Morgunblaðið - 18.01.2009, Side 50

Morgunblaðið - 18.01.2009, Side 50
Tækið sem sló í gegn vestan hafs á síðasta ára slær í gegn hér á þessu: vasavídeóvél. Víst eru allir með farsíma með myndavél og ótalmargir með stafrænar myndavélar líka í vasanum, en vasavíedóvél er annað og meira; miklu meiri gæði og einfaldari í notkun – svippa upp vélinni, smella fingri á einn takka og síðan er stungið í samband til að senda myndskeiðið á YouTube, í tölvupósti eða hvaðeina. Leggið Flip, Vado og Zx1 á minnið. Svo er um að gera að fara að taka góðærisgræj- urnar, sem þú varðst að kaupa eins og hinir, upp úr kössunum og komast að því hvernig þær virka. Dósaopnara og saumavél væri líka skynsamlegt að eiga. 50 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009 Arnar Tómasson, hárgreiðslumaður hjá Salon Reykjavík; Nína Björk Gunnarsdóttir, ljósmyndari og stílisti; Nadia Banine úr Innlit/útlit og Árni Matthíasson blaðamaður. Álitsgjafar Hvað verður í tísku 2009? Hvert ár á sína tískustrauma og verður 2009 engin undantekning á því. Ingveldur Geirsdóttir spáði og spekúleraði í því sem straumarnir munu færa okkur á nýhöfnu ári með hjálp valinkunnra karla og kvenna. „Sítt hár,“ segir einn, „stutt hár mun ryðja sér til rúms í æ ríkara mæli,“ segir annar, „hártískan er fjöl- breytt,“ segir sá þriðji og hefur lík- lega réttast fyrir sér. Hársérfræðingar segja Londontískuna vera með skarpar útlínur á meðan Parísartískan sé með mýkri og léttari klippingar, en það sem er þeim sameiginlegt er að toppar eru ráðandi í klippingum, sama hvort þær eru síðar eða stuttar. Sem hárfyrirmyndir eru fyrirsætan Agyness Deyn og leikkonan Katie Holmes nefndar á nafn. Mikil fylling má sjást í síðu hári, líka krullur og liðir í anda sjötta áratugarins. Vinsælustu hárlitirnir heita eftir kaffidrykkjum, kökukremum og málmtegundum. Mikilvægast er samt að vera með glansandi og heilbrigt hár með miklum gljáa, það spilar líka stóra rullu að nota hárvörur rétt til að ná fram réttu útliti. Andlitsfarðinn á að vera mjúkur og enn eitt árið eiga konur að vera þann- ig málaðar að þær líti ekki út fyrir að vera það … bömmer. Hár og förðun Ekki þarf að skipta út fataskápnum þetta árið því tískan er fjöl- breytt sem fyrr þótt ákveðnar línur verði meira áberandi en aðrar. Andi sjötta áratugarins svífur nú yfir vötnum sem þýðir að konur eiga að vera kvenlegar og töfrandi. Aðsniðin pils, kvenlegar blússur, hnepptar peysur, klæðskerasniðnir jakkar, víðar buxur og buxur niðurmjóar að ökkla sáust mikið á tískupöllunum fyrir fyrrihluta ársins. Með sumrinu léttast línurnar, efnin verða léttari; fljótandi og gegnsæ. Háglansefni eru móðins og málmlitir auk þess sem perlusaumur og slaufur hafa sést sem skraut á fatnaði. Í fylgihlutunum eru skartgripir risastórir, æði sem byrjaði á seinasta ári en verður tekið enn lengra núna. Töskur halda líka áfram að vera stórar og glannalegri skór en fyrr tröllríða öllu, 20 cm hælar þykja víst lítið mál. Flottir hattar mega líka fara að sjást meira. Annars verður hver og einn að muna að klassísk föt sem fara þeim sem klæðist þeim vel eru alltaf í tísku. Föt og fylgihlutir Í mat eru litlir snobbskammtar með framandi hráefni dottnir úr tísku. Í stað- inn er það gamli góði heimilismaturinn sem nær aftur fyrri vinsældum. Huggulegir veitingastaðir sem bera fram slíkan mat í góðum skömmtum á viðráðanlegu verði verða þeir heitustu í ár. Slow Food-æði mun líka renna á landann enda allir orðnir at- vinnulausir og hafa tíma til að vera meðvitaðir neytendur, rækta sitt eigið hráefni, dunda sér við að elda góðan mat og borða í rólegheitum við eldhúsborðið. Í kjölfarið verður skyndibiti og allt sem kallast super eða extra úti í kuldanum. Sushi heldur líka fyrri vinsældum sínum og slátur kemur enn sterkara inn en á seinasta ári auk ýsunnar sem klikkar ekki með kartöflum. Matur Ferðalög Enginn verður maður með mönnum nema hann verði með sitt nærumhverfi á hreinu. Það er ekkert töff að geta talið upp sýslurnar í Bandaríkjunum ef þú veist ekkert um sýslurnar í eigin landi. Ferðalög innanlands eru því málið. Sumarfríið á að fara í að njóta náttúr- unnar, velta sér nakinn upp úr dögginni, sofa undir stjörnuhimni, borða heima- smurt nesti og fræðast um Ísland. Lág- stemmd rómantík í tjaldi er eitthvað sem ætti að fá hvern sem er til að end- urnýja orkuna í fríinu. Biðjum bara um gott sumar þó að rigning og rok geti líka verið ansi kósí ef tjaldið helst þurrt. Ódýrar sólalandaferðir munu líka rokka; Mallorca og Benidorm, Sex on the Beach og sólarvörn. Sparsemi og nægjusemi verða viðhorf ársins auk reiði. Það er líka bannað að hafa ekki skoðun eða standa á sama. Það á að meta það sem maður á og gera það besta úr því. Ekki gleyma svo ástinni. Sparsemi mun líka einkenna lífsstílinn, bílar verða eldri, konur yngri … djók … bílatískan breytist, eldri árgerðir sjást á götunum og það er harðbannað að láta sjá sig á flottræfilslegum jeppa. Það verður í lagi að klæðast sömu flíkinni oftar en tvisvar og notuð föt halda velli þó að þær búðir sem selja þau mættu alveg lækka verðið. Plastpokum í matvörubúðum verður rutt úr vegi því landinn fer að ganga með taupoka á sér ólíkt fyrri tímum. Hús- gögn og annað innbú á helst að fá ókeypis frá foreldrum eða frænd- fólki, gefa gömlum hlutum nýtt líf, eða þá að kaupa það á lágu verði í Góða hirðinum eða Ikea. Minna verður drukkið af áfengi, fólk fer að kunna sér hóf og reykingafólki fækkar enn frekar. Brugg verður þó stærsta áhugamál ársins og fólk fer að skiptast á upp- skriftum til að ná sem mestu prómilli af alkóhóli út úr lítranum. Viðhorf og lífsstíll Tæki og tól Það verður jákvæða fólkið og ráðagóða sem sogar að sér aðdáendur í hópum. Þeir sem halda partí eins og það sé góðæri en á kreppukjörum njóta líka vinsælda. Peningar skapa samt engum vini, það þarf orðið meira til. Nýjar stjörnur munu fæðast á landinu og Séð og heyrt fyllast af áður óþekktum andlitum enda peningadrengirnir sem prýddu það áður allir fallnir eða farnir úr landi. Erlendis verða upprisnar stjörnur mest áberandi, stúlkur eins og Amy Winehouse og Britney Spe- ars fylla áfram hvern slúð- urdálkinn á fæt- ur öðrum en nú fyrir afrek sín en ekki erfitt einka- líf. Fólk Að herma eftir Ólafi Ragnari í Nætur- og Dag- vaktinni er alveg þreytt. „Já sæll“ og „guggur“ er bara einfaldlega hallærislegt. Kreppufrasar fljúga í staðinn manna á milli. Frasar eins og „gott í kreppunni“ og „þetta er nú meira svona 2007“ (vísað í góðærið) munu heyrast á hverju horni. „Helvítis fokking fokk“ kom sterkt inn í lok sein- asta árs og verður líklega vinsælt fram á árið, a.m.k. á meðan ástandið er hel- vítis fokking fokk. Frasar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.