Árdís - 01.01.1951, Page 8

Árdís - 01.01.1951, Page 8
6 ÁRDÍS Mitt höfuð Guð ég hneigi „Bænin má aldrei bresta þig, búin er freisting ýmisleg þá líf og sál er lúið og þjáð Lykill er hún að Drottins náð“. Þegar ég var barn, kenndi hún mamma mér þetta vers, og ég las það á kvöldin og morgnana með hinum versunum mínum, og gjörði mér litla grein fyrir því hvað orðin þýddu. En nú, þegar farið er að halla undan fæti, skil ég æ betur og betur hvað mikilL sannleikur er í þeim falinn. Því bænin er virkilega lykillinn að Drottins náð, og sá lykill sem opnar fyrir okkur aðgang að öllu því sem er helgast og dýrmætast í lífinu. Við sem höfum átt góða foreldra höfum lært falleg vers og bænir, sem við höfum svo lesið kvölds og morgna, og gjört okkur litla grein fyrir innihaldinu, marg oft. En þegar við þroskuðumst og mættum alvöru lífsins — veikindum eða ástvinamissi, þá ákölluðum við almáttugan Guð um hjálp. Ef að hjálpin svo kom ekki strax, þá urðum við vanstilt, já — og máske hættum þá að biðja á tímabili. Til hvers var að biðja Guð — þegar Hann tók frá okkur það sem við elskuðum heitast í lífinu? En Guð er líka góður, og fyrirgefur okkur vanstillinguna og sérgæðin. Og með tímanum og reynslunni, þá lærum við að tala við Guð — í gegn um bænina. Ekki þá aðeins að heimta alt, líf og heilsu og vellíðan, fyrir okkur sjálf og þá sem okkur eru kær- astir, heldur lærum við þá fyrst og fremst að þakka! þakka Guði fyrir óumræðilegan kærleik og umburðarlyndi. Við lærum að skilja að þó við göngum í gegn um dauðans dal, þurfum við ekki að kvíða, því að Hann elskar okkur, og þeim sem Hann elskar sam- verkar alt til góðs. Og við lærum þá líka að biðja um leiðbeiningu í daglegu starfi og striti. Og ef við gefum okkur tíma og næði til að hlusta eftir rödd Drottins, þá kemur svar og úrlausn, fyr en varir. Það veit enginn nema sá sem hefir reynt, hvílík sæla er í því fólgin, að beina huganum í bæn til Guðs, ekki aðeins kvölds og morgna, heldur á öllum stundum, að þakka Honum fyrir sól- skinið á morgnana þegar við vöknum, og fyrir tunglskinið og stjörnuljósið á kvöldin þegar við háttum. Og að þakka honum fyrir góða vini, og glaðar stundir, og þægindi lífsins. Og þegar á móti blæs, að þakka þá fyrir trúarstyrk og eilífa von. Af eigin reynslu vil ég mæla með því við alla þá, sem lesa þessi orð, að það er virki- lega „Náð að eiga Jesúm, einkavin í hverri þraut“, og að finna þann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.