Árdís - 01.01.1951, Side 8
6
ÁRDÍS
Mitt höfuð Guð ég hneigi
„Bænin má aldrei bresta þig,
búin er freisting ýmisleg
þá líf og sál er lúið og þjáð
Lykill er hún að Drottins náð“.
Þegar ég var barn, kenndi hún mamma mér þetta vers, og ég
las það á kvöldin og morgnana með hinum versunum mínum, og
gjörði mér litla grein fyrir því hvað orðin þýddu. En nú, þegar
farið er að halla undan fæti, skil ég æ betur og betur hvað mikilL
sannleikur er í þeim falinn. Því bænin er virkilega lykillinn að
Drottins náð, og sá lykill sem opnar fyrir okkur aðgang að öllu
því sem er helgast og dýrmætast í lífinu. Við sem höfum átt góða
foreldra höfum lært falleg vers og bænir, sem við höfum svo lesið
kvölds og morgna, og gjört okkur litla grein fyrir innihaldinu,
marg oft. En þegar við þroskuðumst og mættum alvöru lífsins —
veikindum eða ástvinamissi, þá ákölluðum við almáttugan Guð
um hjálp. Ef að hjálpin svo kom ekki strax, þá urðum við vanstilt,
já — og máske hættum þá að biðja á tímabili. Til hvers var að
biðja Guð — þegar Hann tók frá okkur það sem við elskuðum
heitast í lífinu?
En Guð er líka góður, og fyrirgefur okkur vanstillinguna og
sérgæðin. Og með tímanum og reynslunni, þá lærum við að tala
við Guð — í gegn um bænina. Ekki þá aðeins að heimta alt, líf
og heilsu og vellíðan, fyrir okkur sjálf og þá sem okkur eru kær-
astir, heldur lærum við þá fyrst og fremst að þakka! þakka Guði
fyrir óumræðilegan kærleik og umburðarlyndi. Við lærum að skilja
að þó við göngum í gegn um dauðans dal, þurfum við ekki að
kvíða, því að Hann elskar okkur, og þeim sem Hann elskar sam-
verkar alt til góðs. Og við lærum þá líka að biðja um leiðbeiningu
í daglegu starfi og striti. Og ef við gefum okkur tíma og næði til
að hlusta eftir rödd Drottins, þá kemur svar og úrlausn, fyr en
varir. Það veit enginn nema sá sem hefir reynt, hvílík sæla er í
því fólgin, að beina huganum í bæn til Guðs, ekki aðeins kvölds
og morgna, heldur á öllum stundum, að þakka Honum fyrir sól-
skinið á morgnana þegar við vöknum, og fyrir tunglskinið og
stjörnuljósið á kvöldin þegar við háttum. Og að þakka honum fyrir
góða vini, og glaðar stundir, og þægindi lífsins. Og þegar á móti
blæs, að þakka þá fyrir trúarstyrk og eilífa von. Af eigin reynslu
vil ég mæla með því við alla þá, sem lesa þessi orð, að það er virki-
lega „Náð að eiga Jesúm, einkavin í hverri þraut“, og að finna þann