Árdís - 01.01.1954, Side 98
96
ÁRDÍS
Starfi lokið '\ Sumurbúðum Bandalags
Lúterskra Kvenna
Mánudaginn 23ja ágúst var lokið starfi í Sumarbúðunum
Lútersku við Húsavík. Hófst starf þar 20. júní með útiskemtun
Sunnudagaskóla Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Laugardag-
inn 26. júní hélt Dansk-lúterski söfnuðurinn frá Winnipeg sína
árlegu útiskemtun þar. — 2. júlí var prestafundur haldinn. 3. og 4.
júlí Sunnudagaskólakennaramót. Að því loknu hófst hið reglu-
bundna sumarstarf fyrir börn og unglinga.
Frá fimta til þrettánda júlí dvöldu þar drengir, 13 ára og eldri,
undir leiðsögn séra Haraldar S. Sigmar; honum til aðstoðar var séra
Virgil Anderson. — Þá viku dvöldu 51 alls á staðnum að með-
töldum unglingum og starfsfólki. — Næstu 8 daga voru þar drengir
á aldrinum 10, 11 og 12 ára undir leiðsögn Gissurar Elíassonar. Voru
þá 66 manns alls í sumarbúðunum. Svo komu yngri drengir, 7, 8 og
9 ára. Aðalleiðsögn hafði séra Virgil Anderson — þá viku voru 54
í sumarbúðunum. — Yngri stúlkur komu næst á aldrinum 7, 8 og
9 ára. Voru þær fjölmennar að vanda, voru þá viku 76 manns í alt
á staðnum. Aðalleiðsögn með þeim hóp hafði Mrs. Olive Stefanson
frá Selkirk. — Fjölmennasti hópurinn kom næst, stúlkur á aldrin-
um 10, 11 og 12 ára; að öllu starfsfólki meðtöldu voru þá 82 í
sumarbúðunum; leiðsögn hafði Shirley Kernested. — Síðustu 8
dagana voru eldri stúlkur, 13 ára og eldri — þá viku dvöldu 30
manns þar undir leiðsögn Mrs. Muriel Hart. Alls dvöldu þar því í 8
daga hver 361 manns þetta sumar. Unglingarnir, er skrásettir voru,
eru 42 fleiri en síðastliðið sumar.
Fyrir utan þá, er alla reiðu hafa verið nefndir, var eftirfylgj-
andi starfsfólk á staðnum: Mrs. H. B. Hofteig og Rev. & Mrs. S.
Ólafsson, er höfðu aðaleftirlit með starfinu; Miss Ann Soruh, er
kendi sund. — Hjúkrunarkonur með hinum ýmsu hópum voru:
Mrs. Margarethe Kristjánsson, Mrs. Magný Helgason, Mrs. Florence
Paulson, Mrs. Elizabeth H. Bjarnason og Mrs. Margrete Henrik-
son. — Mrs. Wathne kendi eldri stúlkunum vefnað (tveimur hópum).
Matreiðslukonur voru Mrs. E. Ozorif og Mrs. Thora Oliver. Um-