Morgunblaðið - 18.01.2009, Blaðsíða 36
36 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009
www.solskinsdrengurinn.is Verkefnið er styrkt af
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
Í þessari stórkostlegu mynd
sjáum við hvernig þrautseigja,
þolinmæði og móðurást lyfta
huliðshjálminum og opna dyr á vegg
þar sem engar dyr virtust vera. Það er
óhætt að hvetja alla til að gera sér
ferð í kvikmyndahús til fundar við
Sólskinsdrenginn. Það svíkur engan.
– Eiður Guðnason sendiherra
Hittir beint í hjartastað.
– Dóri DNA, DV
6.
V
ið lútum valdi, sem er algert, það getur
enginn efað. Valdi, sem ræður alfarið,
skilmálalaust.
Við gætum steytt hnefana á móti nótt-
inni, þegar hún nálgast, og heimtað að hún
biði eða sneri aftur.
Við gætum öskrað mótmælum upp á morgunbirt-
una, ef við vildum hafa náttmyrkrið áfram.
Í hvorugu tilviki værum við annað en viðundur í
heimsku.
Við mætum og þreifum á hljóðu en algeru valdi á
hverju andartaki. Hvorki vit né vilji manns á neitt at-
kvæði um hegðun þess og ráðstafanir. Og fær aldrei,
gildir einu hversu langt og hátt maðurinn nær í vís-
indum og tækni.
Hvers eðlis er það hinsta vald, sem allt lýtur?
Er það blint eða sjáandi, lifandi hugsun eða tiltekjur
dauðra afla?
Gæti verið hjartsláttur á bak við taktsláttinn, sem
alheimsbáknið dansar eftir?
Eða er þar ekki annað en tröllslega voldug véla-
brögð líflausrar, ægilegrar tölvuskessu, sem hefur
hannað sig sjálf og spýtir út úr sér með allslausum,
dauðum svip þessari þrautskipulögðu milljarðamergð
af hnöttum í geimnum?
Og ekki síður þrautskipulagðri milljarðamergð af
frumum í líkama okkar hvers og eins?
Þær furðuverur, frumurnar, hafa það framyfir sól-
ina og öll stjörnudjásnin, að þær eru lifandi.
Og lífið í einni örveru er meira undur en heill hnött-
ur, jafnvel sólkerfi eða vetrarbraut án lífs.
Menn hafa verið að spyrja og vilja rannsaka, hvort
einhver merki um líf séu finnanleg á Mars. Ef þar
fyndist ein lifandi örvera þætti hún meira undur en all-
ur dauðinn í og á þeim hnetti.
Og frumurnar allar í líkama okkar – þær skipta tug-
um milljarða í hverju okkar, segja vísindin (ég hef
enga þeirra séð, þú víst ekki heldur!) – þær þreyta sinn
dans við hljóðan taktslátt einhvers sprota.
Hjartaslögin bergmála þann taktslátt.
Frumurnar okkar lúta hver um sig og hver með ann-
arri því valdboði að láta okkur lifa.
Það er þeirra önn og iðja frá getnaðarstund til and-
látsstundar.
Vald líka þar, áþreifanlega nákomið og nærgöngult
þér sem mér.
Vald, sem lífið lýtur. Og dauðinn.
Eða er það kannski sjálft ekki annað en dauðinn í
blindum, náköldum leik við sjálfan sig?
Morgunsólin milda og bjarta, Jesús Kristur, á og er
svarið við því.
Leit og svör
Pistlar sr. Sigurbjörns
Einarssonar, sem Morgun-
blaðið birti á sunnudögum
á síðasta ári, vöktu mikla
ánægju meðal lesenda. Um
það samdist, milli sr. Sigur-
björns og Morgunblaðsins,
að hann héldi áfram þess-
um skrifum og hafði hann
gengið frá nýjum skammti
áður en hann lést.
Sigurbjörn
Einarsson
» Við gætum steytt hnefana ámóti nóttinni, þegar hún nálg-
ast, og heimtað að hún biði eða sneri
aftur.
Við gætum öskrað mótmælum upp á
morgunbirtuna, ef við vildum hafa
náttmyrkrið áfram.
Í hvorugu tilviki værum við annað
en viðundur í heimsku.
Fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar
fyrir árið 2009 var sam-
þykkt í borgarstjórn í
byrjun janúar. Áætl-
unin var unnin á
grundvelli aðgerða-
áætlunar vegna efna-
hagsástandsins, sem
borgarfulltrúar allra
flokka sameinuðust um í byrjun
október. Í aðgerðaáætluninni er
áhersla lögð á að standa vörð um
grunnþjónustu borgarinnar, störf og
verðskrár. Þær áherslur end-
urspeglast í fjárhagsáætluninni sem
hefur það að meginmarkmiði að
tryggja umrædda þætti með ábyrgri
fjármálastjórn, stöðugleika í rekstri
og raunsæi í áætlanagerð.
Reykjavíkurborg fer ekki, fremur
en önnur sveitarfélög, varhluta af
erfiðum efnahagsaðstæðum. Til
marks um alvarleika stöðunnar má
nefna að áætlað er að skatttekjur
lækki um tæpan fimmtung að raun-
virði milli áranna 2008 og 2009. Á
sama tíma minnka tekjur borg-
arinnar vegna sölu byggingarréttar
og lóða, auk þess sem útgjöld vegna
velferðarmála aukast verulega. Úr
þessari stöðu er unnið með aðhaldi,
sparnaði og hagræðingu í þágu al-
mannahagsmuna. Fjárhagsáætlunin
er lögð fram án halla og án skatta-
hækkana. Þetta er mikilvægt og í
samræmi við fyrirheit um að leita
allra leiða til að fjármagna rekstur
grunnþjónustunnar án þess að
leggja frekari álögur á borgarbúa.
Hallarekstur myndi einnig með óvið-
unandi hætti rýra lausafjárstöðuna
og skerða þannig lánstraust borg-
arinnar og fyrirtækja hennar.
Með þessum áherslum og sam-
stilltu átaki stjórnenda, starfsmanna
og borgarfulltrúa verður staðinn
vörður um grunnþjónustuna með því
að hagræða verulega í stjórnsýsl-
unni og alls staðar þar sem því verð-
ur við komið. Þetta verður meðal
annars gert með því að endurskoða
öll rekstrarútgjöld, stórfelldu að-
haldi í innkaupum, endurskoðun
samninga og með því að draga úr
styrkveitingum. Laun borgarfull-
trúa og æðstu stjórnenda verða
lækkuð og kostnaður vegna yf-
irvinnu verður endurskoðaður sam-
hliða því sem dregið verður úr ný-
ráðningum. Þá stefnir
Reykjavíkurborg að lántöku til að
fjármagna mannaflsfrekar fram-
kvæmdir og axla þannig ábyrgð til
að viðhalda atvinnustigi en slík lán-
taka er auðvitað háð því að ásætt-
anleg lánakjör fáist.
Í stuttu máli sýnir fjárhagsáætlun
fyrir árið 2009 fram á ábyrgð, árang-
ur og framsýni í rekstri Reykjavík-
urborgar. Sá árangur er ekki síst því
að þakka hversu farsællega var stað-
ið að undirbúningi áætlunarinnar.
Öll borgarstjórn Reykjavíkur hefur
verið samstiga í að standa við þessar
aðstæður vörð um grunnþjónustuna
og það sem mestu skiptir fyrir íbúa.
Sú áhersla hefur krafist þátttöku
allra borgarfulltrúa þar sem meiri-
hluti og minnihluti hafa lagt til hliðar
hefðbundinn ágreining og sameinað
krafta sína í þágu borgarbúa.
Við erum mjög stolt af þessum
vinnubrögðum, teljum þau hafa skil-
að miklum árangri og vonum að þau
séu komin til að vera á vettvangi
borgarstjórnar. Með sameinuðu
átaki munum við tryggja að Reykja-
vík verði áfram borg tækifæra, vel-
ferðar og lífsgæða.
Forgangsraðað í þágu þess
sem mestu skiptir
Hanna Birna Krist-
jánsdóttir og Óskar
Bergsson skrifa um
fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar
» Öll borgarstjórn
Reykjavíkur hefur
verið samstiga í að
standa við þessar að-
stæður vörð um grunn-
þjónustuna og það sem
mestu skiptir fyrir íbúa.
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
Höfundar eru borgarstjóri og
formaður borgarráðs.
Óskar
Bergsson
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn