Árdís - 01.01.1954, Síða 27

Árdís - 01.01.1954, Síða 27
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 25 skemtun á Grund. Lúðraflokkur bygðarinnar, undir stjórn Alberts Oliver, var þá upp á sitt bezta og var fenginn til að skemta. Mrs. Margrét Benediktsson frá Winnipeg flutti erindi, fleira var til skemtunar. Dagurinn er talinn að hafa hepnast ágætlega. Á næsta fundi er ákveðið að hafa dansleik 8. okt. 1909 og senda prentuð boðsbréf út um bygðina. Talað var um undirspil fyrir dansinn og álitið að það bezta væri ekki of gott — en það var hann Jón Eiríksson með fíólínið sitt — sá sami J. E. Eiríksson, sem nú býr í Selkirk, maðurinn hennar Ástu. Ef ég man rétt þá voru allar ungu stúlkurnar skotnar í Jóni í þá daga. Lauga Helgason átti að spila með á orgelið. Hver kona átti að leggja til 2 brauð af „sand- wiches“, „cake“ og 3 dúzín af kökum. Guðbjörg Þórðarson ætlaði að baka fleiri dúzín af „pie crusts“, sem fylla átti með soðnum döðlum (dates) og þeyttum rjóma. Þykir það enn í dag hátíðaréttur. Á næsta fundi gerast konurnar djarfar, er forseta lagt fyrir að biðja sóknarprestinn að prédika um jafnrétti kvenna einhvern tiltekinn sunnudag. Því var svarað neitandi; presturinn sagði, að þetta væri pólitík, sem ekki ætti við að ræða frá prédikunarstól, en bauðst til að mæla með því á samkomu. Fleiri konur höfðu bætzt í hópinn, er félagið var ársgamalt, og er þá tekið til umræðu aðalvopnið, sem barist var með; að safna undirskriftum undir bænaskrár, sem bæði um að konum yrði veittur atkvæðisréttur. Yrði þessi bænaskrá svo afhent þing- manni til að bera fram á þingi Manitoba-fylkis. Þáverandi þing- maður bygðarinnar, J. B. Baird. — Já, hvert ég man þá eftir öllum þessum bænaskrám og öllum ferðunum út um bygðirnar með þær. Meðlimir félagsins skiptu sér í hópa og var farið inn á hvert heimili bygðarinnar. Það voru fáir, ef nokkrir, bílar í þá daga, en það gjörði minst til. Ég fór bara ofan í fjós og setti aktygin á hana Jenny gömlu, jörpu hryssuna mína, og setti hana svo fyrir „rubber-tired“ kerruna okkar og keyrði á stað, kom heim að húsinu þar sem hún mamma beið tilbúin að fara með mér. Svo keyrðum við hús úr húsi, oftast voru viðtökurnar góðar og mörg nöfn fengust á bænaskrána. Eitt sinn héldu konur samkomu með kökuskurð, þar sem tvær konur kepptu um heiðurinn að skera kökuna; önnur var kvenréttindakona en hin á móti. Því miður var ekki frá því skýrt, hvor hefði verið hlutskarpari.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Árdís

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.