Árdís - 01.01.1950, Blaðsíða 54
52
ÁRDÍS
um í Reykjahverfi. Hann var að sögn í ætt við Gísla í Skörðum, en
ekki kann ég að lýsa þeim skyldleika.
Næsta ár fluttu þau vestur um haf, og bjuggu síðan á þessum
stöðum: fyrst í Selkirk nokkra mánuði, þá í austurbygð nýlend-
unnar í Minnesota tvö ár; síðan í Selkirk aftur, fjögur ár; þá enn
í austurbygð, 39 ár, frá 1898 til 1947; brugðu þá búi og fluttu til
Minneotabæjar og lifðu þar síðustu árin.
Aldrei söfnuðu þau miklum auði, Ingjaldur og María; mátu
meir æðri kröfur lífsins, og æfileiðin reyndist þeim erfið hvað eftir
annað. Ingjaldur slasaðist illa við skógarhögg í Selkirk og lá marga
mánuði rúmfastur. Hann varð aldrei al-heill af því meiðsli. María
lá þungar legur í Minnesota hvað eftir annað; varð að sæta hol-
skurði tvisvar í Rochester.
Tveir synir Maríu, efnismenn báðir, dóu á undan henni. Sá
eldri, Ólafur, lézt í herbúðum á Frakklandi í nóvember 1918,
skömmu eftir vopnahléð, þegar hún eðlilega taldi hann úr lífshætt-
unni. Influenzan skæða sem þá geysaði, varð honum að bana.
Annan son sinn, Kristján, misti María á milli jóla og nýárs, árið
1941. Hann var kaupsýslumaður mikilsmetinn; dó af hjartabilun í
Mankato, Minnesota. Tók hún sér missi hans mjög nærri, þá komin
nálægt áttræðu.
María var farin mjög að kröftum líkams og sálar síðustu árin.
Önnuðust hana í þeim erfiðleikum Ingjaldur bóndi hennar og Clark
sonur þeirra, svo lengi sem þeir gátu, en Margrét ekkja Kristjáns
veitti þeim aðstoð eftir föngum, þótt í fjarlægð væri. Hún býr með
börnum sínum í St. Paul.
í sumar var Maríu komið fyrir á hjúkrunar-heimili í Marshall.
Þar lifði hún síðustu mánuðina, lengst af rúmföst og andaðist þar
nálægt janúar-lokum eins og fyr var sagt.
María var skáldmælt vel; lætur eftir sig allmikið af ljóðum,
bæði frumsamið og þýtt, þar á meðal nokkra sálma. Hún orti mörg
tækifæriskvæði.
Þau hjón voru meðlimir Vesturheims og St. Páls safnaða. María
var í mörg ár skrifari kvenfélagsins ísafold. Hún var trúuð kona.
Síðustu mánuðina þegar hún vissi lítið af sér framar, þá var henni
trúin ríkust í huga. Hún lofaði gæzku Guðs mjög fagurlega, svo
lengi sem hún gat nokkuð talað.
María var lögð til hvíldar í grafreit Vesturheimssafnaðar, fimtu-