Árdís - 01.01.1950, Blaðsíða 20
18
ÁRDÍ S
dwarfed flowers stood tall and erect, sheathed in curving leaves.
The petals, once so shallow and pointed, were now deep chaliced
cups of gleaming white, holding in their depths, hearts of gold.
The Wondrous Light passed on and left the sacred stillness of
the lighted tomb in the care of two Celestial Beings.
THJÓÐBJÖRG HENRICKSON
Lætur ekki á sjá þrátt fyrir árin
Þann 29. júní síðastliðinn átti áttræðisafmæli frú Þórunn Vig-
fúsína Beck, sem búsett er hér í borginni; hún var fædd að Litlu
Breiðuvík í Reyðarfirði 29. júní árið 1870. Foreldrar hennar voru
kunn sæmdarhjón austur þar,
Vigfús Eiríksson og Valgerður
Þórólfsdóttir; hún er ekkja eftir
Hans Kjartan Beck, og bjuggu
þau hjón fyrst á Svínaskála-
stekk. Frú Vigfúsína, eins og
hún venjulegast er nefnd flutt-
ist vestur um haf árið 1921 og
hefir lengstum átt heima í Win-
nipeg; hún á tvo mannvænlega
og ágæta sonu, Dr. Richard
Beck prófessor í Norðurlanda-
málum og bókmentum við ríkis-
háskólann í North Dakota, þjóð-
kunnan fræðimann, og Jóhann,
farmkvæmdarstjóra við Colum-
bia Press Limited.
Frú Vigfúsína ber aldurinn
svo vel, að örðugt er að átta sig
á að hún hafi náð þeirri áratölu,
sem hér um getur; hún er höfð-
ingleg ásýndum, háttprúð, en
jafnan, ef svo ber undir, með spaugsyrði á vörum; hún hefir ósegjan-
legt yndi af lestri góðra bóka, en á nú á seinni árum örðugt með
slíkt vegna sjóndepru; hún er frábærlega vinföst kona og óbrigðui
hugðarmálum sínum. E. P. J.