Árdís - 01.01.1950, Blaðsíða 8
6
ÁRDÍ S
Já, ættjarðarást og frelsisþrá er fyrst og æðst í huga hvers ís-
lendings. Og af því að ættjarðarást fylgir ýmislegt annað, og að
mannsandinn er svo margbreytilegur, villist hún oft út á öfga
brautir, því frelsisþrá íslendinga hefir ávalt verið eitt þeirra sterk-
asta einkenni. Þessir öfgar eru ekki aðeins að hitta þar, en hafa
fleyg-t höftum sínum víða um heim og gert glundroða. En þetta lag-
ast þegar jafnvægi kemst aftur á hugsunarhátt þess fólks sem horfir
áfram, og kann að meta sitt frelsi — hve dýrmæt er eignin.
Nú eru íslands synir og dætur að „auðga landið og styrkja þess
hag“. Með sinni mannfæð og sínu litla pundi er þjóðin samt örugg
og stórhuga eins og forfeðurnir forðum daga. Alla reiðu hafa störf-
in verið létt því Ljósafoss sendir sinn kraft inn á heimilin og gerir
mögulegt að vinna á klukkustundum það sem áður útheimti mörg
dagsverk. Húsmóðirin blessar þennan kraft sem náttúran hefir lagt
henni í hendur og sem hefir svo „létt hennar störf“.
Allur útbúnaður við aflkerfið að Ljósafoss er með nýjasta sniði,
bæði bygging og maskínur; enda hefir Steingrímur Jónsson, yfir
orkufræðingur þar, ferðast víða um önnur lönd sér til upplýsingar
og hjálpar við starf sitt.
Lengi voru hverirnir ónotaðir; þeirra hvíta gufa lagði upp úr
jörðinni, en menn áttu enn enga hugsjón um það ótakmarkaða afl
sem var í þeim fólgið. En íslenzk skáld höfðu altaf hvatt þjóðina
til framkvæmda. Skáldið syngur:
„Nú er dagur við ský heyr hinn dynjandi gný.
Nú þarf dáðrakka menn — ekki blundandi þý,
Það þarf vakandi önd — það þarf vinnandi hönd
til að velta í rústir og byggja á ný“.
Og loks rann upp sá dagur að „Hitaveita Reykjavíkur“ tók til
starfa. Saga hitaveitunnar hefst með byggingu og leiðslu pípu línu
frá gömlu þvottalaugunum árið 1930, og er notað enn í dag. Seinna
var byrjað að bora að Reykjum í Mosfellssveit og sumaraði 1939 var
gerður samningur við danska verkfræðinga að hafa umsjón með
verkinu: með því að þeir höfðu um leið útvegað lán í Danmörku
fyrir þetta mannvirki.
Svo skall á stríðið, og eftir að Danmörk var hertekin var erfitt
að fá efni til verksins. Þá var leitað til Ameríku. Tvisvar var skip-
um með efni frá Ameríku sökkt. En allir sem að þessum málum