Árdís - 01.01.1938, Síða 44

Árdís - 01.01.1938, Síða 44
••<>11— Bæði Vigdís Sigurdson og Lilja Guttormsson hafa flutt til annara skóla, en hafa hver í sínu lagi haldið áfram með kristindóms kenslu og hafa bréfaviðskifti við nefnd þessa. Tvær góðar og fórnfúsar stúlkur fyltu skörðin þar sem ofannefndar stúlkur voru og hafa svnt framúrskarandi viljaþrek í þessu starfi. Eru þær Miss Stefanía Eyford að Hayland og Miss Danielson að Siglunes. Talað hel'ir verið um að stofna “correspondence course” i kristindómsfræðslu, en með því sú aðferð útheimtir mikla vinnu, hefir hún ekki verið tekin upp. önnur hugmynd hefir komið til orða — að stofna “training camp” eða sumarskóla þar sem margir gætu komið saman að læra og leiða og kenna kristin fræði. Þessi hugmynd verður að þroskast i hugum þeirra, sem fórnfúsir eru. Hver veit nema opnist vegir og þessar ýmsu hugmyndir rætist og verði kröftug meðul í þjónustu Drottins. Eitt erum við fullvissar um: hvert það fræ, sem sáð er til góðs, mun vor himneski laðir blessa og gefa ávöxt á sínum tíma. Þjóðbjörg Hc.nrickson Flora Benson JÁTNING ÞINGSINS Vér, erindrekar, meðlimir og embættiskonur, samankomnar á hinu fjórtánda þingi Bandalags lúterskra kvenna viljum á ný bindast böndum kærleika og vináttu. Af alhug viljum vér kappkosta að vinna að heill ]>ess málefnis, sem félag vort vill hlynna að: Að styðja að eflingu lúterskrar kristni i bygðum vorum. Að vinna að sameiningu og samvinnu hinna ýmsu kvenfélaga í Hinu ev. lút. kirkjufélagi.. Að stuðla að andlegum þroska kvenna í gegnum félagsstarf vort; einnig að beita áhrifum til blessunar í uppeldismálum, friðarmálum og bindindi. Vér skuldbinduin oss til að vinna saman á þessu þingi með það eitt í huga að finna sem æskilegasta úrlausn allra vorra áhugamála. 42

x

Árdís

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.