Morgunblaðið - 03.02.2009, Side 14

Morgunblaðið - 03.02.2009, Side 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is Í UMRÆÐUM um Alþingi og lýðræðið að und- anförnu hefur komið fram gagnrýni á það fyr- irkomulag að ráðherrar sitji andspænis þing- mönnum í sal Alþingis. Með þessu fyrirkomulagi megi segja að ráðherrarnir séu hafnir yfir Alþingi. Að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis, var þetta fyrirkomulag tekið upp þegar Hannes Hafstein varð fyrsti ráðherra Íslands 1904. Hannes tók sæti við hliðina á þingforseta gegnt þingmönnum á þinginu 1905. Allar götur síðan hafa ráðherrar setið við norðurhlið þingsal- arins, gegnt þingmönnum. Frá þessu fyrirkomulagi er ein undantekning, að sögn Helga. Árið 1987 var þingmönnum fjölgað úr 60 í 63. Jafnframt voru ný húsgögn keypt í þingsalinn og ráðherrarnir fluttu sig um set á fremsta bekk í þingsalnum. Þetta fyrirkomulag var við lýði út kjörtímabilið. Frá og með haust- þinginu 1991 var horfið til gamla fyrirkomulagsins og ráðherrar fluttu sig að nýju að norðurhliðinni, við hlið þingforsetans. Að sögn Helga er þessi uppstilling klassísk í evópskum þingum. Undantekning er norska þing- ið, en norskir ráðherrar sitja á fremsta bekk eins og tíðkaðist hér árið 1987 til 1991. Á færeyska Lögþinginu er það fyrirkomulag að ráðherrar sitja úti í horni. Á Alþingi er hefð fyrir því að forsætisráð- herrann situr næst forseta þingsins, honum á hægri hönd. Algengast er að utanríkisráðherrann, sem jafnframt hefur verið formaður annars stjórnarflokksins, sitji við hlið forsætisráðherra. Þá eru dæmi um að fjármálaráðherra sitji við hlið forsætisráðherra en ef ekki, situr hann næst for- setanum, honum á vinstri hlið. Uppröðun ráð- herra fer að öðru leyti eftir ákveðnum reglum. Fyrst ræður ráðherraldurinn og ef hann er jafn ræður þingaldurinn. Og ef hann er jafn þá ræður varamennska á þingi og loks lífaldur. Það ræðst væntanlega ekki fyrr en í dag hvort Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sest við hlið Jóhönnu Sigurðardóttur eða í sæti Árna M. Mathiesen. Það er í ákvörðunarvaldi Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, hvar honum verður skipað í sæti. Næstir í röðinni verða Össur Skarphéðinsson og Kristján L. Möller og svo koll af kolli. Síðustu sætin fá utanþingsráðherrarnir Gylfi Magnússon og Ragna Árnadóttir, því þau hafa enga þingreynslu. Svo skemmtilega vill til að þau eru bæði fædd árið 1966. Gylfi er aðeins eldri, fæddur 11. júlí, og verður því ystur þeim megin sem forsætisráðherrann situr. Ragna er fædd 3. ágúst og verður því yst í hinni röðinni. Á fundum ríkisstjórnarinnar situr forsætisráð- herra í öndvegi en að öðru leyti er röðin sú sama við ríkisstjórnarborðið og á Alþingi. Á fundi rík- isráðs á Bessastöðum sl. sunnudag var ráðherrum raðað upp samkvæmt þessari reglu. Þetta er sama fyrirkomulag og gilti á fundi forseta Íslands og ríkisstjórnar Geirs H. Haarde í ríkisráðunu sl. gamlársdag. Um árabil þar áður gilti sú regla að leiðtogar stjórnarflokkanna sátu við hlið forseta Íslands en aðrir ráðherrar út frá þeim í starfs- rófsröð. Nær óbreytt í rúm 100 ár Evrópsk hefð að ráð- herrar sitji gegnt alþing- ismönnum eins og hér Morgunblaðið/Sverrir Undantekningin Ráðherrar sátu á fremsta bekk á Alþingi 1987-1991. Þorsteinn Pálsson í ræðustól og aðrir ráðherrar og þingmenn hlusta á mál hans. Í öftustu röð má m.a. þekkja Steingrím J. Sigfússon. Sætið sem forsætisráðherrarnir Þorsteinn Páls- son og Steingrímur Hermannsson sátu í á ár- unum 1987 til 1991, er enn kallað í gamni for- sætisráðherrasætið. Umrætt sæti er númer 13. „Þegar dregnar eru kúlur um sætin er sagt við viðkomandi, jæja nú ert þú forsætisráð- herra,“ segir Helgi Bernódusson. Síðast var þetta sagt við Jón Bjarnason, þingmann Vinstri grænna, þegar hann dró þetta sæti við upphaf þings síðastliðið haust. Sætið er í innstu skeif- unni og næst sæti forsætisráðherra. Jón Bjarnason hefur áður setið í þessu sæti, á aukaþinginu 2003. Af öðrum þingmönnum sem setið hafa í sæti 13 undanfarin ár má nefna Katrínu Júlíusdóttur, Gunnar Svavarsson, Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur, Kristján L. Möller, Birgi Ármannsson, Sólveigu Pétursdóttur og Ástu R. Jó- hannesdóttur. Því má segja að það gefi nokkrar vonir um ráðherradóm að draga sæti númer 13! Ráðherrum í ríkisstjórn fækkar um tvo og verður því aðeins rýmra um þá en fyrri ríkisstjórn. Ráðherrar, sem nú hverfa úr stjórn- inni, fara í laus sæti úti í sal. Ekki hefur verið ákveðið hvaða sæti þeir fá, en ekki er ólíklegt að dregið verði um það. Jón Bjarnason situr í sæti „forsætisráðherra“ Jón Bjarnason GUÐBJARTUR Hannesson, þing- maður Samfylkingarinnar og 2. þingmaður Norðvesturkjördæmis, mun taka við embætti forseta Al- þingis af Sturlu Böðvarssyni á fyrsta fundi Alþingis eftir stjórn- arskiptin. Við upphaf núverandi kjör- tímabils, sem hófst 2007, var sú breyting gerð að forseti Alþingis var kjörinn út kjörtímabilið. Áður gilti sú regla að forsetinn var kjör- inn við upphaf hvers þings. Meirihluti þingmanna þarf að óska eftir nýrri kosningu Í 6. grein þingskapa segir að kosning forseta, fastanefnda og al- þjóðanefnda þingsins gildi fyrir allt kjörtímabilið. Þingið getur þó kosið að nýju í embætti forseta og nefnd- ir ef fyrir liggur beiðni meirihluta þingmanna þar um og fellur þá hin fyrri kosning úr gildi. Núverandi stjórnarflokkar, Samfylking og Vinstri grænir, hafa ekki meiri- hluta á Alþingi og munu því a.m.k. þurfa liðsinni Framsóknarflokksins til þess að óska eftir kjöri á nýjum forseta. „Þetta er krefjandi verkefni, sér- staklega af því að við erum með minnihluta í stjórn. Það reynir meira á samninga nú en oft áður. Ég hlakka til að glíma við þetta,“ segir Guðbjartur Hannesson, þing- maður Samfylkingarinnar í Norð- vesturkjördæmi og verðandi forseti Alþingis, í samtali við mbl.is. Guðbjartur segist taka við góðu búi að mörgu leyti í sambandi við stjórn þingsins þegar hann tekur við embættinu af Sturlu Böðv- arssyni, 1. þingmanni Norðvest- urkjördæmis. „En nú reynir á því umhverfið er annað og það gerir öðruvísi kröfur þannig að það er mjög spennandi. Verkefni okkar hlýtur náttúrlega að vera það að þingið fari að vinna meira að málum sameiginlega. Það er óskandi að menn leggist á eitt við að leysa úr málum, það er verk- efni okkar og vonandi eiga nú allir flokkar það markmið að ná fram úrbótum, bæði fyrir fyrirtæki og heimili. Það er okkar stóra verkefni að koma málum þannig fyrir að við komum til móts við kröfurnar um aukið lýðræði og breytingar. Ég er frekar bjartsýnn og ég held að það megi treysta á það að menn standi saman og falli ekki í þá freistni að fara að flytja kosningabaráttuna inn í þingið,“ sagði Guðbjartur Hannesson. Guðbjartur Hannesson er á fimmtugasta og níunda aldursári, fæddur 3. júní 1950. Hann var fyrst kjörinn á Alþingi vorið 2007. Hann hefur síðan verið formaður félags- og tryggingamálanefndar og á að auki sæti í fjárlaganefnd og menntamálanefnd. Þá er hann fulltrúi í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins. Guðbjartur er kvæntur Sigrúnu Ásmundsdóttur og eiga þau tvær dætur. Guðbjartur er Akurnesingur og var lengi grunnskólakennari þar í bæ. Þá var hann skólastjóri Grundaskóla á Akranesi 1981 til 2007. Hann sat í bæjarstjórn Akra- ness 1986-1998. sisi@mbl.is Nýr forseti Alþingis segir að mörg krefjandi verkefni bíði þingsins Morgunblaðið/Frikki Í þingsal Guðbjartur, t.v., situr við hlið Ágústs Ólafs Ágústssonar. Hann mun á næsta þingfundi setjast í stól forseta Alþingis. 86 umsóknir bár- ust um styrk úr sjóðnum „A.P. Møllers Fond for islandske stud- erende i Dan- mark“. 60 stúd- entum verður veittur styrkur á næstunni. Í mörg ár hafa íslenskir stúd- entar í háskólanámi í Danmörku fengið styrki úr þessum sjóði. Dansk-Islandsk Samfund hefur unnið úr umsóknum og aðstoðað við styrkveitinguna. Í ár var ráðstöf- unarupphæðin hækkuð um helming vegna fjármálaástandsins á Íslandi og nam einni milljón danskra króna, segir m.a. í tilkynningu. Íslenskir stúdentar í Danmörku fá styrk SAUTJÁN skip hafa fengið leyfi til tilraunaveiða á gulldeplu og gilda leyfin frá 1. febrúar til 15. febrúar 2009. Skulu tilraunaveiðarnar fara fram undir eftirliti Hafrann- sóknastofnunar og skal starfs- maður hennar eða Fiskistofu vera um borð í hverju skipi á meðan á veiðunum stendur, að því marki sem stofnanirnar telja nauðsynlegt. Leyfi til tilraunaveiða á gull- deplu eru meðal annars bundin þeim skilyrðum að þær séu stund- aðar á dýpi sem er meira en 200 metrar og að bolfiskur sé að- greindur frá öðrum afla við dæl- ingu úr veiðarfæri í lestar skipsins. aij@mbl.is 17 skip með leyfi í hálfan mánuð UMHVERFISSTOFNUN barst til- kynning frá Vaktstöð siglinga að- faranótt 24. janúar síðastliðinn þess efnis að flutningaskipið Atlantic Navigator hefði óskað leyfis að leita vars í Garðsjó. Um borð í skip- inu voru gámar með geislavirkum úrgangi. Óskað var eftir áliti Umhverf- isstofnunar á beiðni skipsins. Þar sem spáð var 13-20 metrum á sek- úndu á leið skipsins féllst Umhverf- isstofnun á að skipið leitaði vars með það fyrir augum að lágmarka hættu. Niðurstaða Umhverfisstofn- unar var um þetta einstaka tilfelli og byggðist á upplýsingum um þá stöðu sem upp var komin þegar leit- að var álits. Leyft að leita vars DR. JAMES A. Thurber, stjórn- málafræðiprófessor og for- stöðumaður Center for Con- gressional and Presidential Studies við American University í Wash- ington DC, heldur fyrirlestur á veg- um Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og sendiráðs Bandaríkj- anna á morgun, 4. febrúar, kl. 12.15 í stofu 201 í Odda. Thurber mun fjalla um nýjan for- seta Bandaríkjanna, Barack Obama, og hvers megi vænta af honum og bandaríska þinginu. Barack Obama og væntingarnar STUTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.