Árdís - 01.01.1964, Side 69

Árdís - 01.01.1964, Side 69
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 67 biðu þeir mikinn ósigur fyrir kaþólskum mönnum. Biturt hatur ríkti í Svíþjóð gegn kaþóslu trúnni. Enn hvað um Kristínu, ungu drottninguna? Hún átti eftir að vekja athygli og undrun þjóðar sinnar og jafnvel allra þjóða heimsins með framkomu sinni og æfiferli. Vegna þess að Kristína var barn að aldri var ríkinu stjórnað af útvöldum forráðamönnum þar til hún varð lögaldra og tók við völdum. Snemma á árum kom það í ljós að Kristína var afar velgefin enn mjög sérlynd og ó- kvennleg í framkomu og smekk. Hún stundaði erviðar líkams- æfingar og íþróttir enn forðaðist allt samfélag við kvenfólk. Hún bauð til sín helztu lærdómsmönnum Evrópu og launaði þeim ríki- mannlega úr landssjóði Svía sem var orðinn æði lítill eftir öll stríðin. Hún varði nærri öllum tímanum til lesturs og lærdóms. Um það leiti er hún tók við ríkisstjórn lýsti Kristína því yfir að hún ætlaði alls ekki að giftast, þótt henni gæfist mörg tækifæri til þess. Margir konunglegir biðlar báðu um hönd hennar enn hún hafnaði þeim öllum. Vegna þessarar ákvörðunar varð hún að til- nefna ríkisarfa og tilnefndi hún frænda sinn Karl Gústaf, sem var einn þeirra sem sótti um hönd hennar. Krýning Kristínar fór fram í Stokkhólmi og upp frá því dró hún sig æ meira í hlé og gaf sig nærri einungis að bóklegum störfum og bréfaskiptum við lærdómsmenn erlendis. Hún keypti og dýr- mæta minjagripi, á meðal þeirra málverk eftir Titian, sem hún skar niður og setti í ramma svo að það kæmist fyrir á vissum vegg. Kristína drottning var sérlega kaldsinnuð. Einu sinni var henni sýnt banatilræði er hún kraup við altari í kapellunni í höllinni, og jafnskjótt og maðurinn var handtekinn hélt hún áfram að biðjast fyrir eins og ekkert hafi ískorist. Ávalt óx aðdáendahópur hennar hvað fræðimenn snerti. Fleiri og fleiri nutu gestrisni hennar og naut hún þess að hlýða á þá og menntast af þeim. Lærdómsþorsti hennar ókst stórum. Flestir þessara manna voru kaþólskir. Vegna þess að hún var fráhverf hjónabandi og einnig vegna áhrifa frá þessum mönnum, óx áhug- inn að kynna sér nunnustétt kaþólsku kirkjunar og upp frá öllu þessu ákvað hún með sjálfri sér, að gerast kaþólsk og afneita Lúthersku trúnni. Hún taldi örugt að trúarbrögð þau sem staðist höfðu í sextán hundruð ár hlytu að vera sú eina sanna trú. Tók hún nú að kynna sér þessi trúarbrögð af miklum áhuga.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.