Árdís - 01.01.1964, Side 71
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
69
eins og drottningu sæmdi og fór að skifta sér af áhugamálum
annara og brátt kom hún sér illa við marga sem hún vildi kynnast
betur. Henni var vísað á brott úr Frakklandi. Eftir nokkurn tíma
fór hún aftur til Rómaborgar.
Kristína vék sér frá einu áhugamáli til annars, altaf að leita
að einhverju, hamingju ef til vill. Einu sinni reyndi hún að verða
kjörin drottning yfir Póllandi. Fjárhagur hennar minkaði og hún
fór úr einni borg í aðra og var miður vel látin allstaðar. Að lokum
settist hún að í Rómaborg og síðustu árin bjó hún þar. Hagur
hennar fór batnandi og hún kunni vel við sig í sínu nýja heim-
kynni. Er árin færðust yfir hana varð hún mun blíðari í fram-
komu og þar afleiðandi, naut hún meiri vinsælda enn nokkru
sinni fyrr. Hún tók að safna að sér ýmsum minjagripum, málverk-
um, forngripum, handritum, ýmsum dýrmætum gersemum sem
urðu að sögulegu gagni. Hún tók einnig að sér fátæka námsmenn
og listamenn og hlúði að öllu bókmenntalegu meðal ítala.
Áður en ævinni lauk varð hún mikilsvirt af samtíðarmönnum
sínum, og hvíla bein hennar í Rómaborg, en eirlíkan af henni
stendur í sjálfri Péturskirkjunni.
Má með senni segja að tjón mótmælenda hafi orðið kaþólsk-
um ágóði. Hún hlýddi röddu samvizku sinnar og gjörði það sem
hún var sannfærð um að væri rétt.
Hvað olli þessum sorglegu sinnaskiftum? Hver eða hvað á
sökina? Var það móðurleysið? Var það einstæðingskenndin? Var
það of mikið meðlæti? Var það of mikið mótlæti? Eða var það
einber þvermóðska? Hvað finnst þér?
Rom. 12, 12. Verið glaðir í voninni, þolinmóðir í þjáningunni,
staðfastir í bæninni.
Mín sál, því örugg sértu,
og set á Guð þitt traust.
Hann man þig, vís þess vertu,
og verndar efalaust.
Hann mun þig miskunn krýna,
þú fæðist litla hríð;
þér innan skamms mun skína
úr skýjum sólin blíð.