Morgunblaðið - 18.01.2009, Side 52

Morgunblaðið - 18.01.2009, Side 52
52 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009 • Vitum af fjölda fyrirtækja í öllum atvinnugreinum sem vilja skoða sameiningar með hagræðingu í huga. • Traust jarðvinnufyrirtæki á Austurlandi. Góð verkefni framundan. • Framkvæmdastjóri-meðeigandi óskast að sérverslun með vinsælar tæknivörur. Ársvelta 200 mkr. Viðkomandi þyrfti að leggja fram 15 mkr. • Rótgróið vinnuvélafyrirtæki með langtímasamning um föst þjónustu- verkefni. Mjög góður hagnaður. Skuldlaust fyrirtæki. • Heildverslunin Tinna óskar eftir meðeiganda-samstarfsmanni. Tinna selur prjónagarn og skyldar vörur í yfir 50 verslanir um land allt. Mjög góður rekstur í miklum vexti. Skuldlaust fyrirtæki. • Rótgróið innflutnings- og þjónustufyrirtæki með vörur fyrir sjávarútveg. Ársvelta 320 mkr. EBITDA 48 mkr. • Stórt iðnfyrirtæki. Ársvelta 600 mkr. • Eitt vinsælasta vínveitingahús landsins. Ársvelta 250 mkr. EBITDA 90 mkr. Engar skuldir. Mjög hagstætt dæmi fyrir fjárfesta. • Rótgróin umboðs- og heildverslun á Austurlandi. Ársvelta 100 mkr. Góður hagnaður. Auðveld kaup fyrir duglegt fólk. Suðurlandsbraut 4, 7. hæð • Sími 414 1200 Netfang: kontakt@kontakt.is • www.kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Höskuldur Frímannsson rekstrarhagfræðingur, hoskuldur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hdl. sigurdur@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson, lögg. fasteignasali, tas@kontakt.is stærðfræði - íslenska - danska - enska - náttúrufræði - Íslenskar rannskóknir sýna að nemendur sem eru fyrir neðan 6 á samræmdu prófunum eiga í erfiðleikum með framhaldsnámið. - Það er ennþá tækifæri til að styrkja stöðu sína fyrir vorið. - Hjá okkur starfa kennarar sem náð hafa mjög góðum árangri með nemendur á samræmdum prófum. Einnig námsaðstoð við nemendur framhalds- og háskóla Innritun í síma 557 9233 frá kl.17-19 virka daga og á vef okkar www.namsadstod.is Nemendaþjónustan sf. Álfabakka 12, Mjódd. NÁMSAÐSTOÐ fyrir samræmdu prófin í 10.bekk Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is H ljómsveitin Jack Lond- on lagði land undir fót fyrir ári og hélt til Chi- cago þar sem hún bjó í kristilegri kommúnu á meðan hún hljóðritaði fyrstu breið- skífu sína sem kemur út um þessar mundir. Unnar Gísli Sigurmundsson, gít- arleikari og söngvari sveitarinnar, segir að þeir félagar hafi komist í kynni við Glenn Kaiser í einni af heimsóknum hans hingað til lands, en þá var Jack London fengin til að hita upp fyrir hann. „Í framhaldi af því varð okkur vel til vina og því fannst okkur spennandi að fara til Chicago að taka upp. Það var líka ódýrt að vera þar þó ævintýraþráin hafi kannski haft mest að segja,“ segir Unnar Gísli. Búið í kommúnu Þeir félagar fóru út um miðjan jan- úar fyrir ári og dvöldu á vegum sam- taka sem kallast Jesus People USA, en Glenn Kaiser er einmitt meðal meðlima í þeim. Þau samtök reka heimili fyrir heimilislausa sem Unnar Gísli lýsir sem einskonar kommúnu, enda eiga allir allt saman og deila öllu, en alls búa um 800 manns í hús- næði á vegum samtakanna. Unnar Gísli segir að það hafi verið mjög merkilegt að koma þarna út, enda er aðsetur samtakanna í útjaðri borgarinnar, í Uptown-hverfinu þar sem félagsleg bágindi hafa verið mikil og þörfin fyrir aðstoð því rík. „Það fyrsta sem við fundum fyrir var hvað það er rosalega kalt í Chicago, miklu kaldara en okkur grunaði. Í hverfinu var líka svo lítið af hvítu fólki, maður sá ekki nema blökkumenn og fólk frá Suður-Ameríku og Suðaustur-Asíu.“ Hlýja og kurteisi Kjör margra eru aum á þessum slóðum í Chicago en líka talsvert um glæpi. „Maður lærði það fljótt að horfast ekki í augu við neinn og ganga hratt framhjá ákveðnum hús- um þar sem gengi héldu til,“ segir Unnar Gísli og bætir við að menn hefðu líka þurft að hafa varann á sér ef þeir hittu unga blökkumenn í skjannahvítum peysum og hvítum skóm því þeir voru alla jafna félagar í glæpagengjum. Að því sögðu þá seg- ir hann að þeir félagar hafi ekki mætt öðru en hlýju og það hafi komið sér mjög á óvart hve margir af því útigangs- og drykkjufólki sem þeir hittu voru kurteisir og vinsamlegir. „Það voru auðvitað uppákomur og eitt sinn kom til dæmis maður inn í húsið þar sem við bjuggum og var að leita að konunni sinni. Hann fann hana ekki og ætlaði því að drepa alla í húsinu, en róaðist svo niður.“ Jesus People USA eru kristileg samtök og þeir félagar í Jack London tóku þátt í samkomum og léku meira að segja í einni slíkri. Unnar Gísli segir að það hafi verið merkilegt að sjá hve trúin var hversdagsleg fyrir öllum, menn voru ekki að klæða sig upp á til að fara í messu; menn mættu bara á bolnum og inniskónum ef því var að skipta. Þótt mannlífið hafi verið fjölskrúð- ugt þarna úti og skemmtilegt að skoða það segir Unnar Gísli að þeir hafi verið úti til að taka upp plötu og það hafi líka verið unnið við hana af krafti þann mánuð sem þeir dvöldust þarna úti. Upptökurnar gengu líka mjög vel að hans sögn, en fólk úr kommúnunni kemur líka við sögu, lagði til bakraddir og auka hljóðfæra- leik. Mikil músík „Það er mikil músík í kommún- unni, ég held að það séu að minnsta kosti tíu hljómsveitir þar og mjög ólíkar. Þannig var ein hljómsveit rosalega hippaleg, önnur lék bara blóðugt pönk og allt þar á milli.“ Kommúnan sem þeir félagar dvöldust í byggist upp á samhjálp og Unnar Gísli segir að þeir hafi farið út með það fyrir augum að taka þátt í starfinu, en ekki varð eins mikið úr því og til stóð. „Við vorum tólf tíma á dag í stúdíóinu þannig að það var ekki mikil orka eftir. Okkur stendur þó til boða að fara út og prófa að vera í kommúnunni í mánuð til reynslu. Ég veit þó ekki hvernig maður myndi meika það að vera þarna úti. Þá daga sem maður er extra umburðarlyndur er þetta örugglega ekkert mál en aðra daga er það kannski óhugsandi. Þetta er þó rosalega gott fyrir þá sem eru að reyna að brjótast út úr rugl- inu, að fá fótfestu í lífinu, enda eru þeir settir í að hjálpa öllum allan dag- inn, að létta öðrum lífið, og ná þá jafnvægi sjálfir.“ Kommúnan Aðsetur samtakanna Jesus People USA er í útjarði borg- arinnar, þar eru félagsleg bágindi mikil og þörf fyrir aðstoð rík. Hljómsveitin Meðlimir Jack London sendu nýverið frá sér sína fyrstu breiðskífu, White Suit Getting Brown. Í vinnunni Unnið var að krafti við upptökur á meðan dvalið var í Chicago. Jack London rokkar  Bjuggu í kristilegri kommúnu í Chicago á vegum Jesus People USA  Fyrsta plata sveitarinnar er nýkomin út

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.