninni og eru þar óháðir. Fræðslan er einstaklingsbundin að því, er kenslu snertir, því lnin er sniðin eftir upplagi og hugarfari hvers um sig. Samvinnufræðsla er æfinlega eitt af því, sem kent er; sama er að segja um kvikfjárrækt, saumaskap, smíðar o. s. frv. Tilgangurinn er þó ekki sá að þetta séu einungis verkfræði- skólar. Það er stofnun lil þess sniðin að ella sanna menningu þjóð- arinnar. Þess vegna er ])að að á meðal námsgreinanna er: bók- mentir, hljómfræði og söngur, æfisögur merkra manna, listamálning, o. s. frv. Árangurinn af þessari mentun er auðsær í Danmörku; um hann bera vott fullir skápar merkra bóka á heimilum bændanna, ennfrem- ur tækni bændanna til þess að beita með fullum árangri öllum ný- tízku vélum og verkfærum og hagnýta sér nútíma vísindi á allan hátt í framleiðslu og vinnuaðferð. Á mörgum dönskum bændabýlum getur að líta efnafræðisáhöld til vísindalegra tilrauna og mælinga. Síðast en ekki sízt eru skólar þessir siðferðislegir í eðli sínu, þvi þeir leilast við að rótfcsta þá skoðun Grundtvigs að þjófírækni og trú vcrfíi afí sameinnst i citi —• að því sann-danskari sem maðurinn verði þvi sannkristnari sé hann. Á lýðháskólunum er morgninum skift i þrjú tíinabil. Fyrst er fyrirlestra tímabilið — hver fyrirlestur hefst með söng; aðallega eru sungin trúarljóð eða sálmar, eða bæði sálmar og ættjarðarkvæði. Fyrirleslurinn er venjulega uin eitthvert sögulegt efni og æfin- lega þannig valið að það lyfti á flug til mannúðar hugsjóna og áhuga til umbótastarfa. Persónusambandið milli kennara og nemenda er lífið og sálin í þessum stofnunum. Annað tímabilið fara fram líkamsæfingar, þar sem vinnuhertir vöðvar eru mýklir á ný og stæltum taugum kend sveigja og ná- kvæmni. Danskar iþróttir og likamsæfingar eru nú orðnar heimsfrægar. Þriðja tímabilinu er varið lil spurninga. Nemandinn spyr spurn- inga, sem ekki einungis snerta nútíðarmálefni, heldur alt mögulegt, sem inannlegum skilningi kemur við. Og kennarinn leitast við að svara öllu. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.