Morgunblaðið - 18.01.2009, Side 47
Auðlesið efni 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009
Mikil vinna er í þorpunum í
Snæfellsbæ. Mikil veiði er af
fiski og hefur orðið að lokka
starfs-menn af
höfuð-borgar-svæðinu í störf
hjá fyrir-tækjum þar sem
mikið er að gera þessa
dagana, sérstak-lega hjá
Fiskmarkaði Íslands.
Sigurður Arnfjörð
Guðmundsson,
vara-formaður
Verkalýðs-félags Snæfellinga,
segir að engar upp-sagnir hafi
verið hjá fyrir-tækjunum og
frekar vantað einn og einn
mann á ýmsum stöðum.
Góðar gæftir hafa verið að
undan-förnu og góð veiði.
Hefur þurft að bæta við fólki
hjá Fisk-markaði Íslands í
Snæfellsbæ, við flokkun og
slægingu. Þetta er mikil og
erfið vinna, unnið nánast
allan sólar-hringinn þegar
mest er að gera. Mikið er af
erlendu verka-fólki í
fisk-vinnslunni. Baldvin Leifur
Ívarsson í Fiskiðjunni Bylgju í
Ólafsvík hefur ekki orðið var
við ásókn í þessi störf, þrátt
fyrir atvinnu-leysi á
höfuð-borgarsvæðinu. „Þetta
er frum-vinnsla og við
Íslendingar viljum helst ekki
vera verka-menn.“
Páll Ingólfsson,
fram-kvæmda-stjóri
markaðarins, reyndi að fá fólk
af skrá hjá Vinnu-miðlun
höfuð-borgar-svæðisins en
ekkert kom út úr því. „Það var
svo mikið að gera hjá þeim við
að skrá fólk atvinnu-laust að
ekki var hægt að sinna mér,“
segir Páll. Hann fékk nokkra
duglega menn fyrir milli-göngu
manna sem hann þekkir í
byggingar-iðnaðinum. Svo
komu nokkrir bændur úr
sveitinni svo þetta reddaðist.
Mikið af fiski á land
„Þetta kvótaár er það besta hjá okkur, mokafli og lítið fyrir þessu haft,“ segir Guðlaugur
Rafnsson sem er á þorskanetum á Katrínu SH frá Ólafsvík ásamt föður sínum og bróður.
Eiður Smári Guðjohnsen var á
skot-skónum með Barce-lona
þegar liðið sigraði Atletico
Madrid, 2:1, í 16 liða úrslitum
spænsku bikar-keppninnar.
Eiður skoraði sigur-markið
stundar-fjórðungi fyrir leikslok
og var þetta fjórða mark hans
fyrir Katalóníu-liðið á
tímabilinu. Barcelona sigraði
Madridar-liðið saman-lagt 5;2
og er komið í átta liða úr-slit
keppninnar.
Á myndinni má sjá þá
kappana Andres Iniesta og
Sergio Busquets fagna Eiði
Smára eftir markið.
Eiður Smári með sigur-mark
Ríkis-stjórnin hefur komið
þeim skila-boðum til
banka-stjórna Nýja Glitnis og
Nýja Kaupþings að vilji sé til
þess að stöður banka-stjóra
verði auglýstar.
Síðast-liðinn þriðjudag
ákvað banka-ráð NIB, sem
stofnaður var utan um
inn-lenda starf-semi
Landsbankans, að staða
banka-stjóra yrði auglýst.
Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins er ástæða
þess að ríkis-stjórnin vill að
stöðurnar séu auglýstar fyrst
og fremst sú að Birna, Elín og
Finnur hafi verið ráðin af
bráða-birgða-stjórnunum í
upphafi. Ríkis-stjórnin telji
það meira traust-vekjandi út
á við að banka-stjórarnir séu
ráðnir með hefð-bundnum,
fag-legum hætti.
Almenningur geti þannig
betur treyst bönkunum.
Stöður
banka-
stjóra
auglýstar
Heimildar-myndin
Sólskins-drengurinn eftir
Friðrik Þór Friðriksson segir
sögu Kela og greinir frá leit
foreldra hans eftir hjálp fyrir
son sinn. Móðir Kela, Margrét
Dagmar Ericsdóttir, fór þess á
leit við Friðrik Þór fyrir um
tveimur árum að hann gerði
mynd um ein-hverfu. Þá var
Keli talinn vera með þroska
tveggja ára barns. Annað kom
á daginn og í myndinni kemur
fram hvernig rjúfa tókst
einangrun drengsins. Þar
koma einnig fram ein-hverfir
ein-stak-lingar sem hafa náð
miklum árangri í lífinu þrátt
fyrir gríðar-lega erfið-leika í
upp-hafi.
Temple Grandin er ein af
aðal-persónunum í
Sólskins-drengnum. Hún er
prófessor í búfjár-fræðum og
er án efa einn þekktasti
nú-lifandi ein-staklingur með
ein-hverfu. Hún hefur náð
miklum árangri í vísinda-grein
sinni og sem talsmaður fyrir
breyttum við-horfum til
ein-hverfu.
„Ef boð-skapur
myndarinnar kemst til skila,“
segir Friðrik, er hann sá að
maður skyldi taka hverjum
manni eins og hann er og
um-gangast hann af virðingu.
Maður er sjálfur svo fá-fróður
um það sem býr í öðrum. Oft
villir útlit okkur sýn.
Sjúkra-saga Kela ein-kennist
af því að læknar höfðu
ómeðvitaða for-dóma
gagnvart honum vegna þess
að hann gat ekki tjáð sig. Það
er erfitt að lækna fólk sem
getur ekki sagt hvað er að.“
Sól-skins-drengurinn
Keli (Þorsteinn Skúli
Þorsteinsson).
Sól-skins-drengurinn
Cristiano Ronaldo,
leik-maður Manchester
United, og hin brasilíska
Marta hjá Umeå voru valin
knattspyrnu-maður og
knattspyrnu-kona ársins
2008 af Alþjóða--
knatt-spyrnu-sambandinu,
FIFA. Þetta er þriðja árið í röð
sem Marta verður fyrir valinu í
þessu kjöri.
Ronaldo átti stóran hlut í
því að liðið varð
Evrópu-meistari og enskur
meistari auk þess sem hann
varð marka-hæsti leik-maður
Evrópu á síðustu leik-tíð.
Marta hefur leikið síðustu
fjögur ár með sænska
meistara-liðinu Umeå. Hún
mun leika með Los Angeles
Sol í hinni nýju atvinnu-deild
kvenna í Banda-ríkjunum á
næsta keppnis-tímabili.
Ronaldo og
Marta best
Cristiano Ronaldo og Marta.
Allt virðist benda til þess að
fólk í giftingar-hug-leiðingum
hyggist hafa giftingar-athafnir
sínar og veislur lát-lausari en
áður. Þetta er mat þeirra
presta sem Morgun-blaðið
ræddi við. Segja þeir færri
bókanir vegna brúð-kaupa
fyrir komandi sumar en á
sama tíma í fyrra. Þeir telja
ekki að giftingar verði færri í
heild sinni á árinu, en þær
verði senni-lega lát-lausari og
þess vegna bókaðar með
styttri fyrir-vara. Hjá
sýslu-manninum í Reykjavík
og í Kópavogi fengust þær
upp-lýsingar að ekki sæist
munur á fjölda borgara-legra
athafna síðast-liðna fjóra
mánuði saman-borið við
sama tíma í fyrra.
Giftingar
lát-lausari?
Fyrir-hugað er að segja upp
20-30 manns hjá
Land-helgis-gæslunni, af
þeim 160 sem þar starfa. Í
haust dró töluvert úr
um-svifum Gæslunnar vegna
aukins kostnaðar í kjölfar
gengis-hruns. M.a. hafa
varð-skipin Ægir og Týr legið í
auknum mæli við bryggju það
sem af er vetri vegna
óhagstæðs eldsneytis-verðs.
Uppsagnir
hjá
Gæslunni