Árdís - 01.01.1951, Page 32

Árdís - 01.01.1951, Page 32
30 ÁRDÍS leiki og dansa. Þar var nú lítið um hljóðfæraslátt, því einn maður, eða í mesta lagi tveir, spiluðu á fíólín fyrir dansinum. En samt var fjörugt ,og var dansað alla nóttina, því fólk gat ekki farið heim fyr en farið var að birta. Stundum þegar heim kom var farið að mjólka kýrnar og ekki sofið þangað til næstu nótt. í sambandi við félagslífið vil ég nefna skóla-„picnics“ sem baldin voru sameiginlega fyrir alla skóla í byggðinni. Það voru máske 9—10 skólar sem tóku þátt í þeim, og fólkið ferðaðist marg- ar mílur á hestum og vagni til að sækja þessa skemtun. Þar var höfð skrúðganga og gefin verðlaun skólanum sem bezt leit út. Þar var höfð samkepni í framsögn, ræðuhöld, söngur, knatt- leikur milli skólanna og svo íþróttir eins og vanalega gerist. Og þetta þótti manni svo stórkostlegt og skemtilegt að það var einn aðaldagurinn á árinu. Bygðarfólk minnist þess að flestir kennar- arnir sem kendu á þessum skólum voru íslenzkir. Nú vil ég segja dálítið meir frá kirkjustarfi í byggðinni. Ég' er búin að nefna húslestrana. En seinna kom prestur í byggðina, séra Jón Jónsson, sem bjó börn undir fermingu og fermdi stór- an hóp af börnum í Félagshúsinu. Síðar meir þegar Lundar-bær var byggður var kirkja sú, sem við erum í í kveld, byggð af írjálsum samskotum frá byggðarmönnum. Ennþá engin skuld. Séra Hjörtur Leo var hér prestur um langa tíð og kirkjustarf blómgaðist. Sunnudagaskóli var stofnaður og þroskaðist vel því einstakir menn og konur unnu með dyggð að því verki. Um heimilislíf er það að segja, að mér alveg blöskrar þegar ég hugsa til hvað móðir mín og aðrar konur í byggðinni þurftu að leggja á sig við heimilisstörfin. Þá voru ekki komin þau þægindi sem nú tíðkast. Vatnið var sótt í brunninn og borið heim í fötum. Fötin voru þvegin í bala á bretti, og oft var farið sparlega með sápuna. Sokkar og vettlingar voru búnir til á heimilunum — ullin tekin af kindunum, þvegin, þurkuð, greidd, kembd, spunnin, tvinn- uð og svo prjónuð — á fyrri tímum í höndunum, en síðar með prjónavél. Auk allra húsverka, hjálpaði kvenfólkið við mjaltirnar og jafnvel við heyskapinn á sumrin. En þrátt fyrir alt þetta var þó heimilislífið máske alveg eins hamingjusamt og það er nú, — og það var meira heimilislíf. Skemtanirnar voru svo oft búnar til heima. Fólk safnaðist í kringum hljóðfærið, ef það var til, og hafði samsöng. Sunnudagarnir voru oft notaðir til að heimsækja kunningjana. Og það virðist hafa verið meiri tími en nú gerist til að hafa vinskap við nágrannann. Stundum ferðuðust heilar familíur í box-sleða margar mílur í heimsókn til vina og kunningja. Ég man eftir einu sliku tilfelli. Þegar þangað kom fóru allir að leika jólaleik meðan var að hitna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.