Árdís - 01.01.1951, Page 30

Árdís - 01.01.1951, Page 30
28 ÁRDÍ S Endurminningar frá liðinni tíð Heiðraða samkoma: Einn af mínum mörgu göllum er sá, að mér er erfitt að segja nei. Þess vegna var það, að þegar Mrs. Gray símaði mér til að biðja mig að segja fáein orð hér í kveld, lét ég það tilleiðast jafnvel þó það útheimti ferðalag og nokkrar stundir af skriftum og um- hugsun. Enda er mér nú ljúft að athuga það málefni, sem mér var áætlað. En ég ætti nú frá byrjun að biðja ykkur velvildar á því, þó ég breyti því dálítið. Það er búið að tala og skrifa bæði mikið og vel um sögu þessarar byggðar, svo ég ætla mér ekki að gjöra þetta áframhaldandi sögu, heldur að grípa niður í hér og hvar og gera dálitlar lýsingar á gamla tímanum og bera þá svo saman við það sem nú er. Ég mætti máske kalla þetta „Endurminningar frá liðinni tíð“. Ég ætla nú að viðurkenna að mín æfi er orðin nokkuð löng, svo ég hér minni til áranna nokkuð fyrir aldamótin. Því það var árið 1905 sem ég byrjaði að stunda nám við Wesley háskólann í Winnipeg — sem nú er nefndur „United College“. Við vorum nokkuð mörg af íslenzku bergi brotin sem vorum send þangað af foreldrum okkar til mentunar, bæði úr þessari byggð og öðrum. Og mér dettur í hug að þó efnin mundu þá kall- ast lítil, sýndi það þó velmegun að geta sent unglingana til borgar- innar til mentunar. Ég efast um hvort tiltölulega fleiri unglingar séu nú sendir frá landsbyggðunum til mentunar i Winnipeg-borg. Unga fólkinu sem nú er á skólum mundi nú finnast vera mikill mismunur á þeirra lífi og okkar. Þá var ekki hægt að lyfta sér upp með því að fara á myndasýningar, því myndasýningar voru þá ekki orðnar til! Sama má segja með bifreiðar, flugvélar, og jafnvel, á fyrri árunum, um talsímann. En íslenzku stúdentarnir hópuðu sig saman og héldu við stúdentafélagi, sem hafði fundi tvisvar í mánuði. Og á fundunum bjuggu nemendurnir sér til sína eigin skemtun með því að hafa kappræður og mælskusamkepni, og með söngvum leikjum o. s. frv. Mér datt í hug að fara hér með tvo af þessum söngvum. Þann fyrri orti Dr. Jóhannes Pálsson, en þann síðari orti Baldur heitinn Jónsson. Það er hægt að sjá á þessum vísum að unga fólkið notaði hug- vit sitt til að skemta á fundum. Og þessi skemtun var nærri því ókeypis nema fyrir ársgjald í félaginu, sem nam 50 centum eða dollar á ári. Nú á tímum er svo mikið af skemtunum keypt fyrir háa peninga, og lagt upp í hendurnar á unglingunum svo þeir þurfa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.