Árdís - 01.01.1954, Síða 36
34
ÁRDÍS
íslenzkt lýðveldi tíu ára
Eftir HRUND SKtlLASON
”Ó, frelsi, frelsi! Hugsjón alls, sem á
í eðli sínu lífsins vaxtarþrá!“
Seytjánda júní s.l. voru 10 ár liðin síðan ísland öðlaðist full-
komið frelsi á ný. — Þess atburðar hefur verið minst með fögnuði
alls staðar þar sem Islendingar eiga heima. Frelsi þjóða sem ein-
staklinga er hið dýrmæta hnoss, sem allir þrá. Án frelsis geta hvorki
þjóðir né einstaklingar notið krafta sinna eða hæfileika til fulln-
ustu. Það var frelsi, sem hetjurnar fornu voru að leita að, er þeir
numu landið.
„Synir og farmenn hins frjálsborna anda,
þér leituðuð landa“.
Víkingarnir sigldu um höfin blá þar til þeir að lokum fundu
land, er hreif hugi þeirra. Það land var ísland — framtíðarlandið,
sem altaf átti að vera frjálst. í meir en þrjú hundruð ár sat þar
sjálfstæð þjóð að völdum, og á því tímabili var bjart yfir landinu.
Það var „Gullöld íslands“. Þá voru skráðar hetjusögur og ljóð —
sögur og ljóð, er varðveitt hafa sögu íslands og hinna norðlægu
landa.
En frelsið útheimtar eining og frið, og er sundrung og óeining
varð innanlands, glataði íslenzka þjóðin frelsi sínu og sjálfstæði;
og árið 1262 gekk hún Hákoni Noregskonungi á hönd. Árið 1381
náðu Danir yfirráðum.
Er þjóðin misti frelsi sitt glataði hún á sama tíma sjálfri sér.
Erlendir kúgarar tóku yfir heimastjórn og öll völd fóru úr höndum
landsmanna. Fór nú í hönd niðurlægingartímabil þjóðarinnar, og
öld eftir öld var þjóðin kúguð af Dönum. Leið fólk hungur og
kulda og drepsóttir gengu yfir landið, sem lítið var gert til að
stemma stigu fyrir. Hugsuðu harðstjórarnir aðeins um að auka
sinn eiginn hag. í gegnum allar þessar hörmungar lifði samt í