Morgunblaðið - 03.02.2009, Síða 9

Morgunblaðið - 03.02.2009, Síða 9
„SAMKVÆMT reynslunni má ætla að á þessu ári verði hafís minna en 14 daga við landið, og eins víst er að ís- laust verði með öllu. Eins og á síð- asta ári má þó búast við borg- arísjökum frá Grænlandsjökli úti fyrir Vestfjörðum þegar líður á sum- arið. Þetta er með því hlýjasta og ís- inn er hvað minnstur síðan veð- urfarsmælingar hófust á Jan Mayen 1921,“ segir Páll Bergþórsson, fyrr- verandi veðurstofustjóri, um haf- ísspána í ár. Sjaldan jafn hlýtt og nú Páll rifjar upp sögu slíkra spáa. „Ársspár um hafís við landið hafa nú verið gerðar síðan 1969, byggðar á hausthita á Jan Mayen, en hann er mjög háður sjávarhitanum í hafinu í kringum eyna. Þaðan berast svo haf- straumar til Íslands á hér um bil hálfu ári. Í fyrstu spánni fyrir 40 ár- um var búist við 5 mánaða ís við land- ið. Það varð mjög nærri lagi. Svo miklum ís hefur ekki verið spáð síð- an, og ekki heldur orðið.“ Hann segir aðspurður að sjaldan hafi verið jafn hlýtt á þessum árs- tíma á þessum slóðum. „Þessi einkennishiti haustsins á Jan Mayen hefur sjaldan verið hærri en nú, aðeins sex sinnum síðan hita- mælingar hófust á Jan Mayen árið 1921. Hlýindin í hafinu norður undan hafa sýnt sig að segja mikið til um samtímis loftslag á öllu norðurhvel- inu, og ekki síður á næstu árum. Hámarki ná þau að jafnaði á um 6 áratuga fresti, en þess á milli verður kuldinn mestur, einnig á um 6 ára- tuga fresti. Kaldasta árið á síðari hluta 20 aldar var 1979, og kaldasti áratugurinn í Stykkishólmi um það leyti var 1975-1984. Ofan á þessar hitasveiflur bætist að koltvísýringur hefur síðustu áratugi aukist meira en áður af manna völdum og veldur því vaxandi hlýnun út af fyrir sig,“ segir Páll Bergþórsson veðurfræðingur. Ísinn með minnsta móti GUNNAR Bragi Sveinsson ætlar að bjóða sig fram til efsta sætis á lista Framsóknarflokks- ins í Norðvest- urkjördæmi fyrir næstu alþing- iskosningar. Gunn- ar situr nú sem oddviti Framsókn- arflokks í sveitarstjórn Skaga- fjarðar. Hann hefur í mörg ár tekið virkan þátt í starfi flokksins. Vill leiða lista Framsóknar Gunnar Bragi Sveinsson Samfylking og Vinstri hreyfingin grænt framboð hafa komið sér saman um að Alþingiskosningar fari fram laugardaginn 25. apríl næstkomandi. Morgunblaðið mun daglega birta fréttir sem tengjast framboðum, prófkjörum, kosningafundum o.fl. Kosningar 2009 SIV Friðleifsdóttir gefur kost á sér til endurkjörs sem oddviti á lista Framsóknarflokks- ins í Suðvest- urkjördæmi í kom- andi alþingis- kosningum. Hún segir mörg vanda- söm verkefni bíða, m.a. þurfi að taka ákvarðanir til að verja heimili og fyrirtæki með rétt- læti og jafnræði að leiðarljósi. „Ég býð fram reynslu mína, þekkingu og krafta til að takast á við þau verkefni sem vinna þarf samfélag- inu til heilla á næstu árum,“ segir Siv. Gefur kost á sér til endurkjörs Siv Friðleifsdóttir „ÉG HEF ákveðið að gefa ekki kost á mér til framboðs fyrir Framsókn- arflokkinn í Norð- vesturkjördæmi fyrir komandi al- þingiskosningar,“ skrifar Magnús Stefánsson, þing- maður Framsókn- arflokks og fv. félagsmálaráð- herra, á heimasíðu sína. Magnús var kjörinn á Alþingi árið 1995. „Ástæður þess að ég hef tekið þessa ákvörðun eru þær að ég á að baki langan feril sem alþing- ismaður og ráðherra, tel að nú sé tímabært að láta af þingmennsku og að ég takist á við ný verkefni,“ skrifar Magnús. Magnús Stefánsson Ætlar ekki í framboð HALLUR Magn- ússon, ráðgjafi, hefur ákveðið að bjóða sig fram í eitt af efstu sætum á framboðslista Framsóknarflokks- ins í öðru af tveim- ur kjördæmum Reykjavíkur fyrir komandi alþing- iskosningar. Hallur hefur tekið þátt í starfi Framsóknarflokksins í rúm- an aldarfjórðung. Býður sig fram í Reykjavík Hallur Magnússon STOFNFUNDUR samtaka grasrót- arhreyfinga var haldinn sl. sunnu- dag. Samtökin eru samráðsvett- vangur grasrótarfélaga á Íslandi sem vinna að stjórnkerfisbreyt- ingum og stefna að framboði í næst- uþingkosningum í öllum kjör- dæmum. Framhaldsstofnfundur verður haldinn nk. sunnudag. Grasrótarhreyfing Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2009 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 50-70% afsláttur Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Útsala Síðustu dagar 30-50% afsl. Laugavegi 63 • S: 551 4422 ÚTSALAN ENN Í FULLUM GANGI MIKIÐ ÚRVAL AF FRÁBÆRUM VETRAFATNAÐI ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mánud.-föstud. 10-18 Erum að taka upp nýjar gallabuxur Verð 5.900 www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Nýjar vörur Útsalan enn í fullum gangi Str. 38-56 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „VIÐ ERUM mjög kátir með þetta. Þetta hefur tvennt í för með sér. Ann- ars vegar teljum við að þetta muni örva það að fólk fari í einhvers konar viðhaldsverkefni og mun því vonandi stuðla að því að auka atvinnu meðal þeirra sem þetta stunda. Hins vegar er annar þáttur sem er mjög mikilvægt að komi fram, sem er að við lítum öðr- um þræði á þetta sem mikilvægt tæki í baráttunni við svarta atvinnustarf- semi,“ segir Jón Steindór Valdimars- son, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, um fyrir- hugaða niðurfellingu nýrrar ríkisstjórnar á virðisaukaskatti vegna viðhalds á eigin húsnæði. Taki gildi sem allra fyrst Með niðurfellingunni minnki að hans mati mjög freist- ingin á því að biðja iðnaðarmenn um að „vinna svart“. Spurður um þýðingu niðurfellingarinnar fyrir atvinnu- horfur í stétt iðnaðarmanna, andspænis vaxandi atvinnu- leysi, kveðst Jón Steindór telja „mjög mikilvægt að þetta taki gildi eins fljótt og hægt er“. „Eins og ég skil þessi áform núna þá á þetta við um við- hald á eldra húsnæði en við teljum að þetta eigi að taka til alls íbúðahúsnæðis, hvort sem það er nýtt eða gamalt. Eins og reglurnar eru núna færðu 60 prósent endur- greidd, það eru reglurnar í dag. Núna er verið að tala um að fara með þetta í 100 prósent, en aðeins fyrir viðhald,“ segir Jón Steindór, og rifjar upp að gamla frádrættinum hafi verið komið á til að skapa atvinnu, líkt og nú. „Þetta var einu sinni 100% en var fært niður í 60%.“ Örvar framkvæmdir Í HNOTSKURN »Samtök iðnaðarins fagna tillögum nýrrarstjórnar um mannaflsfrekar framkvæmdir. » Í verkefnaskrá nýrrar ríkisstjórnar segir aðtekin verði upp „full endurgreiðsla á virðis- aukaskatti vegna vinnu manna á byggingastað við slík viðhaldsverkefni“. Jón Steindór Valdimarsson Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is NÝLIÐINN janúarmánuður var hlýr og úrkomusamur og tíð telst því hafa verið góð. Fyrri hluti mánaðar- ins var sérlega hlýr, en síðari hlutinn svalari. Þetta kemur fram í tíðar- farsyfirliti Trausta Jónssonar veður- fræðings. Meðalhiti í Reykjavík var 1,8 stig og er það 2,4 stigum ofan við með- allag. Meðalhitinn á Akureyri var 0,3 stig og er það 2,5 stigum ofan með- allags. Á Höfn í Hornafirði var með- alhitinn 2,2 stig og -3,3 stig á Hvera- völlum. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 1,2 stig, eða tveimur stigum ofan meðallags. Mánuðurinn var 14. hlýjasti jan- úar frá upphafi samfelldra mælinga í Reykjavík, sem ná aftur til ársins 1870. Úrkoma var mikil í mánuðinum. Í Reykjavík mældist hún 108 milli- metrar og er það um 40 prósent um- fram meðallag. Á Akureyri mældist úrkoman 104 mm og er það nærri tvöföld meðalúrkoma. Ekki hefur mælst jafnmikil úrkoma í janúar á Akureyri síðan 1975, en 1990, 2002 og 2004 var hún þó litlu minni en nú. Á Höfn mældist úrkoman 222 mm og er það meira en tvöföld meðalúr- koma þar um slóðir. Sólskinsstundir mældust 27 í Reykjavík í janúar og er það nærri meðallagi. Á Akureyri mældust sól- skinsstundirnar 15 og er það 8 stundum fleiri en í meðalári. Janúar var hlýr og úrkomusamur Kuldi Það kólnaði talsvert seinni hluta janúar eftir hlýindi í byrjun. UM þrjátíu starfsmenn Nýja Glitnis fara í hæfnispróf á næstu miss- erum. Fyrstu fimm taka prófið inn- an hálfs mánaðar. Kristinn Arnar Stefánsson, regluvörður hjá Glitni, segir að Birna Einarsdóttir banka- stjóri hafi ákveðið að setja lyk- ilstarfsmenn í hæfnispróf eftir að Fjármálaeftirlitið lagði próf fyrir hana og bankastjóra ríkisbank- anna þriggja, sem stóðust það. „Við gerum strangar kröfur til yfirmanna bankans,“ segir Krist- inn, en framkvæmdastjórn, endur- skoðendur, forstöðumenn verð- bréfa og eignastýringar sem og aðrir lykilstjórnendur þurfa að taka prófið sem er mismunandi eft- ir starfssviðum. „Svona próf eru nauðsynleg, því bankastarfsemi er í eðli sínu mjög flókin.“ Falli starfsmenn á prófinu fá þeir tæki- færi til að taka það aftur. Falli þeir í annað sinn verður staða þeirra metin og þeir eiga á hættu að missa vinnuna. Fjármálaeftirlitið fylgdi Birnu að málum og hefur farið þess á leit við bankana að leggja próf fyrir lykilstarfsmenn sína. Það er nú einnig í undirbúningi hjá Lands- bankanum. Þar munu framkvæmdastjórar og lykilforstöðumenn taka prófið en framkvæmd þess er enn í und- irbúningi. Engin svör fengust hjá Kaupþingi. gag@mbl.is Kanna hæfni starfsmanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.