Árdís - 01.01.1950, Blaðsíða 51
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
49
Guðmundar Erlendssonar hreppstjóra á Æsustöðum í Langadal, og'
Ingibjargar konu hans. Áttu þau þá son einn ungan er Sigurður
hét. Virðast þau Guðrún og hinn ungi sveinn hafa orðið mjög
samrýmd, og héldust kærleikar með þeim meðan bæði lifðu, enda
varð skamt á milli þeirra. En þessi ungi sveinn varð einhver mesti
menntafrömuður og lærdómsmaður á íslandi, löngu þjóðkunnur
undir nafninu „Sigurður skólameistari“. En hann veitti mennta-
skólanum á Akureyri forstöðu í meira en tvo áratugi. Skömmu
áður en Guðrún lézt, skrifaði hann henni eitt af sínum hugnæmu
bréfum, og segir þar, m. a.: „Elskulega móðurlega fóstra. Þá er ég
fæ bréf frá þér, finnst mér eins og ég fái bréf frá minni löngu látnu
móður“. En við hann sagði hún, í einu bréfa sinna sem hún las
fyrir í banalegunni: „Svo setjumst við á rúmstokkinn í anda, eins
og við gerðum raunverulega fyrr á tíð, höldum höndum saman, og
bíðum í rökkrinu þangað til ljósið verður kveikt“.
Nú hefir ljós eilífa lífsins verið kveikt fyrir þau bæði. Sam-
ferðamennirnir gleðjast með henni, og þakka henni óvenjulega
langt og dyggilega unnið dagsverk.
Guðrún lætur eftir sig einn son barna, Sigurð, sem um langt
skeið hefir starfað í þjónustu Winnipeg borgar, og fjölskyldu hans.
í skjóli hans og tengdadótturinnar, naut hún kærleiksríkrar um-
önnunar til hinztu stundar
V. J. E.