Morgunblaðið - 03.02.2009, Síða 7

Morgunblaðið - 03.02.2009, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2009 Meira í leiðinni Veturinn er ódýrari í N1 092 6439 Rúðuskafa með bursta og koparblaði Verð áður 795 kr. Verð nú 599 kr. 092 6455 Rúðuskafa með plastblaði Verð áður 235 kr. Verð nú 199 kr. 948 3013492 Ísvari í bensín Verð áður 725 kr. Verð nú 499 kr. 526 4918030 Ísbræðir á rúður Verð áður 995 kr. Verð nú 699 kr. 023 81971699 Tjöruhreinsir 1L Verð áður 559 kr. Verð nú 499 kr. 116 TTT10 Íseyðir bensín/dísil Verð áður 895 kr. Verð nú 798 kr. 290 8123 Bensínbrúsi 10 L Verð áður 4.995 kr. Verð nú 3.598 kr. 202 PMACO12 Loftpressa 150 L/mín tveggja hausa Verð áður 23.380 kr. Verð nú 18.699 kr. 664 210 215 Tappasett fyrir jeppa Verð áður 11.890 kr. Verð nú 9.900 kr. 708 TOG15M Dráttartóg 24 mm/15 m Verð áður 11.567 kr. Verð nú 9.998 kr. 948 4207418 Tröppusalt 5 kg Verð áður 870 kr. Verð nú 699 kr. 067 80199200 Rain x glerfilma Verð áður 1.775 kr. Verð nú 998 kr. 290 8116 Bensínbrúsi 5 L Verð áður 1.120 kr. Verð nú 899 kr. Njóttu vetrarins til hins ítrasta. Nýttu þér fjölbreytt og spennandi tilboð í verslunum okkar um land allt. WWW.N1.IS Sími 440 1000 N1 STÓRVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9 N1 verslanir: Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri, Akranesi, Ólafsvík, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum, Keflavík, Selfossi, Reyðarfirði og Höfn. afsláttur 16% afsláttur 44% afsláttur 20% afsláttur 31% afsláttur 10% afsláttur 10% afsláttur 30% afsláttur 25% afsláttur 15% 6487 84810000 Poler Tork bónklútur Verð áður 1.310 kr. Verð nú 998 kr. afsláttur 24% afsláttur 13% afsláttur 20% Lagerhreinsun á mótorhjóladekkjum 20 – 50% afsl. Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is LEITAÐ hefur verið til Bjargar Thorarensen, prófessors og deild- arforseta lagadeildar Háskóla Ís- lands, að undirbúa stjórn- arskrárbreytingar og skipulags stjórnarskrárþings. Þær heimildir Morgunblaðsins vill hún ekki stað- festa en telur þetta meðal brýnustu verkefna ríkisstjórnarinnar. „Stjórnlagaþing er vænlegasta leiðin út úr þeirri stöðnun sem er í þróun stjórnarskrárinnar,“ segir Björg. Á þannig þingi sé hægt að ná sátt um grunnreglur þjóðfélagsins. Björg segir núverandi stjórn- arskrá byggða á þeirri dönsku, mjög óskýra og ógagnsæja. „Hún nefnir ekki þjóðina sem uppsprettu valdsins. Hún nefnir ekki lýðræði- eða þingræði. Hún nefnir ekki rík- isstjórn. Þeir sem ekki þekkja til skilja ekki hvernig þessi hugtök virka.“ Breytinga sé því þörf. „Stjórnarskráin á að vera skýr- mæltari um grundvallarreglurnar. En hún á ekki að vera löng.“ Því þurfi mikla vinnu til að ná saman í henni grunnreglum í skýrum texta. „Mitt meginfag hér í háskólanum er að vinna að rannsóknum á stjórnarskránum. Ég hefði ekki viljað útiloka mig frá því með því að velja ráðherrastólinn.“ Breytt stjórnarskrá fyrir vorið Spurð hverju þurfi helst að breyta í stjórnarskránni nefnir Björg að stefni að því nú fyrir vorið að breyta auðlindaákvæði hennar. Einnig að setja inn ákvæði um þjóð- aratkvæðagreiðslur. Spurð um önnur ákvæði sem ný stjórnarskrá þyrfti að hafa nefnir hún verklagssreglur milli fram- kvæmdarvalds og þings. „Þar skortir á að þingið hafi meiri áhrif. Stjórnarskráin hefur ekki veitt nein úrræði við meirihlutaþingræð- inu.“ Þá nefnir hún skýra þurfi stöðu og hlutverk forsetans og að bera eigi breytingar á stjórn- arskránni undir þjóðina hverju sinni. Hún segir að sárlega vanti öll ákvæði um utanríkismál og áhrif al- þjóðasamfélagsins á það íslenska og möguleika þingsins að hafa áhrif á þau. „Utanríkismál eru miklu stærri þáttur en var þegar stjórn- arskráin var samþykkt 1944. Veita þarf utanríkismálanefnd stjórn- skipulega stöðu.“ Þá þurfi að huga að sérstöku ákvæði verði sú ákvörðun tekin að framselja hluta af völdum í hendur alþjóðastofnunar eins og Evrópu- sambandsins. „Stjórnarskráin þarf að veita slíka heimild. Hún þarf að gera ráð fyrir því að hluta rík- isvaldsins sé sinnt af öðrum en handhöfum ríkisvaldsins.“ Björg var í sérfræðinganefnd sem lögðu hugmyndir fyrir stjórn- arskrárnefnd sem Jón Krist- jánsson, fyrrum heilbrigð- isráðherra í ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, leiddi. Hugmyndirnar náðu ekki í gegn en nýtast nú. „Nú virðist ekki skorta pólitíska samstöðu. Þannig að væntingar mínar eru til þess að þetta takmark náist.“ Björg kaus að vinna að nýrri stjórnarskrá Breyta þarf ákvæðum fyrir vorið Morgunblaðið/ Björg Thorarensen Björgu bauðst að verða dómsmálaráherra. Í HNOTSKURN »Björgu Thorarensenbauðst að verða dóms- málaráðherra en hún kýs heldur vinna að breyttri stjórnarskrá. »Rætt hefur verið við hanaum að vinna að undirbún- ingi nýrrar stjórnarskrár og stjórnlagaþingsins en enn er óljóst hve umfangsmikið verk- ið verður og hve margir koma að því. Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is RAUÐI kross Íslands hyggst setja á fót þjónustumiðstöð á höfuðborg- arsvæðinu, til að bregðast við ástandinu í samfélaginu, vegna stöðunnar í efnahagsmálum þjóð- arinnar. Þjónustan og skipulagið mun byggjast á sömu hugsun eins og viðbrögð við náttúruhamförum, svo sem Suðurlandsskjálftanum í sumar sem leið. Í miðstöðinni verð- ur boðið upp á námskeið, ráðgjöf og sálrænan stuðning, sem Rauði krossinn býr yfir mikilli þekkingu á. „Þörfin fyrir framlag Rauða kross Íslands hefur sjaldan verið meiri,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn. Sólveig Ólafsdóttir upplýsinga- fulltrúi segir undirbúning að þessu verkefni hafa staðið yfir síðan í haust, en þegar hafi hjálparsíminn verið efldur til muna. Innhring- ingum í hjálparsímann hefur enda fjölgað um 40% síðan í október. Hún segir Rauða krossinn hafa mikla þekkingu og reynslu á sviði áfallahjálpar og sálrænnar að- stoðar og ítrekar að nafnleyndar verði gætt við þá sem koma til með að sækja hjálp í miðstöðina. „Við höfum litið mikið til ná- grannalanda okkar og landsfélaga á öðrum Norðurlöndum, sér- staklega Finna í kreppunni á 10. áratugnum. Þar kom fram að sálræni hlutinn varð út undan í aðstoð við fólk á sín- um tíma,“ segir Sólveig. Finnski Rauði krossinn setti upp miðstöðvar u.þ.b. fimm árum eftir að atvinnu- leysið jókst. Þá var það orðið við- varandi ástand og atvinnulaust fólk farið að dragast aftur úr í samfélag- inu og eiga erfiðara með að ná sér upp úr farinu, jafnvel þótt störf væru farin að bjóðast að nýju. Sú reynsla Finna verður Íslendingum því víti til varnaðar. Rauði krossinn setur upp áfallamiðstöð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.