Morgunblaðið - 18.01.2009, Blaðsíða 14
14 Fangelsismál
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009
Vaxtalaus greiðslukjör
í allt að 12 mánuði
(visa/euro) Engin útborgun
Sjóntækjafræðingar með
réttindi til sjónmælinga
og linsumælinga
tómt kjaftæði. Lögreglan sagði, og saksókn-
arinn sagði það einnig í frammi fyrir dómara, að
ég hefði einfaldlega getað beðið lögfræðinginn
minn að hafa samband við kærustuna mína og
þá hefði hún getað komið og heimsótt mig. Ég
prófaði það, og hún reyndi að hringja í lögregl-
una og koma að hitta mig, en hún fékk þau svör
að það væri enginn möguleiki. Niðurstaðan var
sú að mér var hent aftur í einangrun og að
þessu sinni í 4 ½ mánuð. Samfleytt, hvað sem
Linda Hesselberg segir eftir á.“
Kærasta Birgis Páls stendur nú þétt að baki
honum og hefur heimsótt hann sex sinnum eftir
að hann var fluttur heim á Litla-Hraun. Hún
hefur farið fram á að fá bréfið afhent aftur, en
það hefur ekki tekist.
Inni marga daga í senn
Einangrunin í Færeyjum var ömurleg. Birg-
ir Páll mátti fara út úr klefanum snemma á
morgnana eða seint á kvöldin, þegar hinir fang-
arnir voru ekki á stjái. „Þá gat ég farið út í pínu-
lítið, afgirt, steypt svæði með gaddavírsneti yf-
ir, eða farið í sturtu. Nokkrum vikum síðar
uppgötvaði ég að ég mátti panta mér mat og gat
þá eldað sjálfur seint á kvöldin, þegar hinir voru
komnir í klefa. Það gerði ég oft, en ef ég valdi að
fara í sturtu sama dag gat ég ekkert farið út.
Það var matur og sturta, eða útivist og sturta.
Oftast eldaði ég, enda var maturinn í fangelsinu
skelfilegur, til dæmis alltaf sama dökka og
vonda brauðið með áleggi á hverju einasta
kvöldi og það varð óþolandi eftir margar vikur.
En þetta þýddi að ég fór ekki út undir bert loft
dögum saman.
Einangrun er stöðug barátta við svefn. Í litla
klefanum mínum var rúm, klósett, sjónvarp og
stóll. Það var mjög erfitt að halda réttum sólar-
hring. Ég reyndi auðvitað að sofa eins mikið og
ég gat, en það var erfitt því ég var raunar aldrei
þreyttur. Ég sofnaði oft mjög seint og þegar ég
vaknaði var orðið svo framorðið að aðrir fangar
voru komnir á stjá og þar með missti ég af úti-
verunni eða sturtu.
Fangaverðirnir hjálpuðu mér mikið. Þeim of-
bauð meðferðin á mér og mótmæltu henni oft.
En ekkert breyttist. Einu sinni í mánuði var
gæsluvarðhaldið framlengt. Alltaf einangrun
áfram. Í desember lagði saksóknarinn fram
ákæruna og þá varð mér endanlega ljóst hversu
alvarleg staða mín var. Saksóknarinn spurði
mig hvort ég vildi játa, en ég vildi auðvitað ekki
játa á mig aðild að dópsmygli. Þá sagði hún lög-
manni mínum að hann ætti að ráðleggja mér að
skoða þetta vel, því þá gæti ég fengið 10 ára
fangelsi strax, en annars yrði ég að vera í ein-
angrun mánuðum saman.
Engar yfirheyrslur
Og ég var áfram í einangrun. Frá lokum
októbermánaðar 2007 til loka mars 2008 var ég
ekki yfirheyrður í eitt einasta skipti. Samt varð
ég að vera í einangrun vegna rannsóknarhags-
muna! Hvaða rannsókn var í gangi, án þess að
ég væri nokkurn tímann yfirheyrður? Málinu
lauk hérna heima í febrúar, þegar dæmt var í
því, en Linda Hesselberg þóttist enn vera að
rannsaka.“
Hann var reyndar yfirheyrður einu sinni á
þessu tímabili, í mars 2008. Þá hafði lögreglan
farið í gegnum öll msn-samskipti hans mörg ár
aftur í tímann. „Auðvitað kom ekkert þar fram
sem snerti þetta mál, en þar voru alls konar yf-
irlýsingar, eins og maður skrifar í hugs-
unarleysi á msn. Ég kallaði einhvern hálfvita og
sagði um annan að það ætti að berja hann.
Þetta notaði saksóknarinn svo í réttarsal, til að
sýna fram á hvað ég væri vondur maður. Ein-
hverjar kæruleysislegar upphrópanir á spjall-
síðum um algjörlega ótengd mál. Það hefði ver-
ið hægt að draga fram margar blaðsíður með
jákvæðum ummælum og athugasemdum vina
minna, en það var ekki gert. Ekki gerði lögmað-
urinn minn það og hann mótmælti þessu ekki.
Ég spurði hann af hverju hann leyfði henni að
tala endalaust um hvað ég væri mikill skíthæll
án þess að gera nokkrar athugasemdir og þá
sagðist hann vilja „halda þessu málefnalegu“.
Það voru einu svörin.
Ein rökin, sem ég heyrði þessa konu færa
fyrir einangrunarvist minni voru, að ég hegðaði
mér svo vel að það væri ekkert að því að hafa
mig í einangrun. Ætli hún hefði nú ekki notað
það gegn mér, ef ég hefði hegðað mér illa?“
Löng einangrunarvistin tók sinn toll af Birgi
Páli. Hann var mjög langt niðri andlega. „En ég
fékk ekki að hitta sálfræðing fyrr en í apríl,
þegar ég hafði setið í rúmt hálft ár inni.“
Ósáttur við lögmann
Fyrri lögmaður Birgir Páls hafði ekki áhuga
á að sitja allar yfirheyrslur yfir honum eða gefa
honum nokkrar ráðleggingar. Hann skipti því
fljótlega, en sá síðari reyndist litlu skárri og
gerði lítið til að draga úr skaðanum. „Hann
hafði aldrei samband við mig að fyrra bragði,
hann nennti aldrei að kynna sér gögn fyrr en
rétt áður en við gengum í réttarsalinn og hann
veitti mér engar leiðbeiningar. Ég spurði hann
einhvern tímann hvernig best væri að ég svar-
aði einhverju álitaefni og það eina sem hann
hafði að segja var: Þú finnur eitthvað gott
svar!“
Lokaræða saksóknarans frammi fyrir kvið-
dómi og dómara tók rúmar þrjár klukkustund-
ir. „Verjandinn minn talaði í 15-20 mínútur.
Saksóknarinn fékk ekki sínu framgengt, með
50% refsiauka vegna alvarleika brotsins, en fór
fram á hámarksrefsingu, 10 ára fangelsi. Verj-
andinn minn sagði við mig um hádegið að hann
ætlaði að fara fram á sýknu, en til vara 2 ára há-
marksdóm, ég gæti ekki reiknað með styttri
dómi. Svo stóð hann upp í réttarsalnum síðar
um daginn og fór fram á 4 ára dóm! Rétt eins og
tvö ár til eða frá skipti engu máli.
Og kviðdómendur fóru bil beggja og dæmdu
mig í 7 ára fangelsi.
Ég áfrýjaði dómnum ekki. Ég var niðurbrot-
inn eftir einangrunina og réttarhöldin og hafði
bara viku til að taka ákvörðun um áfrýjun. Fjöl-
skyldan vildi fá mig heim. Hæstiréttur Dan-
merkur getur ekki endurskoðað niðurstöðu um
sekt eða sýknu, heldur aðeins endurákvarðað
refsingu, ef honum sýnist svo. Mér fannst dóm-
urinn auðvitað mjög þungur, en ég óttaðist að
hann yrði staðfestur og þá yrði ég að sitja hann
af mér í Vestre fangelsinu í Kaupmannahöfn,
eða öðru slæmu fangelsi, því það hafði mér ver-
ið sagt. Það gat ég ekki hugsað mér, ég varð að
komast heim. Fyrst Færeyingar voru búnir að
vísa mér frá eyjunum vildi ég fara til Íslands.
Ég gat ekki tekið þá áhættu að bíða í 9-12 mán-
uði eftir dómi úti og þurfa svo hugsanlega að af-
plána langan dóm þar. Ég var samt fluttur í Ve-
stre fangelsið eftir að dómur féll og var þar í tvo
mánuði. Það var engin ástæða til að flytja mig
strax þangað og ég fékk ekki einu sinni tíma til
að kveðja vini mína í Færeyjum.“
Íslensk yfirvöld geta ekki breytt dómi er-
lendra dómstóla, þótt náðunarnefnd geti vissu-
lega gripið inn í. „En hérna er kannski hægt að
hafa áhrif á afplánunina. Ég vildi komast heim,
af því að hérna gat ég stundað nám, í stað þess
að sitja í dönsku fangelsi í ár og bíða dóms. Ég
vissi að Íslendingar höfðu fylgst með málaferl-
unum yfir mér í Færeyjum og ég var viss um að
íslensk stjórnvöld myndu leggja eigið mat á
málið, þótt þau gætu ekki breytt lengd dómsins.
Ég bind enn vonir við að þeir sjái einstaklinginn
að baki þessum dómi og leyfi mér að sitja dóm-
inn af mér í betrunarvist, en ekki bara refsivist.
Það er það eina sem ég fer fram á.“
Morgunblaðið/Júlíus
Pólstjörnumálið Fíkniefnasmyglið er eitt stærsta mál sem komið hefur upp hér á landi. Birgir Páll var handtekinn með 1,7 kíló af farminum.
„Birgir Páll á ekki heima á Litla-Hrauni. Fangelsisvist hans er tjón, ekki bara
fyrir hann, heldur samfélagið allt. Hann er enginn óreglumaður og ekki lík-
legur til að brjóta af sér aftur. Þvert á móti er hann ágætur þjóðfélagsþegn
sem vill fá að mennta sig og byggja upp líf sitt á ný,“ segir Brynjar Níelsson,
lögmaður Birgis Páls, sem starfað hefur fyrir hann frá því að hann hóf af-
plánun hér á landi.
Brynjar þekkir til Pólstjörnumálsins enda var hann verjandi Badda,
bernskuvinar Birgis Páls. Baddi og hinir Pólstjörnumennirnir hafa allir borið
á sama veg; að Birgir Páll hafi engan þátt átt í smyglinu. „Það er tóm vit-
leysa að hafa manninn á Litla-Hrauni. Því miður virðist eingöngu horft til
þess að hann var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir fíkniefnamál og þar með
talið að hann eigi að afplána þarna. En sagan er önnur. Ef einhvern tímann er hægt að segja að
menn „lendi í“ afbrotum, þá á það við um Birgi Pál.“
Brynjar bendir á að Birgir Páll hafi aldrei áður tengst nokkrum afbrotum. „Færeyingar tóku
sér allt of langan tíma til að dæma í málinu, það var löngu búið að dæma í málinu hér heima
þegar hann sat enn í einangrun úti. Refsing hans er miklu þyngri en þeirra sem í raun skipu-
lögðu smyglið og framkvæmdu það. Hérna heima hefði hann hugsanlega fengið eins árs dóm
fyrir aðkomu sína að málinu.“
Brynjar vonast til að fangelsismálayfirvöld endurskoði afstöðu sína og leyfi Birgi Páli að af-
plána dóm sinn annars staðar en á Litla-Hrauni. „Réttast væri að hann fengi að ganga laus en
undir eftirliti. Það er engin ástæða til að loka hann inni. Það er líka ástæða til að sækja um
reynslulausn áður en hann hefur lokið 2⁄3 hluta afplánunar, eins og venja er í fíkniefnamálum.
Þetta er ekkert venjulegt fíkniefnamál og hann á ekki heima á Litla-Hrauni.“
Tjón fyrir hann og samfélagið
Brynjar Níelsson
„Viðmiðið er að fangar
séu ekki vistaðir lengur
en í tvö ár á Kvíabryggju.
Bæði vegna þess að við
höfum ekki góða reynslu
af að hafa menn þar
lengur, en einnig vegna
þess að flestir, ef ekki
allir, fangar vilja fara
þangað og við reynum að
gæta jafnræðis. Það er
mjög algengt að fangar með lengri dóma
ljúki afplánun á Kvíabryggju og þess
vegna getum við ekki teppt rýmin þar
meira en sem nemur þessum tveimur ár-
um,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri.
Páll tekur skýrt fram, að hvert tilvik
verði að meta sérstaklega og að hann geti
ekki tjáð sig í smáatriðum um málefni ein-
stakra fanga. „Á Kvíabryggju fara fyrir-
myndarfangar, sem hafa sýnt góða hegð-
un. Það þýðir, að þeir geta lokið afplánun-
inni á áfangaheimili Verndar. Þeir fara þá
fyrst á Kvíabryggju, allt upp í tvö ár, og
þaðan á Vernd, frá nokkrum mánuðum og
upp í eitt ár.“
Á áfangaheimilinu eru reglur rúmar,
menn sækja nám eða vinnu utan heimilis-
ins, en skila sér þangað aftur á tilteknum
tíma á kvöldin. „Sú vistun gefur mönnum
færi á eðlilegri aðlögun að samfélaginu.“
Meta þarf
hvert tilvik
Páll Winkel