Árdís - 01.01.1954, Page 26
24
ÁRDÍS
Blöð úr gamalli bók
Flutt á þingi Bandalags lúterskra kvenna í Selkirk, 29. maí 1954
Eftir GUÐLAUGU JÓHANNESSON
Ég var stödd vestur í Argyle-bygð í vor, þá segir vinur minn
þar við mig: „Heyrðu, ég var að skoða í gamalt koffort hér á
dögunum og fann þar bók, sem ég held, að þú hafir gaman af að
sjá“. — „Einmitt það“, svara ég. „En hvaða bók er Það?“ — „Það
er fundargjörningabók“, var svarið. Og næsta dag færði hann mér
þessa bók.
Ég hafði mikið gaman af að lesa hana, og þótt ótrúlegt sé, þá
var ég alveg búin að gleyma þeim atvikum, sem að bókinni leiddu.
Það var því sem ég vaknaði af draumi eins og Rip Van Winkle
forðum, og margt rifjaðist upp fyrir mér, sem yngri kynslóðinni
mun þykja næsta ótrúlegt. En við, sem eldri erum, munum það nú
samt að fyrir 45—50 árum stóðum við konur þessa lands í sömu
sporum og Indíánarnir, sem hlotið hafa stjórnarstyrk (treaty
Indians), standa nú hér í Manitoba. Nefnilega, þá höfðum við ekki
atkvæðisrétt, og fyrir þær sakir hópuðu konur sig í fylkingar og
börðust fyrir rétti sínum, ekki með sverðum eða byssum, heldur
með ritum og ræðum og bænaskrám. En ég ætla ekki að rekja þá
sögu nú, heldur lofa ykkur lítillega að heyra úr bókinni gömlu,
sem kvenréttindafélagið í Argyle-bygð VONIN lét rita. Flestir
fundargjörningarnir voru skrifaðir af Rósu Kristófersson.
Þar segir, að 30. jan. 1909 hafi nokkrar konur komið saman á
heimili Hjartar Sigurðssonar og var þá stofnað Kvenréttindafélagið
VONIN af 8 konum. Forseti var Marja Sigurðsson; varaforseti,
Miss Ranka Johnson; skrifari, Rósa Kristófersson; varaskrifari,
Kristín Sigurðsson; féhirðir Guðrún Sveinsson. Ársgjald meðlima
var 50c. Samþykt voru lög og stefna félagsins.
Á næsta fundi var strax farið að ráðgera að hafa samkomu.
Samkvæmt tillögu frá Sigríði Helgason var Guðrún Búason í
Winnipeg beðin að koma og flytja ræðu. En þar sem Mrs. Búason
gat ekki komið, var þessari ráðagerð breytt og ákveðið að hafa úti-