Morgunblaðið - 03.02.2009, Side 15
Fréttir 15VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2009
Eftir Björgvin Guðmundsson
og Þórð Snæ Júlíusson
KAUPRÉTTUR starfsmanna
Landsbankans var ekki framseldur
til erlendra félaga og af honum voru
greiddir skattar og lögbundin gjöld.
Þetta segir Kristján Gunnar Valdi-
marsson, fyrrverandi forstöðumaður
skattasviðs Landsbankans.
Í Morgunblaðinu undanfarna
daga hefur verið fjallað um erlend
félög sem áttu mikið af hlutabréfum í
Landsbankanum. Þessi félög voru
vistuð í löndum þar sem skattalög-
gjöf er hagstæð fjárfestum. Tengilið-
ur þeirra á Íslandi var í nokkrum til-
vikum Kristján sjálfur.
Hann segir að þessi lönd hafi verið
valin vegna þess að ekki var heimilt
að stofna svokallaða sjálfeignarsjóði
hér á landi. Sjálfseignarsjóðirnir
áttu félögin sem keyptu hlutabréf í
Landsbankanum á móti kauprétti
starfsmanna. Kaupin fjármagnaði
ekki Landsbankinn sjálfur heldur
þriðji aðili, eins og Kaupþing og
Glitnir.
Þetta fyrirkomulag tryggði að
Landsbankinn var varinn fyrir
hækkun á verði hlutabréfanna þang-
að til starfsmaðurinn nýtti kauprétt-
inn. Þegar að því kom keypti bank-
inn hlutabréf af erlenda félaginu
samkvæmt samningi og seldi starfs-
manninum eins og lýst hefur verið í
Morgunblaðinu.
Kristján segir að kauprétturinn
hafi verið skráður á nafn hvers
starfsmanns og ekki hafi verið hægt
að framselja réttinn til félags í hans
eigu. Hann hafi skrifað minnisblað í
bankanum um þá framkvæmd og
ekki talið aðrar leiðir færar. Hagn-
aður af samningnum, sem var mun-
urinn á kaupréttargengi og mark-
aðsgengi, var skattlagður sem
tekjur. Starfsmenn greiddu því um
38% tekjuskatt af hagnaðinum og til
viðbótar greiddi Landsbankinn lög-
bundin tryggingargjöld.
Kristján segir að árið 2007 hafi
Fjármálaeftirlitinu verið gerð grein
fyrir þessu fyrirkomulagi sem hafi
verið viðhaft frá því bankinn var í
meirihlutaeigu ríkisins. Þá hafi
FME fengið allar tilkynningar um
þá sem nýttu sér kauprétt.
Greiddu skatt
af kauprétti
Morgunblaðið/Þorkell
Kaupréttarsamningar Samningar um kauprétt voru til þriggja og fimm
ára. FME fékk tilkynningu þegar starfsmenn nýttu sér kauprétt.
Kaupréttarfyrirkomulag Landsbankans
var kynnt Fjármálaeftirlitinu 2007
● Hráolíuverð lækkaði í gær þegar
verkfalli starfsmanna olíuhreins-
unarstöðva var afstýrt í bili. Verð á hrá-
olíu féll um 78 sent niður í 40,90 doll-
ara fyrir tunnuna. 24.000 starfsmenn
olíuhreinsunarstöðva samþykktu að
fresta verkfalli og kjaraviðræður voru í
kjölfarið framlengdar í sólarhring.
Verkfall myndi hafa áhrif á 60 hreins-
unarstöðvar. Valero, sem stærsta fyr-
irtækið í Bandaríkjunum á þessu sviði,
tilkynnti í gær að það hygðist loka ein-
hverjum vinnustöðvum ef starfsmenn
færu. Olíufyrirtækið BP PLC tilkynnti
um slíkt hið sama. thorbjorn@mbl.is
Olíuverð lækkaði
ÞETTA HELST ...
● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöllinni á
Íslandi námu um 10,7 milljörðum króna
í gær. Það voru að mestu viðskipti með
skuldabréf. Viðskipti með hlutabréf
námu einungis um 25 milljónum.
Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,0%, í
895 stig. Mest lækkun varð á hlutabréf-
um Straums-Burðaráss, eða um 3,6%.
gretar@mbl.is
Lækkun í Kauphöllinni
● EINKANEYSLA
heldur áfram að
dragast saman í
Bandaríkjunum.
Hún var 1% minni í
desembermánuði
síðastliðnum en í
sama mánuði árið
áður. Var það sjötti
mánuðurinn í röð
sem einkaneyslan dróst saman.
Segir í frétt á fréttavef New York
Times að almenningur jafnt sem fyr-
irtæki hafi almennt dregið úr neyslu
sinni en þess í stað aukið sparnað og
lagt meira af tekjum sínum til hliðar.
Ástæðan sé fyrst og fremst auknar
áhyggjur af atvinnuleysi, nú þegar
kreppan heldur áfram að dýpka.
gretar@mbl.is
Minni einkaneysla
en aukinn sparnaður
● ÞRENGINGAR eru framundan fyrir
áliðnaðinn í heiminum. Þetta er mat
rússneska auðkýfingsins Olegs Deri-
paska, auðugasta manns Rússlands og
stærsta hluthafans í rússneska álfyr-
irtækinu Rusal, sem er stærsti álfram-
leiðandi í heimi. Frá þessu er greint í
vefmiðlum erlendra fréttastofa.
Bandaríska dagblaðið Wall Street Jo-
urnal hefur eftir Deripaska, að svo geti
farið að rússneska ríkið kaupi minni-
hluta hlutafjár í Rusal til að hjálpa til við
endurskipulagningu á skuldum fyr-
irtækisins. Erfiðleikarnir séu miklir,
mest vegna þess hve eftirspurn í heim-
inum hefur dregist mikið saman.
gretar@mbl.is
Erfið staða í áliðnaði
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu-
sambandsins vill nýjar reglur sem
myndu skylda ESB- og EES-ríki til
þess að afhenda upplýsingar um
reikninga í eigu skattgreiðenda í
öðrum ríkjum.
Framkvæmdastjórnin segir að
slíkar reglur myndu hafa áhrif á
bankaleynd í Belgíu, Lúxemborg
og Austurríki, en aðeins hjá út-
lendingum sem séu að reyna að
komast hjá því að greiða skatta í
heimalandinu. Framkvæmda-
stjórnin segir að á hverju ári séu
vangoldnir skattar í ESB-ríkjum
allt að 250 milljarðar evra sam-
tals.
Breskir skattgreiðendur þurfa
að bera þungann af margra millj-
arða punda holu í ríkisfjármálum
þar sem mörg hundruð stærstu
fyrirtækin í landinu beita flóknum
aðferðum til að takmarka það sem
þau greiða í skatta.
Breska dagblaðið Guardian fór
yfir reikninga stærstu fyrirtækja
Bretlands og komst að því að
mörg þeirra beita háþróuðum að-
ferðum til að forðast skatt-
greiðslur sem hefur leitt af sér
holskeflu af fullkomlega löglegum
leiðum til að sniðganga skatta.
Ekki er vitað með vissu hvað þetta
eru háar fjárhæðir samanlagt sem
breska ríkið fer á mis við. Guardi-
an segir að upphæðin geti verið
einhvers staðar á bilinu 3,7 til 13
milljarðar punda. Samkvæmt op-
inberri tölfræði breska ríkisskatt-
stjórans greiddu 60% af 700
stærstu fyrirtækjum Breta minna
en 10 milljónir punda í skatta árið
2006 og 30% þeirra greiddu ekk-
ert. thorbjorn@mbl.is
Heiðarlegir skattgreið-
endur borga brúsann
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
HIN nýja ríkisstjórn Jóhönnu Sig-
urðardóttur áformar að breyta fyr-
irkomulagi peningamálastjórnunar
hér á landi umtalsvert frá því sem
verið hefur. Með því að fækka seðla-
bankastjórum úr þremur í einn og
koma á fót sérstöku peningastefnu-
ráði, til að fara með ákvarðanir um
beitingu stjórntækja Seðlabankans,
er verið að færa fyrirkomulag pen-
ingamálastjórnunar nær því sem til
að mynda er á Bretlandi. Þar er fyr-
irkomulagið með þessum hætti, þ.e.
einn aðalseðlabankastjóri og pen-
ingastefnuráð.
Í verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar
er ekki tilgreint hvernig útfærslan á
peningastefnuráðinu verður. Þá hef-
ur ekki verið tilkynnt hvernig skip-
að verður í ráðið.
Níu manna ráð Englandsbanka
Í peningastefnuráði (MPC) Eng-
landsbanka eiga sæti níu manns.
Þeir eru bankastjórinn, tveir að-
stoðarbankastjórar, aðalhagfræð-
ingur bankans og einn fram-
kvæmdastjóri og fjórir
utanaðkomandi nefndarmenn, sem
fjármálaráðherrann tilnefnir. Þessir
fjórir nefndarmenn eru ekki fulltrú-
ar ákveðinna hópa þjóðfélagsins.
Þeir eru alla jafna valdir með hlið-
sjón af því að þeir séu hlutlausir sér-
fræðingar á sviði hagfræði, oft starf-
andi fræðimenn við háskóla.
Markmiðið er að þessir aðilar skapi
ráðinu sérfræðiþekkingu til viðbótar
við þá þekkingu sem fulltrúar bank-
ans í því búa yfir. Peningastefnuráð-
ið ákveður stýrivexti bankans með
hliðsjón af því að verðbólgumarkmið
hans náist fram.
Ekki verður annað séð en að pen-
ingastefnuráð Englandsbanka hafi
almennt notið trausts og að niður-
stöður þess þyki alla jafna trúverð-
ugar.
Ráð með sérfræðingum
Peningastefnuráð Seðlabankans á að fara með ákvarðanir um beitingu stjórn-
tækja bankans Góð reynsla þykir af slíku ráði til að mynda við Englandsbanka
Í HNOTSKURN
» Peningastefnuráð Eng-landsbanka er skipað
sérfræðingum á sviði hag-
fræði og peningamála-
stefnu.
» Ráðið fundar mán-aðarlega og tekur þá
ákvörðun um stýrivexti
bankans.
» Við seðlabanka Banda-ríkjanna er einnig pen-
ingastefnuráð sem hefur
það hlutverk að hafa yfir-
umsjón með stefnu bankans.
● Finnska dagblaðið Helsingin Sanomat
segir farsímarisann Nokia hafa hótað að
flytja höfuðstöðvar sínar og verksmiðjur
frá Finnlandi ef finnska löggjafarþingið
samþykkir ekki löggjöf sem heimilar fyr-
irtækjum að skoða tölvupóst starfs-
manna. Þessu hafnar fyrirtækið.
Nokia segir að frétt dagblaðsins sé
full af rangfærslum og byggð á misskiln-
ingi. Matti Vanhanen ,forsætisráðherra
Finnlands, hefur einnig hafnað því að
fyrirtækið hafi þrýst á þingmenn að
breyta löggjöfinni en Nokia telur að raf-
ræn vöktun tölvupósts sé mikilvægt
úrræði til að sporna gegn iðnaðar-
njósnum. 16.000 manns starfa hjá
Nokia í Finnlandi. thorbjorn@mbl.is
Segir Nokia hafa hótað
að flytja frá Finnlandi