Árdís - 01.01.1954, Page 27
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
25
skemtun á Grund. Lúðraflokkur bygðarinnar, undir stjórn Alberts
Oliver, var þá upp á sitt bezta og var fenginn til að skemta. Mrs.
Margrét Benediktsson frá Winnipeg flutti erindi, fleira var til
skemtunar. Dagurinn er talinn að hafa hepnast ágætlega.
Á næsta fundi er ákveðið að hafa dansleik 8. okt. 1909 og senda
prentuð boðsbréf út um bygðina. Talað var um undirspil fyrir
dansinn og álitið að það bezta væri ekki of gott — en það var hann
Jón Eiríksson með fíólínið sitt — sá sami J. E. Eiríksson, sem nú
býr í Selkirk, maðurinn hennar Ástu. Ef ég man rétt þá voru allar
ungu stúlkurnar skotnar í Jóni í þá daga. Lauga Helgason átti að
spila með á orgelið. Hver kona átti að leggja til 2 brauð af „sand-
wiches“, „cake“ og 3 dúzín af kökum. Guðbjörg Þórðarson ætlaði
að baka fleiri dúzín af „pie crusts“, sem fylla átti með soðnum
döðlum (dates) og þeyttum rjóma. Þykir það enn í dag hátíðaréttur.
Á næsta fundi gerast konurnar djarfar, er forseta lagt fyrir
að biðja sóknarprestinn að prédika um jafnrétti kvenna einhvern
tiltekinn sunnudag. Því var svarað neitandi; presturinn sagði, að
þetta væri pólitík, sem ekki ætti við að ræða frá prédikunarstól, en
bauðst til að mæla með því á samkomu.
Fleiri konur höfðu bætzt í hópinn, er félagið var ársgamalt,
og er þá tekið til umræðu aðalvopnið, sem barist var með; að
safna undirskriftum undir bænaskrár, sem bæði um að konum
yrði veittur atkvæðisréttur. Yrði þessi bænaskrá svo afhent þing-
manni til að bera fram á þingi Manitoba-fylkis. Þáverandi þing-
maður bygðarinnar, J. B. Baird. — Já, hvert ég man þá eftir öllum
þessum bænaskrám og öllum ferðunum út um bygðirnar með þær.
Meðlimir félagsins skiptu sér í hópa og var farið inn á hvert
heimili bygðarinnar. Það voru fáir, ef nokkrir, bílar í þá daga, en
það gjörði minst til. Ég fór bara ofan í fjós og setti aktygin á
hana Jenny gömlu, jörpu hryssuna mína, og setti hana svo fyrir
„rubber-tired“ kerruna okkar og keyrði á stað, kom heim að húsinu
þar sem hún mamma beið tilbúin að fara með mér. Svo keyrðum
við hús úr húsi, oftast voru viðtökurnar góðar og mörg nöfn
fengust á bænaskrána.
Eitt sinn héldu konur samkomu með kökuskurð, þar sem
tvær konur kepptu um heiðurinn að skera kökuna; önnur var
kvenréttindakona en hin á móti. Því miður var ekki frá því skýrt,
hvor hefði verið hlutskarpari.