Morgunblaðið - 18.01.2009, Side 39
Umræðan 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009
SAMKVÆMT áætl-
unum íslenskra og er-
lendra sérfræðinga má
búast við að árið 2009
verði hið erfiðasta í yf-
irstandandi efnahags-
þrengingum hér á
landi og sömu aðilar
gera ráð fyrir að strax
á næsta ári muni
ástandið verða okkur
bærilegra. Það mun vissulega ráð-
ast hvað gengur eftir í þeim efnum,
en hinsvegar verðum við öll að
vinna ötullega að því að svo megi
verða, mikið er í húfi að koma í veg
fyrir að kreppan dragist á langinn.
Í fjármálaráðuneytinu er unnið að
því að flýta viðsnúningnum og bæta
afkomu ríkissjóðs eins fljótt og auð-
ið er. Þær áætlanir sem gerðar hafa
verið benda til þess að strax árið
2012 náist jafnvægi í ríkisfjár-
málum og 2013 verði rekstur rík-
issjóðs aftur orðinn jákvæður. Í
framhaldinu megi hraða greiðslu
skulda.
Til grundvallar í þeirri vinnu er
ávallt það viðhorf að nýta fjármuni
sem best, koma í veg fyrir óþarfa
fjárútlát og umfram allt, vernda og
viðhalda íslensku velferðarkerfi.
Slíkt var viðmið ríkisstjórnarinnar
við gerð fjárlaga á síðustu mán-
uðum. Á meðan kerfið sjálft er
straumlínulagað, fjárfestingar end-
urskipulagðar og óþarfa fita skorin
af í rekstrinum, er aukin áhersla á
velferðarmál, menntamál og at-
vinnumál.
Þegar áætluð útgjöld hins op-
inbera árið 2009 og 2008 eru borin
saman má sjá að heildarútgjöld eru
nánast óbreytt. Ef vaxtagjöld rík-
issjóðs eru frátalin, kemur í ljós að
útgjöldin vaxa um tæpt 1 prósent á
milli ára, og eru þá notaðar sams-
konar verðlagsforsendur.
En hvað þá með allan nið-
urskurðinn í ráðuneytunum og í
framkvæmdum sem
boðaður hefur verið?
Því er til að svara að
samsetning útgjald-
anna á þessu ári er
önnur en áður hefur
verið og endurspeglar
viðbrögð stjórnvalda
við þeim aðstæðum
sem uppi eru. Vissu-
lega er víða skorið nið-
ur, víða sparað og hag-
rætt og tímasetningar
á framkvæmdum hins
opinbera endurmetnar.
En stjórnvöld hafa í þessari um-
ræðu áður bent á mikilvægi þess að
standa vörð um velferðarkerfið og
fjárlög ársins 2009 sýna glöggt
áherslur og forgangsröðun rík-
isstjórnarinnar í þeim efnum.
Tökum dæmi: Framlag til al-
mannatryggingakerfisins hækkar
um tæp ellefu prósent og er nú ríf-
lega 60 milljörðum króna varið til
þess málaflokks. Framlög til vinnu-
mála, þar sem stærstu liðir eru at-
vinnuleysisbætur, ábyrgðarsjóður
launa og fæðingarorlofssjóður, eru
tvöfölduð á milli ára og eru fram-
lögin á þessu ári rúmir 27 millj-
arðar króna.
Þá hækka framlög vegna barna-
og vaxtabóta um tæp 18 prósent,
lífeyrisgreiðslna og eftirlauna um
11 prósent og málefna fatlaðra um
4,5 prósent.
Þrátt fyrir að dregið sé úr heild-
arútgjöldum til menntamálaráðu-
neytisins eru ýmis framlög ríkisins
til grunnskólanna (sem eru í um-
sjón sveitarfélaga) í heild aukin um
14,4 prósent. Nær öll framlög til
háskóla og rannsókna haldast
óbreytt. Verulegur niðurskurður
verður á umfangi starfsemi utanrík-
isráðuneytisins og er sparnaðurinn
fyrst og fremst á vettvangi sendi-
ráða okkar í útlöndum.
Heildarframlög til heilbrigð-
isráðuneytisins aukast um ríflega
tíu milljarða króna á milli ára og
heildarútgjöld til ráðuneytisins
nema á þessu ári tæplega 116 millj-
örðum króna eða um fimmtungi
heildarútgjalda ríkisins. Mikið átak
er að ná fram hagræðingu á þeim
vettvangi en fullyrða má að þar
vinni fólk af fullum heilindum. Sá
sparnaður sem boðaður er í heil-
brigðismálum á þessu ári upp á 6,7
milljarða króna miðast við fjárlaga-
frumvarpið eins og það var lagt fyr-
ir 1. október sl. og kom aldrei til
framkvæmda. Veruleg aukning er á
framlögum til málefna sem lúta að
nýsköpun og tækniþróun í atvinnu-
rekstri og átak í þeim málaflokki
skilar okkur vonandi fjölda nýrra
atvinnutækifæra. Við höfum ekki
heldur gleymt landinu okkar og
djásnum þess. Þannig er t.d. veru-
leg uppbygging í tengslum við
Vatnajökulsþjóðgarð á þessu ári og
heildarframlög til umhverfisverndar
hækka um 5,4 prósent.
Þessi samanburður á útgjöldum á
milli ára er engan veginn tæmandi,
en gefur þó mynd af áherslum
stjórnvalda á erfiðum tímum. Ég vil
þó með engu móti vera að mála rós-
rauða mynd af ástandinu eða vera
óþarflega bjartsýnn. Við þurfum að
sýna mikinn aga og ráðdeild í fjár-
málum hins opinbera. Það mun
reyna á þrek og þor og við þurfum
að vera undir það búin. Þessi grein
verður einnig birt á vef fjár-
málaráðuneytisins og þar mun
henni fylgja tafla með frekari upp-
lýsingum, en jafnframt er bent á að
nálgast má fjárlög íslenska ríkisins
á vefnum, á slóðinni fjarlog.is. Hvet
ég alla til að kynna sér það sem þar
er að finna.
Forgangsröðun
í ríkisfjármálum
Árni M. Mathiesen
skrifar um fjármál
hins opinbera
» Þegar áætluð útgjöld
hins opinbera árið
2009 og 2008 eru borin
saman má sjá að heild-
arútgjöld eru nánast
óbreytt.
Árni M. Mathiesen
Höfundur er fjármálaráðherra.
Sími 534 8300 • Kirkjustétt 4 • 113 Reykjavík • www.storborg.is • storgborg@storborg.is
TJARNARGATA - MIÐBORGIN - TIL SÖLU
Erum með í sölu þetta glæsilega og virðulega einbýlishús í hjarta borgarinnar. Húsið er
u.þ.b. 340 fm á tveimur hæðum auk kjallara. Bílskúr fylgir. Góðar stofur með mikilli loft-
hæð, garðskáli og rúmgóð svefnherbergi. Eignin hentar sérlega vel fyrir stór fjölskyldur.
Íbúð í kjallara með sérinngangi. Húsið er laust nú þegar.
Nánari upplýsingar í síma 845 3083. Eignaskipti möguleg.
Kjörið tækifæri að festa sér þessa glæsilegu fasteign á grónum og rólegum stað í
göngufæri frá tjörninni og miðborginni. Gott verð.
Golfveisla
Meira innifalið
• Flug
• Skattar
• Gisting
• Hálft fæði *
• Ótakmarkað golf *
• Golfkerrur
• Ferðir (til og frá flugvelli)
• Flutningur á golfsetti
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
3
51
66
Mjög takmarkaður fjöldi sæta í boði
- tryggðu þér sæti strax!
GLÆSILEGAR GOLFFERIR!
Heimsferðir bjóða glæsilegar golfferðir í vor til Costa Ballena,
Novo Sancti Petri og Arcos Gardens á Spáni, eins og undanfarin
ár. Í vor bjóðum við jafnframt upp á ferðir þar sem gist er í hinum
skemmtilega bæ El Puerto de Santa Maria og spilað á mismunandi
golfvöllum á svæðinu (*Ath. aðeins morgunverður innifalinn og
ákveðinn fjöldi golfhringja eftir lengd ferðar).
Einnig er í boði frábær þriggja nátta ferð (4 golfdagar – ótakmarkað
golf) 23. apríl (yfir sumardaginn fyrsta).
Frábær nýjung á hreint ótrúlegum kjörum.
Frábært verð
- Costa Ballena 7 nætur
Frá kr. 159.900
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli
í 7 nætur, ferð 26. apríl.
Innifalið: Flug, skattar, gisting á Hotel
Barcelo Costa Ballena **** með
hálfu fæði, ferðir til og frá flugvelli,
ótakmarkað golf alla daga, golfkerrur,
flutningur á golfsetti og fararstjórn.
Þriggja nátta helgarferð
4 golfdagar
(ótakmarkað golf)
Frá kr. 109.900
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli
í 3 nætur, ferð 23. apríl.
Innifalið: Flug, skattar, gisting á Hotel
Monasterio San Miguel **** með
morgunverði, ferðir til og frá flugvelli,
ótakmarkað golf í 4 daga, golfkerrur,
flutningur á golfsetti og fararstjórn.
Kynntu þér ferðirnar, gististaðina,
golfsvæðin og fleira nánar á
www.heimsferdir.is/golfferdir
5. apríl. - 10 nætur (páskaferð)
15. apríl - 8 nætur
23. apríl - 3 nætur (4 golfdagar)
26. apríl - 7 nætur
frá kr.
109.900
MasterCard
Mundu
ferðaávísunina!
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001
Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is
Vinsælustu
golfsvæðin!
• Costa Ballena
• Novo Sancti Petri
• Sherry Golf
Reykjavík
Sími 588 9090 • Síðumúla 21
108 Reykjavík
www.eignamidlun.is
Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali
Valhúsabraut - Glæsilegt hús
Um er að ræða eitt af glæsilegri húsum á Seltjarnarnesinu. Húsið
stendur ofarlega við Valhúsabrautina og er óbyggt svæði fyrir ofan
húsið. Húsið er um 215 fm auk 41 fm bílskúrs. Húsið skiptist í for-
stofu, hol, tvær stofur, fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi og bíl-
skúr. Miklir og góðir sólpallar í kringum húsið. 4395