Morgunblaðið - 18.01.2009, Blaðsíða 20
20 Leikhús
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
A
nna Kristín Arngríms-
dóttir fagnar fjörutíu
ára leikafmæli um
þessar mundir og leik-
ur eitt aðalhlutverkið í
leikritinu Heiður sem frumsýnt
verður í Þjóðleikhúsinu 24. janúar.
Leikritið fjallar um hjónabandið,
ástina og ábyrgð einstaklinga á eigin
hamingju. „Þetta er í rauninni
þroskasaga,“ segir Anna Kristín.
„Hjónin í leikritinu hafa verið gift í
rúm þrjátíu ár og svo bankar þriðji
aðilinn upp á og lífið skekkist. Langt
hjónaband merkir ekki endilega full-
komið hjónaband. Það er mikil glíma
og skylmingar að vera með annarri
manneskju því nóg er nú glíman við
eigið sjálf. Þetta leikrit fjallar um
þessa glímu og fólk sem þarf að end-
urskoða líf sitt og endurmeta hlut-
ina.“ Auk Önnu Kristínar leika í
verkinu Arnar Jónsson, María Ell-
ingsen og Sólveig Arnarsdóttir.
Leikstjóri er Bjarni Haukur Þórs-
son.
„Ég ætla að verða leikkona“
Anna Kristín hefur leikið ótal
hlutverk og afar fjölbreytt á löngum
og farsælum ferli. Löngun hennar til
að verða leikkona vaknaði strax á
barnsaldri. „Það var blómlegt leik-
listarlíf á Dalvík þar sem ég ólst
upp. Við krakkarnir fórum á hverja
einustu leiksýningu rétt eins og full-
orðna fólkið. Fyrsta minning mín er
sminklyktin af frænda mínum sem
var áhugaleikari. Við systkinin, sem
erum átta, vorum með leiksýningar í
kjallaranum heima og buðum gest-
um. Ég man eftir því að hafa staðið í
kjallaratröppunum og sagt mjög
virðulega við skólabróður minn sem
hafði brotist að húsinu í blindbyl til
að komast á leiksýningu: „Því miður,
það er búið að aflýsa!“
Þegar ég var níu ára var ég beðin
um að leika gamla konu í skóla-
leikriti um Gilitrutt. Ég var yngst í
leikhópnum. Skólastjórinn tók mynd
af mér í hlutverkinu og gaf mér. Ég
fór roggin heim með myndina mína
og gekk inn í stofuna. Það voru
frostrósir á glugganum. Ég skrifaði
á glerið: „Ég ætla að verða leik-
kona“. Á þessari stundu var ég búin
að skuldbinda mig. Ég vissi hvað ég
vildi.“
Ekki hægt að skapa án einlægni
Anna Kristín lauk prófi frá Leik-
listarskóla LR árið 1968. Rétt áður
en hún útskrifaðist bauðst henni
hlutverk í sjónvarpsleikritinu
Romm handa Rósalind eftir Jökul
Jakobsson. „Gísli Halldórsson var
einn af kennurum mínum í leiklist-
arskólanum. Hann bauð mér hlut-
verkið og þegar ég gekk Tjarnargöt-
una, þar sem skólinn var til húsa, og
vestur í bæ, þar sem ég bjó, þá
treindi ég hvert spor og hélt þétt ut-
an um handritið sem var í brúnum
poka. Þegar ég kom heim gerði ég
mig fína, læsti að mér, kveikti á
kertum og byrjaði að lesa.“
Romm handa Rósalind var fyrsta
íslenska leikritið sem var sér-
staklega sett upp fyrir sjónvarp.
Verkið gerist á verkstæði þar sem
gamall skósmiður staupar sig á
rommi og gefur Rósalind, fatlaðri
stúlku sem býr í nágrenninu, með
sér meðan þau ræða um líf sitt. „Í
huganum er þessi tími umvafinn
ljóma og jafnskýr og gærdagurinn,“
segir Anna Kristín um vinnuferlið.
„Þetta var ómetanleg reynsla fyrir
unga leikkonu. Gísli var strangur og
agaður leikstjóri og Þorsteinn Ö.
Stephensen, sem var aðalleikari
sýningarinnar, leiðbeindi mér á sinn
nærgætna hátt. Þarna lærði ég að
það er ekki hægt að skapa neitt án
einlægni. Maður þarf sömuleiðis að
hafa aga og ástríðu, en ástríðan
skiptir miklu máli því að hún er
hvati til allra verka.“
Árið 1968 hóf Anna Kristín störf
hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Þar lék
hún meðal annars Ástu í Skugga-
Sveini, Kathy í Hitabylgju og Láru í
Kertaljósi. Árið 1973 réðst hún til
Þjóðleikhússins og hefur starfað þar
síðan. Meðal hlutverka hennar þar
eru Regan í Lé konungi, Kassandra
í Óresteiu, Jelena í Kæra Jelena,
Írena í Mávinum, frú Bastían í
Kardimommubænum og Sunneva í
Tröllakirkju. „Eitt af því sem til þarf
við að skapa trúverðuga persónu á
sviði er að sagan sem sögð er með
leikritinu sé góð. Það eru ekki alltaf
stóru hlutverkin sem hafa veitt mér
mesta gleði eða fullnægju. Það er
allur gangur á því, það fer eftir eðli
sýningar, hvernig sýningin verður
til og hversu mikil sköpun er í
gangi.“
Að standa með sinni manneskju
Spurð um eftirlætishlutverk segir
hún: „Margir hafa svarað því til að
það sé alltaf hlutverkið sem maður
sé að leika hverju sinni en það er
ekki alltaf þannig. Mér hefur gengið
misjafnlega að kynnast manneskj-
unni sem ég á að leika, átta mig á
bakgrunni hennar og standa með
henni til að geta gert hana trúverð-
uga. Leikarinn verður alltaf að
standa með sinni manneskju hver
sem hún er, það skiptir ekki máli
hvort hún er góð eða vond og maður
verður að fylgja henni alla leið. Þeg-
ar maður er að skapa vakna enda-
lausar spurningar og stundum finn-
ur maður mikinn fjársjóð.
Að vera leikari í langan tíma er
eins og að vera á stöðugu ferðalagi.
Vegurinn er stundum holóttur og
það gengur á ýmsu en ástríðan og
lífskrafturinn rekur mann áfram og
ef maður hrasar þá stendur maður
upp.
Verkfæri mitt er ég sjálf. Ég þarf
að nota líkama minn, rödd og sál. En
Morgunblaðið/Ómar
Anna Kristín Arngrímsdóttir „Leikarinn verður alltaf að standa með sinni manneskju hver sem hún er, það skiptir
ekki máli hvort hún er góð eða vond og maður verður að fylgja henni alla leið.“
Fedra Í hlutverki Önónu í Fedru eftir Jean Racine árið 1999.Ruplum og rænum Í hlutverki sjóræningja í Snædrottningunni 1994. Með á myndinni er Randver Þorláksson.
‘‘EITT AF ÞVÍ SEM TILÞARF VIÐ AÐ SKAPATRÚVERÐUGA PERSÓNUÁ SVIÐI ER AÐ SAGAN
SEM SÖGÐ ER MEÐ
LEIKRITINU SÉ GÓÐ
Verkfæri
mitt er
ég sjálf