Morgunblaðið - 03.02.2009, Side 6
SAMTALS liggur nú fyrir um 1 milljarður króna
til hönnunarvinnu nýs háskólasjúkrahúss, það er
400 milljónir á fjárlögum þessa árs og um 600
milljónir á fjárlögum fyrri ára sem ekki hafa verið
nýttar.
Beiðni um heimild til þess að hefja hönnunar-
vinnuna hefur legið í fjármálaráðuneytinu frá því
í mars síðastliðnum þegar svokallaðri frumathug-
un var lokið, að því er forstjóri Framkvæmda-
sýslu ríkisins, Óskar Valdimarsson, greinir frá.
„Sú beiðni hefur ekki fengið afgreiðslu enn. Að
mínu mati þarf ríkisstjórnin að veita heimild fyrir
svona stóru mannvirki,“ tekur Óskar fram.
Á vef Landspítalans segir að verði heimild fyrir
hönnunarsamkeppninni veitt fljótlega geti hönn-
un nýja spítalans hafist af fullum krafti í sept-
ember næstkomandi. Allt að 100 hönnuðir fá
vinnu við lokahönnun spítalans og þörf er á 500
manns til viðbótar þegar framkvæmdir hefjast.
Ákveðið hefur verið að íslenska verði tungumál
samkeppninnar. „Þetta er tæknileg hindrun, sem
er heimil samkvæmt útboðsreglum á Evrópska
efnahagssvæðinu, til þess að halda samkeppninni
innanlands,“ segir Óskar.
Í samkeppninni um hönnun umhverfis sjúkra-
hússins var þess krafist að eigið fé arkitektastofa
væri 50 milljónir og veltan 500 milljónir. Nú er
krafist lægri upphæða.
„Krafan um hærri upphæðirnar var sett vegna
þess að það var vitað að sú þekking sem við vor-
um að leita að var ekki til staðar í landinu,“ tekur
Óskar fram.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er nú
gerð krafa um reynslu af hönnun stórra bygg-
inga. „Almennt hafa menn bara hannað skemmur
í þeirri stærð,“ segir einn heimildarmanna blaðs-
ins.
Óskar segir að ekki hafi verið gengið endanlega
frá þeim kröfum. Hins vegar séu gerðar stífar
kröfur um reynslu. „Við viljum ekki fá nýliða til
þess að teikna háskólasjúkrahúsið.“
ingibjorg@mbl.is
Milljarður til hönnunar á fjárlögum
Morgunblaðið/ÞÖK
Nýr spítali Beðið er eftir heimild yfirvalda til sam-
keppni um hönnun á nýju háskólasjúkrahúsi.
Í HNOTSKURN
»Gert er ráð fyrir að alltað 5 hópar taki þátt í
samkeppni um hönnun nýs
háskólasjúkrahúss.
»Greidd verður ákveðinupphæð fyrir hverja til-
lögu. Sigurvegarinn fær svo
sjálft verkefnið. Áætlað er að
100 hönnuðir fái vinnu við
lokaverkefnið.
»Áætlaður byggingakostn-aður er 70 milljarðar
króna á verðlagi í febrúar
2009. Gert er ráð fyrir að
húsgögn og tæki nýs Land-
spítala kosti 12 milljarða.
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2009
UM aldir var vísað til íslenska hestsins sem þarf-
asta þjónsins, en tölvan hefur nú án efa tekið við
þeim kyndli í huga margra. Sumir treysta ekki
síður á tölvuna til daglegra samskipta en sem
vinnutæki, ekki síst þar sem krafa er gerð um
þögn eins og á lesstofum háskólanna. Flestir
nemar kannast líka við það að sitja þögulir og
svipbrigðalausir við sama borð en eiga um leið í
hrókasamræðum, með hjálp spjallforrita.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þögul stund með þarfasta þjóninum
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
STARFAÐ verður eftir nýjum siða-
reglum í stjórnarráðinu. Ekki ligg-
ur fyrir hvernig nýir siðir verða
innleiddir eða önnur stefnumið um
jöfnuð og upplýsingar í verk-
efnaskrá nýrrar ríkisstjórnar Sam-
fylkingarinnar og Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs.
Í verkefnaskránni eru ákvæði um
upplýsingagjöf, samráð og siða-
reglur og lýst yfir áformum um
undirbúning að breytingum á
reglum við skipan dómara og end-
urskoðun laga um ráðherraábyrgð.
„Það hefur verið mjög áberandi í
umræðunni að undanförnu, ekki
síst í mótmælunum, að fólki finnst
skorta á gegnsæi og mikið vanti á
að veittar séu hreinskiptar upplýs-
ingar um það hver vandinn raun-
verulega sé og hvernig stjórnvöld
ætli að bregðast við,“ segir Árni
Þór Sigurðsson, alþingismaður VG,
um forsendur þessara hugmynda.
Hann vísar einnig til ummæla tals-
manna fyrri ríkisstjórnar, ekki síst
Sjálfstæðisflokksins, um að mistek-
ist hafi að upplýsa þjóðina.
Úr þessu ætlar nýja stjórnin að
bæta með því að koma upplýs-
ingum á framfæri við fjölmiðla, á
netinu og á annan hátt. Liður í
þessu er að auka samráð við sveit-
arfélög, aðila vinnumarkaðarins og
almenning í landinu. Árni Þór
bendir á að sveitarstjórnirnar hafi
kvartað undan því að hafa ekki
fengið að vera með í ráðum, þótt
þau séu hluti af hinu opinbera og
mikilvæg við framkvæmd efnahags-
aðgerða.
Með samráði við almenning er
meðal annars átt við samskipti við
formleg og óformleg samtök fólks.
Árni Þór nefnir í því sambandi
samtök sem staðið hafa fyrir mót-
mælum, umræðu um aukið lýðræði
og ýmis hagsmunasamtök um bætt-
an hag heimilanna.
Nýja ríkisstjórnin ætlar að starfa
samkvæmt nýjum siðareglum í
stjórnarráðinu þar sem ráðherrar
og æðstu embættismenn opinbera
fjárhagslegar skuldbindingar og
hagsmunatengsl. Á bak við þetta
ákvæði liggur ekki að ráðherrum
og embættismönnum verði óheimilt
að eiga hluti í fyrirtækjum eða sitja
í stjórnum þeirra, svo dæmi séu
tekin, heldur að þessi tengsl og
önnur séu sýnileg. Þingmenn VG
birta á vef flokksins ítarlegar upp-
lýsingar um tekjur sínar og hags-
munatengsl og vissar upplýsingar
um eigur sínar einnig – en ekki
fjárhagslegar skuldbindingar. Árni
Þór telur að þær gætu orðið fyr-
irmynd siðareglna ríkisins en legg-
ur áherslu á að setja þurfi form-
legar og skýrar reglur.
Þingið setji sér siðareglur
Þess má geta að síðasta rík-
isstjórn var með áform um að setja
ráðherrum, alþingismönnum og
stjórnsýslu ríkisins siðareglur. Mál-
ið komst ekki af undirbúningsstigi.
Vinna sem hafin var við gerð
siðareglna á þinginu lognaðist út af.
Ekki er reiknað með því að rík-
isvaldið setji alþingismönnum siða-
reglur, eðlilegt er talið að Alþingi
geri það sjálft, en reikna má með
að flokkarnir sem að stjórninni
standa beiti sér í málinu á Alþingi.
Nýir siðir innleiddir
Eftir er að útfæra ýmis ákvæði um jöfnuð og upplýsingar sem boðuð eru í verk-
efnaskrá nýrrar ríkisstjórnar Ætlunin er að halda þjóðinni upplýstri um málin
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurð-
ardóttur hyggst hefja vinnu við
endurskoðun laga um ráðherra-
ábyrgð.
Þótt lög um ráðherraábyrgð
sem byggjast á ákvæðum stjórn-
arskrár hafi verið til í 45 ár hefur
ekki reynt á ákvæði þeirra enda
málsmeðferð snúin. Gengið er út
frá því að Alþingi kæri ráðherra
fyrir embættisrekstur þeirra og
landsdómur dæmi þau mál.
Þegar ákvæði um þessa vinnu
er sett í verkefnaáætlun rík-
isstjórnarinnar er bankahrunið
mönnum ofarlega í huga og um-
ræða um ábyrgð ráðherra á því
sem gert var og ekki gert. Hug-
myndin mun vera að reyna að
skerpa á málsmeðferðinni, hvern-
ig látið er reyna á ábyrgð ráð-
herra.
Skerpt á meðferð mála vegna ráðherraábyrgðar
GEIR H. Haarde,
formaður Sjálf-
stæðisflokksins,
gekkst í gær
undir speglunar-
aðgerð á há-
skólasjúkrahús-
inu í Amsterdam
þar sem fjarlægt
var illkynja mein
í vélinda. Að-
gerðin heppnaðist vel að mati
lækna og er Geir væntanlegur heim
til starfa síðar í vikunni.
Ráðgert er að hann fari í fram-
haldsmeðferð eftir u.þ.b. tvo mán-
uði.
Geir gekkst
undir aðgerð
Geir H. Haarde
AKUREYRSKA sjónvarpsstöðin N4
er hætt útsendingum. Stöðin mun
reyndar áfram sýna fundi bæjar-
stjórnar Akureyr-
ar að kvöldi fund-
ardags, annan
hvern þriðjudag,
en skipulögð dag-
skrá heyrir að öðru leyti sögunni
til.
Þorvaldur Jónsson, eigandi og
framkvæmdastjóri, segir því miður
ekki grundvöll fyrir rekstrinum.
Hann segist hafa reynt að fá fleiri
að rekstrinum, en ýmis fengið neit-
un eða ekki svar.
Tæpt ár er síðan N4 hóf stafræn-
ar útsendingar á landsvísu.
Auk þess að reka sjónvarpsstöð-
ina hefur fyrirtækið gefið út sjón-
varpsdagskrá, N4 Dagskrá Norður-
lands, og sú útgáfa verður óbreytt.
N4 hættir
útsendingum
JÓHANNA Sigurðardóttir, nýr for-
sætisráðherra, mun flytja stefnu-
ræðu sína á Alþingi að kvöldi mið-
vikudags með umræðum í kjölfarið.
Samkvæmt upphaflegri starfs-
áætlun þingsins, sem ekki er í gildi
lengur, var gert ráð fyrir að þing-
fundur færi ekki fram fyrr en á
fimmtudag. Honum var hinsvegar
flýtt um einn dag og hefst þess í
stað klukkan 13.30 á morgun.
Þá verður gengið frá kjöri nýs
forseta Alþingis, varaforseta og
fulltrúa í nefndir þingsins. Síðan
verður gert hlé á þingstörfum
klukkan 19.50 þegar stefnuræðan
er flutt. Tilkynnt hefur verið að
Guðbjartur Hannesson, þingmaður
Samfylkingar í Norðvesturkjör-
dæmi, verði forseti Alþingis. Guð-
bjartur, sem tekur við forsetaemb-
ættinu af Sturlu Böðvarssyni,
þingmanni Sjálfstæðisflokks, hefur
setið á þingi frá árinu 2007.
Þess má geta að þingfundur
morgundagsins verður einungis sá
fimmti í röðinni síðan fyrir jól.
Stefnuræðan
á miðvikudag