Morgunblaðið - 03.02.2009, Page 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2009
Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri | Sími 588 0200
Íslenskt stjórnborð - Stórt hurðarop
Íslenskar leiðbeiningar - 20 ára ending
Miele þvottavélar hafa verið framleiddar í yfir hundrað ár.
Miele þvottavélar eru framleiddar til að endast.
Þvottavélar - verð frá kr. 154.995
Þurrkarar - verð frá kr. 129.995
TILBOÐ
Sparðu
með Miele
Hamraborg 7, Kópavogi
Sími 564 1451
www.modurast.is
Erum með útsölu á
barnafötum, brjóstagjafa-
bolum og ýmsu fleiru.
Lokadagar
útsölunnar
Góð tilboð
á völdum vörum
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
GUNNLAUGUR Konráðsson
hrefnuveiðimaður óttast að fiski-
stofnar við Ísland hrynji ef hval-
veiðar verða ekki leyfðar. Fjörutíu
ár eru síðan hann fór að eltast við
hrefnur fyrst og Gunnlaugur hefur
því marga fjöruna sopið á þeim vett-
vangi, þekkir hafið vel og segir
ískyggilegt hve hval hefur fjölgað
síðan hann fór fyrst á sjó. Skynsamt
fólk geti ekki lokað augunum fyrir
því hversu gríðarlega mikinn fisk
hvalirnir éti. „Það væri þá alveg eins
gott að setja bara hvalinn ofar okkur
mönnunum,“ segir hann.
„Ég trúi því ekki að ákvörðun
sjávarútvegsráðherra frá því um
daginn verði breytt. Einhverjir
munu örugglega halda því fram að
ekki sé hægt að taka mark á mér
vegna þess við hvað ég hef starfað.
Ég er hins vegar orðinn rúmlega
sextugur og fer að hætta þessu þann-
ig að málið er ekki svo einfalt. Mér
ofbýður einfaldlega það sem ég sé,“
segir Gunnlaugur.
Miklu, miklu meira …
Vísindaveiðar á hrefnu voru síðast
stundaðar hér við land sumarið 2007
og hann var einn þeirra sem kom að
því á vegum Hafrannsóknastofn-
unar. Þeim Gunnlaugi var bannað að
tala við fjölmiðla þegar þetta var og
ljósmyndurum og kvikmyndatöku-
mönnum var ekki hleypt um borð.
Nú segist hann hins vegar ekki
geta orða bundist, eftir umræðuna
sem spannst í kjölfar þess að starf-
andi sjávarútvegsráðherra, gaf á
dögunum út reglugerð sem heimilaði
töluverðar veiðar á hrefnu og lang-
reyði næstu fimm árin.
Hvalir éta mikinn fisk og alveg
gríðarlegt magn af loðnu, segir
Gunnlaugur. „Það er algjört rugl,
eins og haldið hefur verið fram, að
hvalir éti lítið annað en svif,“ segir
hann og varar ekki síst við hnúfubak.
„Best væri að gera út 10-20 skip í
heilt sumar og sökkva 10 þúsund
dýrum en ég veit að það er ekki
raunhæft og verður ekki gert, enda
er hnúfubakurinn alfriðaður. Hann
var í útrýmingarhættu um miðja síð-
ustu öld en er það ekki lengur.“
Gunnlaugur segist reyndar óttast
að það fari að verða of seint að veiða
hval í einhverju magni til þess að
stöðva þróunina.
Hnúfubak fjölgar um 11% á ári
hér við land, segir hann, sem sé langt
umfram eðlilega tímgun. Hann komi
líklega í stórum stíl annars staðar frá
vegna skorts á æti. Hnúfubakur fari
saman í flokkum en hrefnan sé hins
vegar einfari við veiðar – hnúfubak-
urinn ýti henni einfaldlega út af mat-
arborðinu.
Þegar vísindaveiðarnar hófust,
sumarið 2003, urðu menn strax varir
við að hrefnurnar voru meira og
minna fullar af fiski; þorski, ýsu og
ufsa. Svæsnustu dæmin voru fyrir
vestan. „Hrefnan er tækifærissinni;
ef hún fær ekki loðnu étur hún bara
eitthvað annað.“
Fram kom á sínum tíma að eitt-
hvað meira hefði verið af fiski í
hrefnunni en haldið var „en sannleik-
urinn er sá að það var miklu, miklu
meira,“ segir Gunnlaugur.
Reikna má með að hver hrefna éti
2-4% af eigin þyngd á hverjum degi
og því meira sem sjórinn er kaldari.
Hann gerir því ráð fyrir að hver og
ein éti 200 til 400 kíló á dag.
Hrefnurnar eru hér við land í sex
til sjö mánuði á ári „og við veiðimenn
vitum reyndar að sumar þeirra eru
hér allt árið. Menn geta því ímyndað
sér hve mikið þær éta. Hvað þá aðrar
og miklu stærri tegundir.“
Hann segir að um 1980 hafi verið
hending ef hnúfubakur sást á mið-
unum „en sumarið 2007 sáum við
stundum mörg hundruð á dag. Það
var oft miklu meira af hnúfubak en
hrefnu“.
Þessi gamalreyndi sjóari segist
hafa haft á orði við „strákana“ um
borð fyrir nokkrum árum að þess
væri ekki langt að bíða að lítið yrði
eftir af loðnu. „Og hvað er nú að ger-
ast? Faxaflóasvæðið virðist reyndar
eitt mesta átusvæði í heiminum en
staðan er allt önnur á austur- og
norðursvæðinu.“
Loðnan er undirstaðan, segir
hann. „Ef hvalurinn klárar hana
hrynur annað á eftir. Það kann að
hljóma eins og hvert annað rugl að
einhver hætta sé á því en er það því
miður ekki. Þess vegna er stór-
hættulegt að banna hvalveiðar. Það
er ekki hægt að horfa upp á það að
hvalir éti mörg hundruð tonn af fiski
á dag.“
Veiðar og skoðun fara saman
„Auðvitað eigum við að nýta þessa
auðlind, hvalina, á skynsamlegan
hátt eins og aðrar og í góðri sam-
vinnu við Hafró og aðra vís-
indamenn.“
Gunnlaugur segist vilja vinna í
sátt við hvalaskoðunarfólk enda geti
veiðar og skoðun vel farið saman.
„Við erum margbúnir að rétta
hvalaskoðunarmönnum á Húsavík
sáttarhönd og að ræða saman af
skynsemi en þeir sparka alltaf í okk-
ur,“ segir Gunnlaugur.
Hann heldur því fram að hluti
ástæðunnar sé sá að hvalaskoð-
unarfyrirtæki njóti styrkja frá al-
þjóðlegum hvalfriðunarsamtökum.
„Þetta veit ég. Og styrkirnir fást
ekki áfram ef þeir tala ekki op-
inberlega gegn veiðum,“ segir Gunn-
laugur. „Við viljum ekki skemma fyr-
ir þeim. Það yrði mitt síðasta verk að
veiða hval ef ég vissi af skoðunarbát
nálægt. Hvalaskoðunarbátar hafa
hins vegar elt okkur um allan sjó,
bæði fyrir sunnan og vestan.“
Telur hvali geta
eyðilagt fiskimiðin
„Ekki hægt að horfa upp á hvali éta hundruð tonna á dag“
Ljósmynd/Gunnlaugur Konráðsson
Góður afli! Hluti fisksins sem kom úr maga einnar hrefnunnar við vísindaveiðar Hafró sumarið 2007.
Ljósmynd/Gunnlaugur Konráðsson
Um borð Þessi hrefna er um átta metra löng. Mynd frá því sumarið 2007.
Í HNOTSKURN
»Gunnlaugur segir að sum-arið 2007 hafi verið svo
mikið af hnúfubak víða á mið-
unum að erfitt hafi verið að ná
hrefnu. Þær voru styggar og
svangar. „ Loðna var í maga
einnar af hverjum 10 en
þorskur og ýsa í hinum. Hlut-
fallið ætti að vera öfugt ef allt
væri með felldu,“ segir hann.