Morgunblaðið - 18.01.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.01.2009, Blaðsíða 16
16 Samfélagsmál MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009 Kvikmyndin Sólskinsdrengurinn, sem segir frá hinum níu ára Kela og leit móður hans að svörum um einhverfuna sem fjötrar hann, hefur vakið umræður og spurningar um þjónustu, kennslu- aðferðir og aðbúnað fyrir einhverf börn á Íslandi. Í myndinni eru kynntar til sögunnar aðferðir sem virðast lítið kunnar hér heima, en bera þó undraverðan árangur. Ýmis úrræði eru þó í boði hérlendis, eftir að greiningu hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins er lokið. Sé barnið á leik- skólaaldri fær það yfirleitt þjónustu og stuðning í almennum leikskóla í viðkomandi sveitarfélagi, þar sem stuðningsaðili sér um þjálfun þess. Þegar skólagangan tekur við er oft og tíðum unnið áfram á svipaðan hátt, þ.e. starfsmaður fylgir barninu inn í viðkomandi hverfisgrunnskóla. Nokkur börn stunda einnig nám við sérdeildir, sem finna má í nokkrum skólum en stór hluti sækir grunnskólagöngu í Öskjuhlíðarskóla, þar sem um helmingur nemenda er með viðbótargreininguna einhverfu. Hér á landi eru tvær aðferðir helstar þegar kemur að þjálfun og kennslu nemendanna. Annars vegar er um að ræða svokallaða hagnýta atferlisþjálfun (ABA) og hins vegar skipulögð vinnu- brögð sem byggjast á TEACCH-hugmyndafræðinni. Má skilja á fagfólki og foreldrum að fólk skiptist að einhverju leyti í tvær fylkingar, eftir því hvora aðferðina það aðhyllist, þótt enginn ef- ist um að báðum sé þeim ætlað að auðvelda einhverfu börnunum lífið. Að skyggnast út úr einhverfunni Undarlegur heimur einhverfunnar reynist fjölda barna fjötur um fót á lífsgöngunni. Stuðst er við ólíkar aðferðir til að auðvelda þeim sporin en þær eiga það markmið sameiginlegt að einstaklingurinn nái að blómstra sem best. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir kynnti sér þá þjónustu og stuðning sem einhverfum börnum á Íslandi býðst. Morgunblaðið/Golli F lest börn, sem greind eru með röskun á einhverfu- rófi, fara í gegnum Grein- ingar- og ráðgjafarstöð ríkisins, eftir tilvísun frá sérfræðingi. Þar er sálfræðingurinn Evald Sæmundsen sviðsstjóri fags- viðs einhverfu en hann segir misjafnt hversu langur biðtími sé eftir grein- ingunni. Stystur sé hann 6-8 mánuðir fyrir börn sem eru í forgangi en það eru þau sem eru á leikskólaaldri. „Bendi gögn til röskunar á einhverf- urófinu gefum við út yfirlýsingu um það í bréfi til tilvísunaraðila og for- eldra. Þar hvetjum við til þess að haf- in sé „snemmtæk íhlutun“ án tafar, þ.e. þjálfun og meðferð, áður en formleg greining á sér stað hjá okk- ur.“ Hann segir afar mismunandi hversu vel er brugðist við þessari hvatningu, ekki síst þegar komið er á grunnskólastigið. „Það eru bara örfá sveitarfélög sem hafa mótað sér stefnu í þessum málaflokki. Þar sem það hefur verið gert fer eitthvað í gang um leið og bréfið kemur og þeir láta barnið njóta vafans frekar en að bíða með að hefja störf þar til grein- ingin með stórum staf er komin. Víða, s.s. í Reykjavík, virðist hins vegar vera mikil „stimpilþörf“ þannig að greiningin þarf að liggja fyrir og vera staðfest til að tekið sé mark á henni. Fyrr fær viðkomandi barn ekki fjár- muni til stuðnings og þjálfunar, en þeir eru til við- bótar við sér- kennslukvóta sér- hvers skóla.“ Þetta er sér- staklega bagalegt þegar kemur að eldri börnum, sem lengi vel þurftu að bíða jafnvel svo árum skipti eftir greiningu, allt að þrjú ár þegar verst lét. Það gátu verið dýrkeypt ár, að sögn Evalds, ekki síst í þeim tilfellum þar sem sveitarfélögin brugðust ekki við tilmælum um meðferð þar sem endanleg greining lá ekki fyrir. Átaksverkefni sem hófst árið 2007 hefur þó stytt þennan biðtíma. Frekar gæsla en kennsla Eftir greiningu er meginreglan sú að börnin fari inn í almenna skóla- kerfið, fyrst leikskóla og svo grunn- skóla, enda á flestum stöðum rekin stefna um „skóla án aðgreiningar“. Evald segir margt mega betur fara í þessu sambandi. „Leikskólakerfið hefur ekki byggt upp mikla sérþekk- ingu á einhverfu innan leikskólanna kerfisbundið. Í Reykjavík er t.d. eng- in sérstök þjónustumiðstöð eða leik- skóli sem sérhæfir sig í einhverfu en það væri mjög æskilegt í svo stóru sveitarfélagi.“ Hann segir því ákaf- lega breytilegt hvaða þjónustu barnið fær á leikskólanum. „Í góðærinu var t.a.m. lítið framboð á fagfólki og leik- skólar hafa jafnvel verið mannaðir að hluta með fólki sem talar litla eða enga íslensku. Svo ætlumst við til að þar sé einhverskonar sérhæfð þjálf- un og kennsla fyrir barn með ein- hverfu. Þetta er að sjálfsögðu breyti- legt eftir leikskólum en það er mikið baráttumál að ná upp ákveðnum gæðastaðli í þessum efnum.“ Þarna reynir talsvert á ráðgjaf- arhlutverk stöðvarinnar, sem sér ekki bara til þess að foreldrar ein- hverfra barna fái fræðslu og ráðgjöf heldur útvegar hún barninu tengil sem fylgir því eftir og veitir viðkom- andi leikskóla, eða öllu heldur sveit- arfélagi ráðgjöf. Evald segir ákaf- lega misjafnt, eftir greiningu barnsins og úrræðum sveitarfé- lagsins, hversu mikinn stuðning og þjálfun það fær. „Stundum hafa skól- arnir ekki úr neinu að spila nema ófaglærðu starfsfólki og barnið fær þá frekar gæslu en kennslu. Þá er reynt að vinna í gegnum ófaglært fólk með því að stuðningsaðili, t.d. leikskólasérkennari eða þroskaþjálfi, hafi ábyrgðina á framkvæmdinni. Oftast í seinni tíð hefur þó tekist að ráða fagfólk til starfans.“ Skortur á stefnumótun Þegar kemur að grunnskólanum fer langstærsti hluti einhverfra barna í almenna grunnskóla með ein- hvers konar stuðningi, og plumar sig mörg vel, að sögn Evalds, „sér- staklega þegar skólinn er búinn að átta sig á því hvers vegna barnið er eins og það er.“ Í þeim tilfellum virk- ar hugmyndin um skóla án aðgrein- ingar vel, en þó aðeins „að vissu marki“, eins og Evald orðar það. „Þá komum við að gæðastýrðri þjónustu,“ segir hann og vísar í meistaraverkefni Guðnýjar Stef- ánsdóttur þroskaþjálfa. „Það sýnir að gæðin á þjónustunni eru ákaflega misjöfn. Þannig eru dæmi um að fólk hafi jafnvel ekki farið á námskeið í þeim aðferðum sem það telur sig vera að beita. Oft er engin mark- miðssetning og þar af leiðandi engar mælingar á því hvort markmiðum sé náð. Að stórum hluta vitum við raun- verulega ekkert hvernig peningar, sem eru eyrnamerktir tilteknu barni, eru notaðir og það er ekkert eftirlits- kerfi með því hvort verið er að nota þá fyrir barnið eða ekki.“ Hann undirstrikar þó að víða séu ljósir punktar og gott starf unnið. Hins vegar sé tilfinnanleg vöntun á heildstæðri stefnumótun í þessum málaflokki. „Og í þeim efnum er al- veg sama hvort við erum að tala um leikskólastigið eða grunnskólastig- ið.“ Mikil stimpilþörf í kerfinu Evald Sæmundsen Sérkennsla Víða eru ljósir punktar og gott starf unnið, að mati Evalds.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.