Morgunblaðið - 18.01.2009, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.01.2009, Blaðsíða 47
Auðlesið efni 47 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009 Mikil vinna er í þorpunum í Snæfellsbæ. Mikil veiði er af fiski og hefur orðið að lokka starfs-menn af höfuð-borgar-svæðinu í störf hjá fyrir-tækjum þar sem mikið er að gera þessa dagana, sérstak-lega hjá Fiskmarkaði Íslands. Sigurður Arnfjörð Guðmundsson, vara-formaður Verkalýðs-félags Snæfellinga, segir að engar upp-sagnir hafi verið hjá fyrir-tækjunum og frekar vantað einn og einn mann á ýmsum stöðum. Góðar gæftir hafa verið að undan-förnu og góð veiði. Hefur þurft að bæta við fólki hjá Fisk-markaði Íslands í Snæfellsbæ, við flokkun og slægingu. Þetta er mikil og erfið vinna, unnið nánast allan sólar-hringinn þegar mest er að gera. Mikið er af erlendu verka-fólki í fisk-vinnslunni. Baldvin Leifur Ívarsson í Fiskiðjunni Bylgju í Ólafsvík hefur ekki orðið var við ásókn í þessi störf, þrátt fyrir atvinnu-leysi á höfuð-borgarsvæðinu. „Þetta er frum-vinnsla og við Íslendingar viljum helst ekki vera verka-menn.“ Páll Ingólfsson, fram-kvæmda-stjóri markaðarins, reyndi að fá fólk af skrá hjá Vinnu-miðlun höfuð-borgar-svæðisins en ekkert kom út úr því. „Það var svo mikið að gera hjá þeim við að skrá fólk atvinnu-laust að ekki var hægt að sinna mér,“ segir Páll. Hann fékk nokkra duglega menn fyrir milli-göngu manna sem hann þekkir í byggingar-iðnaðinum. Svo komu nokkrir bændur úr sveitinni svo þetta reddaðist. Mikið af fiski á land „Þetta kvótaár er það besta hjá okkur, mokafli og lítið fyrir þessu haft,“ segir Guðlaugur Rafnsson sem er á þorskanetum á Katrínu SH frá Ólafsvík ásamt föður sínum og bróður. Eiður Smári Guðjohnsen var á skot-skónum með Barce-lona þegar liðið sigraði Atletico Madrid, 2:1, í 16 liða úrslitum spænsku bikar-keppninnar. Eiður skoraði sigur-markið stundar-fjórðungi fyrir leikslok og var þetta fjórða mark hans fyrir Katalóníu-liðið á tímabilinu. Barcelona sigraði Madridar-liðið saman-lagt 5;2 og er komið í átta liða úr-slit keppninnar. Á myndinni má sjá þá kappana Andres Iniesta og Sergio Busquets fagna Eiði Smára eftir markið. Eiður Smári með sigur-mark Ríkis-stjórnin hefur komið þeim skila-boðum til banka-stjórna Nýja Glitnis og Nýja Kaupþings að vilji sé til þess að stöður banka-stjóra verði auglýstar. Síðast-liðinn þriðjudag ákvað banka-ráð NIB, sem stofnaður var utan um inn-lenda starf-semi Landsbankans, að staða banka-stjóra yrði auglýst. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er ástæða þess að ríkis-stjórnin vill að stöðurnar séu auglýstar fyrst og fremst sú að Birna, Elín og Finnur hafi verið ráðin af bráða-birgða-stjórnunum í upphafi. Ríkis-stjórnin telji það meira traust-vekjandi út á við að banka-stjórarnir séu ráðnir með hefð-bundnum, fag-legum hætti. Almenningur geti þannig betur treyst bönkunum. Stöður banka- stjóra auglýstar Heimildar-myndin Sólskins-drengurinn eftir Friðrik Þór Friðriksson segir sögu Kela og greinir frá leit foreldra hans eftir hjálp fyrir son sinn. Móðir Kela, Margrét Dagmar Ericsdóttir, fór þess á leit við Friðrik Þór fyrir um tveimur árum að hann gerði mynd um ein-hverfu. Þá var Keli talinn vera með þroska tveggja ára barns. Annað kom á daginn og í myndinni kemur fram hvernig rjúfa tókst einangrun drengsins. Þar koma einnig fram ein-hverfir ein-stak-lingar sem hafa náð miklum árangri í lífinu þrátt fyrir gríðar-lega erfið-leika í upp-hafi. Temple Grandin er ein af aðal-persónunum í Sólskins-drengnum. Hún er prófessor í búfjár-fræðum og er án efa einn þekktasti nú-lifandi ein-staklingur með ein-hverfu. Hún hefur náð miklum árangri í vísinda-grein sinni og sem talsmaður fyrir breyttum við-horfum til ein-hverfu. „Ef boð-skapur myndarinnar kemst til skila,“ segir Friðrik, er hann sá að maður skyldi taka hverjum manni eins og hann er og um-gangast hann af virðingu. Maður er sjálfur svo fá-fróður um það sem býr í öðrum. Oft villir útlit okkur sýn. Sjúkra-saga Kela ein-kennist af því að læknar höfðu ómeðvitaða for-dóma gagnvart honum vegna þess að hann gat ekki tjáð sig. Það er erfitt að lækna fólk sem getur ekki sagt hvað er að.“ Sól-skins-drengurinn Keli (Þorsteinn Skúli Þorsteinsson). Sól-skins-drengurinn Cristiano Ronaldo, leik-maður Manchester United, og hin brasilíska Marta hjá Umeå voru valin knattspyrnu-maður og knattspyrnu-kona ársins 2008 af Alþjóða-- knatt-spyrnu-sambandinu, FIFA. Þetta er þriðja árið í röð sem Marta verður fyrir valinu í þessu kjöri. Ronaldo átti stóran hlut í því að liðið varð Evrópu-meistari og enskur meistari auk þess sem hann varð marka-hæsti leik-maður Evrópu á síðustu leik-tíð. Marta hefur leikið síðustu fjögur ár með sænska meistara-liðinu Umeå. Hún mun leika með Los Angeles Sol í hinni nýju atvinnu-deild kvenna í Banda-ríkjunum á næsta keppnis-tímabili. Ronaldo og Marta best Cristiano Ronaldo og Marta. Allt virðist benda til þess að fólk í giftingar-hug-leiðingum hyggist hafa giftingar-athafnir sínar og veislur lát-lausari en áður. Þetta er mat þeirra presta sem Morgun-blaðið ræddi við. Segja þeir færri bókanir vegna brúð-kaupa fyrir komandi sumar en á sama tíma í fyrra. Þeir telja ekki að giftingar verði færri í heild sinni á árinu, en þær verði senni-lega lát-lausari og þess vegna bókaðar með styttri fyrir-vara. Hjá sýslu-manninum í Reykjavík og í Kópavogi fengust þær upp-lýsingar að ekki sæist munur á fjölda borgara-legra athafna síðast-liðna fjóra mánuði saman-borið við sama tíma í fyrra. Giftingar lát-lausari? Fyrir-hugað er að segja upp 20-30 manns hjá Land-helgis-gæslunni, af þeim 160 sem þar starfa. Í haust dró töluvert úr um-svifum Gæslunnar vegna aukins kostnaðar í kjölfar gengis-hruns. M.a. hafa varð-skipin Ægir og Týr legið í auknum mæli við bryggju það sem af er vetri vegna óhagstæðs eldsneytis-verðs. Uppsagnir hjá Gæslunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.