Morgunblaðið - 18.01.2009, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.01.2009, Blaðsíða 39
Umræðan 39 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009 SAMKVÆMT áætl- unum íslenskra og er- lendra sérfræðinga má búast við að árið 2009 verði hið erfiðasta í yf- irstandandi efnahags- þrengingum hér á landi og sömu aðilar gera ráð fyrir að strax á næsta ári muni ástandið verða okkur bærilegra. Það mun vissulega ráð- ast hvað gengur eftir í þeim efnum, en hinsvegar verðum við öll að vinna ötullega að því að svo megi verða, mikið er í húfi að koma í veg fyrir að kreppan dragist á langinn. Í fjármálaráðuneytinu er unnið að því að flýta viðsnúningnum og bæta afkomu ríkissjóðs eins fljótt og auð- ið er. Þær áætlanir sem gerðar hafa verið benda til þess að strax árið 2012 náist jafnvægi í ríkisfjár- málum og 2013 verði rekstur rík- issjóðs aftur orðinn jákvæður. Í framhaldinu megi hraða greiðslu skulda. Til grundvallar í þeirri vinnu er ávallt það viðhorf að nýta fjármuni sem best, koma í veg fyrir óþarfa fjárútlát og umfram allt, vernda og viðhalda íslensku velferðarkerfi. Slíkt var viðmið ríkisstjórnarinnar við gerð fjárlaga á síðustu mán- uðum. Á meðan kerfið sjálft er straumlínulagað, fjárfestingar end- urskipulagðar og óþarfa fita skorin af í rekstrinum, er aukin áhersla á velferðarmál, menntamál og at- vinnumál. Þegar áætluð útgjöld hins op- inbera árið 2009 og 2008 eru borin saman má sjá að heildarútgjöld eru nánast óbreytt. Ef vaxtagjöld rík- issjóðs eru frátalin, kemur í ljós að útgjöldin vaxa um tæpt 1 prósent á milli ára, og eru þá notaðar sams- konar verðlagsforsendur. En hvað þá með allan nið- urskurðinn í ráðuneytunum og í framkvæmdum sem boðaður hefur verið? Því er til að svara að samsetning útgjald- anna á þessu ári er önnur en áður hefur verið og endurspeglar viðbrögð stjórnvalda við þeim aðstæðum sem uppi eru. Vissu- lega er víða skorið nið- ur, víða sparað og hag- rætt og tímasetningar á framkvæmdum hins opinbera endurmetnar. En stjórnvöld hafa í þessari um- ræðu áður bent á mikilvægi þess að standa vörð um velferðarkerfið og fjárlög ársins 2009 sýna glöggt áherslur og forgangsröðun rík- isstjórnarinnar í þeim efnum. Tökum dæmi: Framlag til al- mannatryggingakerfisins hækkar um tæp ellefu prósent og er nú ríf- lega 60 milljörðum króna varið til þess málaflokks. Framlög til vinnu- mála, þar sem stærstu liðir eru at- vinnuleysisbætur, ábyrgðarsjóður launa og fæðingarorlofssjóður, eru tvöfölduð á milli ára og eru fram- lögin á þessu ári rúmir 27 millj- arðar króna. Þá hækka framlög vegna barna- og vaxtabóta um tæp 18 prósent, lífeyrisgreiðslna og eftirlauna um 11 prósent og málefna fatlaðra um 4,5 prósent. Þrátt fyrir að dregið sé úr heild- arútgjöldum til menntamálaráðu- neytisins eru ýmis framlög ríkisins til grunnskólanna (sem eru í um- sjón sveitarfélaga) í heild aukin um 14,4 prósent. Nær öll framlög til háskóla og rannsókna haldast óbreytt. Verulegur niðurskurður verður á umfangi starfsemi utanrík- isráðuneytisins og er sparnaðurinn fyrst og fremst á vettvangi sendi- ráða okkar í útlöndum. Heildarframlög til heilbrigð- isráðuneytisins aukast um ríflega tíu milljarða króna á milli ára og heildarútgjöld til ráðuneytisins nema á þessu ári tæplega 116 millj- örðum króna eða um fimmtungi heildarútgjalda ríkisins. Mikið átak er að ná fram hagræðingu á þeim vettvangi en fullyrða má að þar vinni fólk af fullum heilindum. Sá sparnaður sem boðaður er í heil- brigðismálum á þessu ári upp á 6,7 milljarða króna miðast við fjárlaga- frumvarpið eins og það var lagt fyr- ir 1. október sl. og kom aldrei til framkvæmda. Veruleg aukning er á framlögum til málefna sem lúta að nýsköpun og tækniþróun í atvinnu- rekstri og átak í þeim málaflokki skilar okkur vonandi fjölda nýrra atvinnutækifæra. Við höfum ekki heldur gleymt landinu okkar og djásnum þess. Þannig er t.d. veru- leg uppbygging í tengslum við Vatnajökulsþjóðgarð á þessu ári og heildarframlög til umhverfisverndar hækka um 5,4 prósent. Þessi samanburður á útgjöldum á milli ára er engan veginn tæmandi, en gefur þó mynd af áherslum stjórnvalda á erfiðum tímum. Ég vil þó með engu móti vera að mála rós- rauða mynd af ástandinu eða vera óþarflega bjartsýnn. Við þurfum að sýna mikinn aga og ráðdeild í fjár- málum hins opinbera. Það mun reyna á þrek og þor og við þurfum að vera undir það búin. Þessi grein verður einnig birt á vef fjár- málaráðuneytisins og þar mun henni fylgja tafla með frekari upp- lýsingum, en jafnframt er bent á að nálgast má fjárlög íslenska ríkisins á vefnum, á slóðinni fjarlog.is. Hvet ég alla til að kynna sér það sem þar er að finna. Forgangsröðun í ríkisfjármálum Árni M. Mathiesen skrifar um fjármál hins opinbera » Þegar áætluð útgjöld hins opinbera árið 2009 og 2008 eru borin saman má sjá að heild- arútgjöld eru nánast óbreytt. Árni M. Mathiesen Höfundur er fjármálaráðherra. Sími 534 8300 • Kirkjustétt 4 • 113 Reykjavík • www.storborg.is • storgborg@storborg.is TJARNARGATA - MIÐBORGIN - TIL SÖLU Erum með í sölu þetta glæsilega og virðulega einbýlishús í hjarta borgarinnar. Húsið er u.þ.b. 340 fm á tveimur hæðum auk kjallara. Bílskúr fylgir. Góðar stofur með mikilli loft- hæð, garðskáli og rúmgóð svefnherbergi. Eignin hentar sérlega vel fyrir stór fjölskyldur. Íbúð í kjallara með sérinngangi. Húsið er laust nú þegar. Nánari upplýsingar í síma 845 3083. Eignaskipti möguleg. Kjörið tækifæri að festa sér þessa glæsilegu fasteign á grónum og rólegum stað í göngufæri frá tjörninni og miðborginni. Gott verð. Golfveisla Meira innifalið • Flug • Skattar • Gisting • Hálft fæði * • Ótakmarkað golf * • Golfkerrur • Ferðir (til og frá flugvelli) • Flutningur á golfsetti E N N E M M / S IA • N M 3 51 66 Mjög takmarkaður fjöldi sæta í boði - tryggðu þér sæti strax! GLÆSILEGAR GOLFFERIR! Heimsferðir bjóða glæsilegar golfferðir í vor til Costa Ballena, Novo Sancti Petri og Arcos Gardens á Spáni, eins og undanfarin ár. Í vor bjóðum við jafnframt upp á ferðir þar sem gist er í hinum skemmtilega bæ El Puerto de Santa Maria og spilað á mismunandi golfvöllum á svæðinu (*Ath. aðeins morgunverður innifalinn og ákveðinn fjöldi golfhringja eftir lengd ferðar). Einnig er í boði frábær þriggja nátta ferð (4 golfdagar – ótakmarkað golf) 23. apríl (yfir sumardaginn fyrsta). Frábær nýjung á hreint ótrúlegum kjörum. Frábært verð - Costa Ballena 7 nætur Frá kr. 159.900 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í 7 nætur, ferð 26. apríl. Innifalið: Flug, skattar, gisting á Hotel Barcelo Costa Ballena **** með hálfu fæði, ferðir til og frá flugvelli, ótakmarkað golf alla daga, golfkerrur, flutningur á golfsetti og fararstjórn. Þriggja nátta helgarferð 4 golfdagar (ótakmarkað golf) Frá kr. 109.900 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í 3 nætur, ferð 23. apríl. Innifalið: Flug, skattar, gisting á Hotel Monasterio San Miguel **** með morgunverði, ferðir til og frá flugvelli, ótakmarkað golf í 4 daga, golfkerrur, flutningur á golfsetti og fararstjórn. Kynntu þér ferðirnar, gististaðina, golfsvæðin og fleira nánar á www.heimsferdir.is/golfferdir 5. apríl. - 10 nætur (páskaferð) 15. apríl - 8 nætur 23. apríl - 3 nætur (4 golfdagar) 26. apríl - 7 nætur frá kr. 109.900 MasterCard Mundu ferðaávísunina! Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is Vinsælustu golfsvæðin! • Costa Ballena • Novo Sancti Petri • Sherry Golf Reykjavík Sími 588 9090 • Síðumúla 21 108 Reykjavík www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali Valhúsabraut - Glæsilegt hús Um er að ræða eitt af glæsilegri húsum á Seltjarnarnesinu. Húsið stendur ofarlega við Valhúsabrautina og er óbyggt svæði fyrir ofan húsið. Húsið er um 215 fm auk 41 fm bílskúrs. Húsið skiptist í for- stofu, hol, tvær stofur, fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi og bíl- skúr. Miklir og góðir sólpallar í kringum húsið. 4395
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.