Árdís - 01.01.1954, Side 26

Árdís - 01.01.1954, Side 26
24 ÁRDÍS Blöð úr gamalli bók Flutt á þingi Bandalags lúterskra kvenna í Selkirk, 29. maí 1954 Eftir GUÐLAUGU JÓHANNESSON Ég var stödd vestur í Argyle-bygð í vor, þá segir vinur minn þar við mig: „Heyrðu, ég var að skoða í gamalt koffort hér á dögunum og fann þar bók, sem ég held, að þú hafir gaman af að sjá“. — „Einmitt það“, svara ég. „En hvaða bók er Það?“ — „Það er fundargjörningabók“, var svarið. Og næsta dag færði hann mér þessa bók. Ég hafði mikið gaman af að lesa hana, og þótt ótrúlegt sé, þá var ég alveg búin að gleyma þeim atvikum, sem að bókinni leiddu. Það var því sem ég vaknaði af draumi eins og Rip Van Winkle forðum, og margt rifjaðist upp fyrir mér, sem yngri kynslóðinni mun þykja næsta ótrúlegt. En við, sem eldri erum, munum það nú samt að fyrir 45—50 árum stóðum við konur þessa lands í sömu sporum og Indíánarnir, sem hlotið hafa stjórnarstyrk (treaty Indians), standa nú hér í Manitoba. Nefnilega, þá höfðum við ekki atkvæðisrétt, og fyrir þær sakir hópuðu konur sig í fylkingar og börðust fyrir rétti sínum, ekki með sverðum eða byssum, heldur með ritum og ræðum og bænaskrám. En ég ætla ekki að rekja þá sögu nú, heldur lofa ykkur lítillega að heyra úr bókinni gömlu, sem kvenréttindafélagið í Argyle-bygð VONIN lét rita. Flestir fundargjörningarnir voru skrifaðir af Rósu Kristófersson. Þar segir, að 30. jan. 1909 hafi nokkrar konur komið saman á heimili Hjartar Sigurðssonar og var þá stofnað Kvenréttindafélagið VONIN af 8 konum. Forseti var Marja Sigurðsson; varaforseti, Miss Ranka Johnson; skrifari, Rósa Kristófersson; varaskrifari, Kristín Sigurðsson; féhirðir Guðrún Sveinsson. Ársgjald meðlima var 50c. Samþykt voru lög og stefna félagsins. Á næsta fundi var strax farið að ráðgera að hafa samkomu. Samkvæmt tillögu frá Sigríði Helgason var Guðrún Búason í Winnipeg beðin að koma og flytja ræðu. En þar sem Mrs. Búason gat ekki komið, var þessari ráðagerð breytt og ákveðið að hafa úti-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.