Morgunblaðið - 18.01.2009, Blaðsíða 34
Innfæddir hafa átt undir högg að sækja í ensku úrvalsdeildinni undanfarinmisseri og á síðasta ári staðfestu kannanir að einungis 35% allra spark-
enda í deildinni voru gjaldgengir í enska landsliðið.
Ekkert lið hefur unnið af jafnmiklum þrótti gegn þessari þróun og Aston
Villa og sé aðalliðshópur félagsins á þessum vetri skoðaður kemur í ljós að
62,5% leikmanna eru ensk, fimmtán af 24.
Það sem meira er þessir menn skila sér í ríkum mæli inn í byrjunarliðið. Í
sigrinum á WBA um síðustu helgi byrj-
uðu hvorki fleiri né færri en átta Eng-
lendingar inná. Aðeins Daninn Martin
Laursen, Bandaríkjamaðurinn Brad Frie-
del og Búlgarinn Stiliyan Petrov stungu
í stúf. Þess má þó geta að Norðmað-
urinn John Carew og Hollending-
urinn Wilfred Bouma voru fjarri
góðu gamni vegna meiðsla.
Raunar er merkilegt uppgjör
í aðsigi en flest bendir til
þess að baráttan um fjórða
og síðasta lausa sætið í
Meistaradeild Evrópu á
næstu sparktíð muni standa
á milli Aston Villa og Arsenal
sem hefur um árabil verið á
hinum enda mælikvarðans.
Þar er Theo Walcott eini
Englendingurinn sem
leikur að staðaldri.
34 Knattspyrna
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
É
g ætla að verða knatt-
spyrnumaður.“
„En ef það gengur
ekki?“
„Það mun ganga. Mig
langar ekki að gera neitt annað.“
„En þú verður að vera raunsær,
Ashley. Það hlýtur eitthvað fleira að
höfða til þín?“
„Nei, ekkert. Ég ætla að verða
knattspyrnumaður.“
Þannig svaraði Ashley Young ráð-
gjafa nokkrum sem skólayfirvöld í
bænum Stevenage í Hertfordskíri
höfðu skikkað hann til að hitta þegar
hann var sextán ára. Líkast til hafa
þau óttast að ungi maðurinn væri bú-
inn að týna sér í draumnum, ekki síst
í ljósi þess að ungmennaakademían
hjá Watford, þar sem hann hafði æft,
var rétt búin að vísa honum frá.
En Young var viss í sinni sök.
Hann spýtti bara í lófana og linnti
ekki látum fyrr en Watford tók við
honum á nýjan leik, tæpu ári síðar.
Og nú var ekki um ungliðasamning að
ræða heldur fullgildan atvinnusamn-
ing. Slíkar höfðu framfarirnar orðið.
Seldur fyrir metfé
Þar á bæ áttu menn ekki eftir að
iðrast þeirrar ákvörðunar því tæpum
fimm árum síðar – í janúar 2007 –
varð Young dýrasti leikmaðurinn
sem seldur hefur verið frá Watford
þegar Aston Villa borgaði 9,6 millj-
ónir sterlingspunda fyrir þjónustu
hans. Dýrasti leikmaðurinn til að yf-
irgefa Watford fram að því var Paul
Furlong sem Chelsea keypti á 2,3
m.p. vorið 1994. Young er jafnframt
dýrasti maðurinn sem Villa hefur
nokkurn tíma fest kaup á.
Þetta hefur verið einbeittur ár-
gangur í barnaskólanum í Stevenage
því á næsta borði við Young sat eng-
inn annar en ríkjandi heimsmeistari í
kappakstri, Lewis Hamilton. Léku
þeir saman knattspyrnu með skóla-
liðinu. „Hann var þokkalegur leik-
maður,“ rifjaði Young upp í samtali
við breska dagblaðið The Independ-
ent nýverið. En þegar gengið var á
hann eyddi Young umræðunni. „Ég
nenni ekki að tala um þetta. Hann
gerir sitt og ég geri mitt.“
Svo mörg voru þau orð. Þau geta
verið stór, íþróttaegóin.
Young ræðir fjálglega um ástríðu
sína í viðtalinu. „Frá því ég gekk til
liðs við Stevenage Colts, fimm ára
gamall, langaði mig ekki að gera neitt
annað en spila fótbolta. Ég sparkaði í
allt sem á vegi mínum varð, steina,
dósir, bræður mína,“ rifjar hann upp
skríkjandi.
Ian Wright var fyrirmyndin
Young fæddist 9. júlí 1985. Móðir
hans er ensk en faðirinn frá Jamaíka.
Hann er næstelstur fjögurra bræðra
og tveir þeir yngri freista þess nú að
feta í fótspor hans, Lewis, sem þegar
er kominn í aðalliðshóp Watford, og
Kyle sem einnig er á mála hjá liðinu
hans Eltons Johns.
En það var samt annað og stærra
Lundúnafélag sem heillaði þá bræður
alla í upphafi – Arsenal. „Pabbi er
Tottenham-aðdáandi en við bræð-
urnir fylgdum allir Arsenal að mál-
um. Hetjan mín og fyrirmynd utan
vallar sem innan var Ian Wright enda
lék ég sem framherji upp alla yngri
flokkana.“
Spurður hvort hann hafi ennþá
taugar til Arsenal svarar Young neit-
andi. „Maður víkur slíkum tilfinn-
ingum til hliðar þegar maður skrifar
undir sinn fyrsta atvinnusamning.
Arsenal er eins og hvert annað lið. Ég
viðurkenni þó að mér þykir skemmti-
legast að spila á Emirates-leikvang-
inum og Old Trafford.“
Það er einmitt á síðarnefnda vell-
inum sem Young glímir við sinn erf-
iðasta andstæðing til þessa, Wes
Brown. „Ég spilaði þrisvar á móti
honum í fyrra og komst ekkert áleið-
is. Hann les leikinn vel.“
Skoraði í sínum fyrsta leik
Young lék sinn fyrsta leik fyrir
Watford átján ára – og skoraði. Það
var þó ekki fyrr en veturinn 2005-06
að hann lét til sín taka fyrir alvöru,
þegar félagið vann sér sæti í úrvals-
deildinni undir stjórn Aidys Boothro-
yds. „Hann gaf mér leyfi til að fara út
á völl og njóta mín. Aidy hefur sömu
maður-á-mann-hæfileikana og Mart-
in O’Neill. Þeir kunna báðir á leik-
menn sína og fylla þá sjálfstrausti.“
Watford-liðið virkaði ekki í efstu
deild en það breytti ekki því að í jan-
úarglugganum fyrir tveimur árum
biðu félög í röðum eftir því að kaupa
Young. West Ham bauð vel og Wat-
ford samþykkti fyrir sitt leyti. En Yo-
ung var ekki spenntur fyrir þeim
skiptum enda Íslendingaliðið í afleitri
stöðu í deildinni um þær mundir. Þá
kom Villa inn í myndina.
Young byrjaði rólega í miðlönd-
unum enda þótt hann skoraði strax í
sínum fyrsta leik. Það var ekki fyrr
en Martin O’Neill færði hann út á
vinstri vænginn að hann fór á flug.
Hraði hans, tækni og sendingahæfni
njóta sín til fulls þar og það er engin
tilviljun að Young lagði upp næstflest
mörk allra leikmanna í úrvalsdeild-
inni á liðinni leiktíð, sautján að tölu.
Aðeins Cesc Fàbregas hjá Arsenal
var honum fremri.
Young er líka að færa sig upp á
skaftið í markaskorun. Í fyrra skor-
aði hann átta mörk en hefur þegar
gert sjö á yfirstandandi sparktíð.
Myndi stökkva á fjórða sætið
Síðastliðið vor var kappinn valinn í
úrvalslið vetrarins, annar tveggja
leikmanna sem ekki komu frá topp-
liðunum fjórum. Hinn var David
James, markvörður Portsmouth. Yo-
ung hefur í þrígang verið valinn leik-
maður mánaðarins í úrvalsdeildinni.
Síðast nú í desember, svo sem gert
var heyrinkunnugt á föstudag.
Framganga hans hefur ekki farið
framhjá stórveldunum í spark-
heimum og Real Madrid sýndi kapp-
anum áhuga fyrir skemmstu. Þess
má þó geta að Young skrifaði í nóv-
ember undir nýjan fjögurra ára
samning við Villa og sýnir ekki á sér
neitt fararsnið.
Aston Villa hefur eflst verulega
undir stjórn O’Neills. Liðið hafnaði í
sjötta sæti í fyrra og nú er ljóst að
það ætlar sér að berjast um fjórða
sætið sem gefur þátttökurétt í sjálfri
Meistaradeild Evrópu næsta vetur.
„Markmiðið er að gera betur en í
fyrra og ef þú byðir mér fjórða sætið
núna myndi ég líklega bíta af þér
höndina,“ sagði Young galvaskur við
The Independent.
Gengi liðsins veltur ekki síst á
frammistöðu hans sjálfs og miðherj-
ans Gabriels Agbonlahors, sem eru
óðum að hasla sér völl sem eitt æð-
islegasta tvíeykið í ensku knattspyrn-
unni. Paul Merson, fyrrverandi leik-
maður Villa og Arsenal, segir þá
félaga hafa gert liðið ákaflega
skemmtilegt á að horfa. Þeir trylli
lýðinn. „Það er unun að horfa á
Gabby og Ashley. Mér er ljóst að
knattspyrna er hópíþrótt en þeir eiga
stóran þátt í því að liðið er í Meist-
aradeildarsæti,“ sagði hann á dög-
unum við vef félagsins.
„Þeir hafa verið algjörlega frábær-
ir. Þeir búa yfir svo miklum æsku-
móði og hraða. Í mínum huga koma
þeir báðir til álita sem leikmaður árs-
ins í úrvalsdeildinni ef fram heldur
sem horfir.“
Betri en Theo Walcott?
Merson bætir því við að Young sé í
sérflokki og að sínu áliti sé hann betri
en Theo Walcott. „Ég skil ekki hvers
vegna hann er ekki í enska landslið-
inu.“
Fabio Capello landsliðseinvaldur
hefur farið fögrum orðum um Young
en virðist ekki treysta honum ennþá í
slaginn. Það gerði hins vegar forveri
hans, Steve McClaren, en frægt var
þegar hann hringdi í Young haustið
2007 til að tilkynna honum að hann
væri kominn í landsliðshópinn.
Halló.
Halló, er þetta Ashley?
Jamm.
Ashley, þetta er Steve McClaren.
Ertu viss?
Já, já, þetta er ég.
Young roðnar enn þegar
þetta símtal er rifjað upp.
Ertu viss!!!? Alls hefur
hann leikið fjóra leiki fyr-
ir hönd þjóðar sinnar.
Young kveðst hafa orð-
ið fyrir vonbrigðum þegar
hann var ekki valinn í hópinn fyrir
leikina í undankeppni HM í haust
en lætur það ekki slá sig út af lag-
inu. „Ég hef engar áhyggjur af
þessu. Leiki ég vel fyrir Aston Villa
munu menn veita mér athygli.“
Reuters
Sprækur Ashley Young hefur farið á kostum í liði Aston Villa.
Hin tápmikla æska
Ashley Young, hinn
fjörlegi útherji Aston
Villa, var fyrir helgi út-
nefndur leikmaður
mánaðarins í ensku úr-
valsdeildinni í desem-
ber en enginn hefur í
annan tíma hlotið þann
heiður í þrígang
á sama almanaksárinu.
Skjól innfæddra
Enskir Steve
Sidwell og
Gabriel Agbon-
lahor, leikmenn
Aston Villa.