Árdís - 01.01.1951, Page 16
14
ÁRDÍS
má fara í okkar eigin fyrirkomulagi, og virða það sem gott er í
íari mótstöðumanna okkar; að mótmæla grimd hverjir svo sem
sýna hana, og að minnast þess að „sjaldan veldur einn þegar tveir
deila“, er eins satt nú og það hefir nokkru sinni verið.
Kristur sagði: „Þú skalt elska Guð og þú skalt elska náunga
þinn“. Postulinn segir: „Ef vér ekki elskum bróður vorn er vér
höfum séð hvernig getum vér þá elskað Guð er við höfum ekki
séð“. Þess vegna hlýtur kærleiki okkar til Guðs að byrja með
kærleika til mannanna. Slíkt er hið góða hlutskipti, að læra af
Kristi og svo að miðla heiminum af þeim lærdómi það er hann
mest þarínast, aukna góðvild meðal allra manna; aðeins það getur
gefið heiminum frið. —
Matthías Jochumsson segir:
„Því fyrst er konan kjörin til að fæða
Og fóstra hið veika, næra það og klæða,
Hið hrelda að hugga, sjúkt og sárt að græða
Og sjá um eldinn — lífsins eld að glæða.
Hauklyndu svannar, lyftið fyrst því lága
Og lærið svo hin stærri heit að efna,
Og fullréttarins fögru braut að stefna
Því andans líf og ljós er þó hið háa“.
Matt. Joch.
Það er engin hærri hugsjón til en að beita áhrifum vorum
í þá átt að rætast megi fyrir heitið er heiminum var gefið íyrir
2000 árum: „Friður á jörðu, og velþóknun Guðs meðal mannanna".
Scéne of thc beach at Sunrise
iAitheran Camp — Ilusavick