Morgunblaðið - 03.02.2009, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.02.2009, Qupperneq 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is „ENGIN ný áform um álver verða á dagskrá ríkisstjórnarinnar,“ segir í verkefnaskrá nýrrar rík- isstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna. Því hefur verið velt upp hvernig ríkisstjórnin skilgreini ný áform og hvernig fyrirhuguð álver í Helguvík og á Bakka falli inn í þessa fullyrð- ingu. „Það er búið að gera samning um Helguvík sem reyndar bíður staðfestingar í þinginu. Að mati okkar tilheyrir hann verkum fyrri ríkisstjórnar og verður því að öll- um líkindum ekki breytt,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir, nýskip- aður umhverfisráðherra. Hvað varðar álver á Bakka segir Kol- brún að þar liggi öll áform niðri. „Alcoa hefur sjálft sagt að það sé að draga úr framkvæmdum hjá sér og þess vegna eru orku- framleiðendurnir, sem þar hafa verið inni í myndinni, í raun laus- ir allra mála og geta þess vegna leitað annarra kaupenda,“ segir Kolbrún. „Viljayfirlýsingin sem fyrri ríkisstjórn undirritaði við Alcoa kemur til með að renna út í haust og við ætlum ekki að gera nýja samninga eða endurnýja neitt í sambandi við Bakka.“ ylfa@mbl.is Engin áform um Bakka Eftir Ágúst Inga Jónsson ai@mbl.is Á FIMMTÁNDU hæðinni á Rjúpna- sölum 14 í Kópavogi sýnir veðrið all- ar sínar hliðar. Þar getur blásið svo blokkin vaggar og stórar rúður svigna og minna á risavaxnar sápu- kúlur. Fegurðin getur verið svo mikil „að helst gæti jafnast á við út- sýnið af svölum himnaríkis“, eins og Reynir Ásgeirsson, íbúi þar, orðaði það í gær. Reynir var bóndi á Svarfhóli í Svínadal í Borgarfirði í um 30 ár og bjó fyrst með kýr og kindur, en síð- ar með naut, við skógrækt, laxveiði og leigu á sumarbústöðum. Hann segist hafa verið háður veðri í sín- um búskap og því verið vanur að fylgjast vel með því. Þar um slóðir hafi norðaustanáttin getað verið hressileg og þrálát. Vildi setja upp veðurathug- unarstöð á svölunum Hann hafi haldið uppteknum hætti við veðurathuganir eftir að hann flutti í Rjúpnasalina fyrir rúm- lega þremur árum. „Um jólin 2007 gerði hvert fárviðrið af öðru og í framhaldi af því fór ég að velta fyrir mér að setja upp litla veðurathug- unarstöð á svölunum til að mæla vindstyrk, mestu hviður, hitastig og margt fleira“ segir Reynir. „Ég hafði samband við Kópa- vogsbæ til að fá ákveðnar upplýs- ingar,“ segir Reynir „Meðal annars fékk ég að vita að í minni augnhæð væri ég í tæplega 149 metra yfir sjávarmáli, en gólfflöturinn væri í 147 metrum. Í þessu samtali barst í tal að ég væri að velta fyrir mér að setja upp veðurathugunarstöð þarna og viðmælandinn benti mér á að tala við bæinn, sem hugsanlega hefði áhuga á að setja stöðina upp gegn því að fá að setja upplýsingar á heimasíðu bæjarins,“ segir Reyn- ir. Kostnaður um 90 þúsund – verkefninu hafnað Hann lýsir síðan samskiptum við embættismenn Kópavogsbæjar sem í marga mánuði voru áhugasamir um framkvæmdina, sem fyrir ári var áætlað að kostaði um 90 þúsund krónur. Svo leið og beið og að því kom að erindinu var hafnað í byrjun þessa árs m.a. í ljósi efnahags- ástandsins. Reynir er ekki ánægður með lokasvar bæjarins og bendir á að upphaflega hafi ekki verið hug- myndin að leita til bæjarins, heldur hafi bærinn nánast óskað eftir að taka þátt í verkefninu. Hann er þó ekki af baki dottinn og vinnur nú að veðurathugunarstöðinni í samráði við íbúa hússins. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ var kostnaður við veð- urathugunarstöðina talinn meiri en áætlað var í upphafi og ekki réttlæt- anlegur í því ástandi sem er núna. Auk þess sem upplýsingar um veður og vinda á 14. hæð þóttu sértækar. Hugmynd um veðurathugunarstöð á svölunum kom upp eftir fárviðrahrinu Morgunblaðið/Heiddi Eins og útsýnið af svölum himnaríkis Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is „MATIÐ á eignum og skuldum bankanna er í ákveðnu ferli og unnið er af fullum krafti. Það þarf að flýta matinu sem allra mest svo nýju bankarnir geti starfað af fullum krafti og sinnt heimilum og fyrir- tækjum eftir bestu mögulegu getu,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráð- herra. Hans fyrsti starfsdagur í við- skiptaráðuneytinu var í gær. Hann segir mikilvæga tíma vera framundan er varðar endurupp- byggingu bankakerfisins. „Í þessu ferli öllu má ekki kasta til hönd- unum því það eru miklir hagsmunir í húfi, í tengslum við matið á eignum og skuldum. Mistök geta orðið óheyrilega dýr og kallað á umfangs- mikil skaðabótamál á hendur ís- lenska ríkinu. Það er því mikið í húfi í þessu ferli öllu.“ Greint var frá því í Morgun- blaðinu í síðustu viku að mat á eign- um og skuldum gömlu og nýju bank- anna gengi hægar en áætlanir stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins gerðu ráð fyrir. Samkvæmt þeim átti því að vera lokið í lok febr- úar og 385 milljarðar í kjölfarið sett- ir inn í bankana. Alþjóðlega ráðgjaf- arfyrirtækið Oliver Wyman samþykkir mat á eignum og skuld- um áður en ríkið leggur bönkunum til féð. Útlit er fyrir að þessari vinnu ljúki ekki fyrr en í lok apríl. „Það er mikilvægt að ljúka þessu svo að fyr- irtækin geti fengið þá þjónustu sem þau þurfa, mörg hver, sárlega á að halda.“ Mikilvægt að ljúka mati hratt  Áhersla verður lögð á það í viðskiptaráðuneytinu að hraða sem mest mati á eignum og skuldum bankanna  Útlit fyrir að upphaflegar áætlanir standist ekki Í HNOTSKURN » Skilanefndir gömlu bank-anna, Glitnis, Landsbank- ans og Kaupþings, hafa um- sjón með eignum gömlu bankanna og annast samskipti við kröfuhafa. » Steingrímur J. Sigfússonfjármálaráðherra fer með málefni nýju ríkisbankanna eftir að innlenda starfsemi gömlu bankanna var tekin yfir á grundvelli neyðarlaganna frá 6. október í fyrra. Gylfi Magnússon Steingrímur J. Sigfússon JÓHANNA Sig- urðardóttir for- sætisráðherra hefur sett Ragnhildi Arn- ljótsdóttur í embætti ráðu- neytisstjóra í forsætisráðu- neytinu til 30. apríl nk. Bolli Þór Bollason hefur fengið leyfi frá störfum ráðuneytisstjóra á sama tímabili og mun sinna sérverkefnum. Ragnhildur er fædd 20. júní ár- ið 1961. Hún útskrifaðist sem lög- fræðingur frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1991. Ragnhildur hefur gegnt embætti ráðuneyt- isstjóra í félags- og trygginga- málaráðuneytinu frá árinu 2004. Hún starfaði áður í nefndadeild Alþingis og í heilbrigðisráðuneyt- inu og var fulltrúi félagsmála- ráðuneytisins og heilbrigðisráðu- neytisins í sendiráði Íslands í Brussel. Settur ráðu- neytisstjóri Ragnhildur Arnljótsdóttir FYRSTA verk nýs heilbrigðis- ráðherra, Ögmundar Jónassonar, var að fella úr gildi innritunargjöld á sjúkrahús sem tóku gildi um ára- mótin. „Þetta er í samræmi við þá gagnrýni sem við höfum haldið uppi í vetur, nefnilega að þarna sé um að ræða gjöld sem séu með öllu óviðunandi,“ segir ráðherrann. Hann kveðst jafnframt vera að skoða nýboðaðar skipulagsbreyt- ingar í heilbrigðiskerfinu. „Það er nú þannig að ýmsum kann að vera erfitt að hnika til og um aðrar kann að vera sátt. En þar sem mikið ósætti ríkir vil ég skoða málin bet- ur.“ Ögmundur kveðst ætla að hitta bæjarstjórann í Hafnarfirði í vik- unni vegna boðaðra breytinga á St. Jósefsspítala og einnig þá sem tengjast starfseminni þar. ingibjorg@mbl.is Innritunar- gjöld afnumin Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is RÁÐHERRARNIR níu sem létu af embætti á sunnudaginn og aðstoðarmenn þeirra verða á launum út febrúar. Síðasti starfsdagur ríkis- stjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var 1. febrúar en samkvæmt reglum um biðlaun reiknast þau frá fyrsta degi næsta mánaðar og því hefst greiðsla biðlauna ekki fyrr en 1. mars. Heildarmánaðarlaun þeirra ráðherra sem ekki eiga lengur sæti í ríkisstjórn eru tæpar átta milljónir og eru heildarlaun aðstoðarmanna þeirra tæpar sjö milljónir. Samtals nema launa- greiðslurnar fyrir febrúarmánuð u.þ.b. 14,5 millj- ónum króna. Allt stefndi í að ný ríkisstjórn tæki við völdum sl. föstudag en framsóknarmenn töldu drög að stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar „innihalds- lítil“, svo vitnað sé í formanninn Sigmund Davíð Gunnlaugsson, og því töfðust stjórnar- myndunarviðræður. Flest lyklaskiptin urðu því ekki fyrr en á sunnudagskvöldið. Fyrrverandi forsætisráðherra, Geir H. Haarde, og átta ráðherrar úr ríkisstjórn hans; Árni Mathiesen, Björn Bjarnason, Björgvin G. Sigurðsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir auk aðstoðarmanna fá þannig full laun út mánuðinn fyrir að hafa enn verið við störf 1. febrúar. Að því búnu taka biðlaunin við í sex mánuði en þau eru jafnhá ráðherralaun- unum. Biðlaun ráðherra reiknast frá fyrsta degi næsta mánaðar Verða á launum út febrúarmánuð Morgunblaðið/Golli Umskipti Ráðherrarnir fyrrverandi og aðstoð- armenn þeirra verða á launum út febrúar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.