Árdís - 01.01.1938, Page 62

Árdís - 01.01.1938, Page 62
Jóns Bjarnasonar skóli, (>52 Homc St.—Talsími 31 208 Kæru vestur-íslenzku mæður: Árdís er vestur-íslenzkt kvennablað, gott tímarit, og verðskuld- ar mikla útbreiðslu. Eg vona því að eg nái til margra með þessu sendibrél'i mínu. Á ælileiðinni heí'ir það orðið hlutverk mitt að fást nokkuð við kenslu: í barnaskólum, í sunnudagaskólum, í Wesley College, í Jóns Bjarnasonar skóla, kenna fermingarunglingum og jafnvel leitast við að kenna í prédikunarstólnum. Oft hefi eg haft mikið yndi af þessum kenslutilraunuin mínum, átt, meðal annars dásamlegar stundir í flutningi orðsins í guðsþjónustunni. En að því sleplu hefi eg haft einna mest yndi af fermingarflokkunum og íslenzku stundunum. Sem stendur á eg engan kost á fermingar- flokki; en eg er til þess búinn að kenna íslenzku öllum sem líklegir eru til mín að koma. En því miður get eg ekki ferðast til allra vestur-íslenzkra ungmenna lil að kenna þeim. Getið þið þá, góðu k^nur, sagt mér hvernig eg á að kenna þeim íslenzku, ef þeir ekki koma til mín? Ef þið sendið unglingana ykkar í Jóns Bjarnasonar skóla, skal eg gera mitt bezta til að kenna þeim íslenzku. Viljið þið nú ekki reyna skólann og reyna mig? Hið 26. starfsár skólans hefst 15. sept. næstkomandi. Við þráum og þurfum nemendur til að læra íslenzku. Eg reiði mig á ykkar stuðning. Með vinsemd, ykkar einlægur, fí. Marteinsson, skólastjóri. 60

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.