Árdís - 01.01.1950, Blaðsíða 65
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
63
skap og voru kirkjurækin. Bæði voru þau mjög gestrisin og alúðleg,
skemtin og ræðin heim að sækja, og vildu öllum gott gjöra. Elízabet
var vinum sínum mjög trygg, tók einlægan þátt í kjörum þeirra og
hafði næma og djúpa samúð með öllum sem bágt áttu. Stjúpsonum
sínum reyndist hún sem bezta móðir, og var jafn annt um velferð
þeirra og sinna eigin barna. Henni var mjög umhugað um að þau
yrðu öll vandað og gott fólk, enda var hún þeim góð fyrirmynd.
í veikindum manns síns, sem var rúmfastur nokkur síðustu ár
æfinnar, sýndi Elízabet mikla nákvæmni og fórnfýsi, og stundaði
hann af mestu alúð og umhyggjusemi þar til hann fékk hvíldina í
hárri elli árið 1936.
Á heimili dóttur sinnar og tengdasonar átti Elízabet rólegt og
bjart æfikvöld við ágæta umönnun þar til hún var burt kölluð 22.
okt. 1946. Eftirlifandi börn þeirra hjóna eru: Sigurður, Hallgrímur
og Ingunn, Mrs. Ó. Ólafsson, öll við Glenboro, Man. Stjúpsynir Elíza-
betar eru: Th. I. Hallgrímsson, Cypress River og Líndal J. Hall-
grímsson, nú í Vancouver. Tveir bræður hennar, sem eftir lifa af
ellefu systkinum eru: Jón H. Helgason að Garðar og Árni Helgason
við Morden. S. Sv.
Far þú í friði,
Friður Guðs þig blessi,
Hafðu þökk fyrir alt og alt.
Gekst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.