Árdís - 01.01.1954, Page 47

Árdís - 01.01.1954, Page 47
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 45 að foreldrar mínir lifðu af þau ósköp. Þótt okkur væri kent að lesa og skrifa íslenzku í þá daga, þá var réttritun næstum ofurefli fyrir telpu á níunda ári. Loksins var bréfinu lokið og setti ég það sjálf í bréfakassann, því engum mátti treysta fyrir öðru eins. Og svo sú endalausa bið til næsta blaðs. Skyldi bréfið mitt verða birt? Ekki var verið að tefja á heim- leið úr skóla þann fimtudag — þann langa dag, sem aldrei ætlaði að líða. Og sú sálarangist, þegar blaðinu var flett upp og ekkert bréf! Eftir að fyrstu vonbrigðin liðu frá, þá byrjaði á ný eftirlöngunin. Og svo kom blaðið með bréfinu í. Þarna var bréfið mitt, prentað í Sólskini meðal annara, alveg eins og ég hafði skrifað það! En þau undur! Þótt ég læsi það sjálf, þá mátti til að lesa það upphátt, þegar við vorum öll komin í rúmið. Svefninn var langt í burtu það kvöld. Meira að segja mátti lesa það upp aftur og aftur. Sú ógleym- anlega stund, aðeins ein af þeim björtu endurminningum, sem fyltu bernskuárin — sólskinsdagaævinnar. Þessi litli sólargeisli, sem Sólskin færði mér í bernsku, gleymist mér aldrei. Ég er bara ein af þeim fjölda barna og ungmenna, sem eru í óborganlegri skuld við manninn, sem stofnaði litla barnablaðið okkar. Manninn, sem elskaði börn og skyldi barnsandann, sem gat sjálfur orðið barn í anda; manninn, sem bæði orti ljóð og samdi sögur á svo léttu máli að við börnin skildum og höfðum not af. Hver getur talið þær ánægjustundir, sem íslenzku börnin nutu af því að einn maður hafði þá ást á börnum, að hann gaf sér tíma til að skemta og fræða þau. Ég er alveg viss um, að ef öll þau börn, þau Sólskinsbörn, sem voru svo heppin að vera ung á þeim tíma, og sem, eins og ég, elskuðu blaðið okkar væru hér nú, þá mundu þau vera mér sammála í því að þakka ritstjóranum, sem byrjaði á þessu litla blaði, og sömu- leiðis þeim, sem héldu því áfram, þakka þeim af einlægu hjarta fyrir sólskin.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.