Árdís - 01.01.1951, Side 39

Árdís - 01.01.1951, Side 39
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 37 alt er eitt eldhaf hér, sérðu bjarmann út um gluggann?“ Jane leit út. „Já, Fred“, sagði hún rólega, „loftið er eins og eldur og reykjarstrokan sést vel“. — „Settu aktygin á hestana í snatri og beittu þeim fyrir vagninn. Leystu út gripina, þeir hafa vit á að fara ofan að vatninu. Ég kemst ekki heim íyrir tvo klukkutíma, því að ég verð að fara í kringum eldinn til að komast heim“. Jane hraðaði sér upp á loft, klæddi sig 1 snatri og sneri hár- fiéttunni upp í körfu í hnakkanum. „Elsie“, sagði hún rólega. „Fred símaði; eldurinn er kominn í skóginn á bak við. Vefðu utan um barnið, taktu saman það sem dýrmætast er og vertu tilbúin þegar ég kalla. Ég er að fara út að leysa skepnurnar og setja aktygi á hestana“. Elsie klæddi sig og hlýddi skipun tengdamóður sinnar í fumlausum flýti. Jane fór út í þetta einkennilega bjarta næturloft. Brak elds- ins heyrðist í fjarska, gneistaflug sást í lofti. — Jane hljóp við íót, á svipstundu hafði hún leyst alla gripina og komið þeim út. Þeir skildu hættuna og brunuðu í áttina til vatnsins. Svo fór bún inn í hesthúsið þar sem Nell og Frank stóðu bundin. Bless- aðir gömlu vinirnir hennar — vinnuhestarnir, sem höfðu þjónað svo vel og lengi. Á svipstundu hafði hún sett á þau aktygin og keyrt þau út — en hvað er þetta! hún stýrir þeim fram hjá vagn- inum og beitir þeim fyrir plóginn, sest í sætið, slær í hestana og íer á stað. Jane ætlaði sér ekki að flýja eldinn. Hún ætlaði sér að yfir- vinna hann. Hún vissi hvað við átti, ef henni tækist að plægja nokkur plógför í kringum heimilið kæmist eldurinn ekki yíir það. — Henni fanst hún væri ung í annað sinn, það var svo undursamlegt að vera aftur farin að stjórna hestunum. — Hún kunni lagið á að tala við þá og þeir viltust skilja hættuna og beittu öllum kröftum til að fylgja leiðsögn hennar sem hélt í taumana. Elsie var tilbúin og beið með barnið í fanginu — hún gekk út að glugganum óróleg yfir þessari töf. Hún hljóðaði upp yfir sig þegar hún sá tengdamóður sína sitjandi í sætinu á plógnum og' vera að plægja undir hveitiakurinn hans Fred. — Hárnálarnar höfðu allar dottið úr hárinu, fléttan hafði raknað upp og hvíta hárið flyksaðist um herðar hennar. Hún hélt áfram að plægja, nú var þessi plægði blettur orðinn svo breiður, alt umhverfis heimilið og nokkuð af akrinum. — Elsie stóð stein lostin. „Hún er brosandi“, sagði hún og orðin liðu út í reykjarsvæluna o’g hurfu út í hitamóðuna. Jane hætti að plægja og tók aktygin af kófsveittum hestun-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.