Morgunblaðið - 03.02.2009, Qupperneq 16
16 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2009
Stepp ehf Ármúla 32 Sími 533 5060 www.stepp.is stepp@stepp.is
G
ra
fí
k
a
2
0
0
9
GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA
TEPPI FYRIR HEIMILIÐ
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
ÓTTAST er um afdrif barna og óbreyttra borgara í átök-
unum á Sri Lanka en um 250.000 manns eru innlyksa á
litlu svæði, sem skæruliðar tamíl-tígra ráða, og fá ekki að
fara þaðan. Er fólkið eins og á milli steins og sleggju og
verður ýmist fyrir kúlna- eða sprengjuhríð frá stjórn-
arhermönnum eða skæruliðum.
Daniel Toole, yfirmaður Unicef, Barnahjálpar Samein-
uðu þjóðanna í Suður-Asíu, sagði, að tugþúsundir barna
væru innilokuð á svæði skæruliða og vitað væri, að fjölda-
mörg hefðu látið lífið og enn fleiri særst.
Stjórnvöld skora á Tígrana
Stjórnvöld á Sri Lanka hafa skorað á Tígrana að leyfa
óbreyttum borgurum að forða sér burt en talsmenn
skæruliða neita því og segja, að fólkið vilji ekki fara, að
það telji sig öruggast undir vernd skæruliða.
Louis Michel, sem fer með mannúðarmál í fram-
kvæmdastjórn Evrópusambandsins, segir, að í uppsigl-
ingu séu ólýsanlegar hörmungar á Sri Lanka og hefur
hann skorað á stjórnvöld og skæruliða að eira óbreyttum
borgurum og leyfa þeim og forða sér burt af átakasvæð-
unum. Undir það taka talsmenn ýmissa hjálparstofnana
og að sögn Rauða krossins eru öll matvæli uppurin.
Að minnsta kosti níu manns létust og margir særðust
er sprengikúlum var skotið á yfirfullt sjúkrahús á yf-
irráðasvæði skæruliða. Sagði talsmaður stjórnarhersins,
að hann hefði ekki ráðist á sjúkrahúsið enda beitti hann
aðeins flugvélum í sókninni gegn skæruliðum og hefði vit-
að nákvæmlega um legu sjúkrahússins. Sagði hann, að
skæruliðar verðust hins vegar með stórskotaliðsvopnum
og taldi líklegt, að þeir hefðu skotið á sjúkrahúsið í því
skyni að sverta stjórnarherinn.
Sri Lankastjórn skoraði í gær á óbreytta borgara að
koma sér burt frá yfirráðasvæði skæruliða þar sem nú
stæði yfir lokasóknin gegn þeim. Yrði ekkert af henni
slegið og þess vegna væri ekki hægt ábyrgjast öryggi
fólksins nema það forðaði sér sjálft.
Börn milli tveggja elda
Óbreyttir borgarar, allt að 250.000 manns, eru berskjaldaðir fyrir skothríð
og sprengjuárásum í átökum stjórnarhersins og skæruliða á Sri Lanka
Í HNOTSKURN
» Tamílsku tígrarnirhófu vopnaða baráttu
fyrir sjálfstæðu ríki í norð-
austurhluta Sri Lanka árið
1972. Hefur hún kostað tug-
þúsundir manna lífið.
» Tígrarnir hafa beitthryðjuverkum og virt
mannréttindi að vettugi og
það hefur einnig átt við um
stjórnarherinn.
» Meirihluti íbúa á SriLanka er Sinhalesar,
um 75%, en Tamílar um
15%.
SNJÓNUM kyngdi niður í Vestur-Evrópu í gær
og olli það miklum samgönguerfiðleikum víða,
einkum í Bretlandi og Frakklandi. Raunar snjó-
aði meira eða minna á öllu meginlandinu og al-
veg suður til Marokkó.
Ætla mætti, að myndin væri tekin í ein-
hverjum bæ á norðurslóðum en hún var tekin í
Suður-London en þar er nú 10 sm djúpur, jafn-
fallinn snjór. Hefur ekki snjóað þar meira í 18 ár
en þessi vetur er sá kaldasti í Bretlandi í 12 ár. Í
gær var flugvöllum í landinu lokað vegna fann-
komunnar og lestasamgöngur lágu víða niðri. Þá
voru skólar lokaðir og almenningur var hvattur
til að vera ekki á vegum úti á bíl nema brýna
nauðsyn bæri til. Breska veðurstofan varaði í
gær við enn meiri snjókomu og spáð var allt að
átta sm snjódýpt á austanverðu Írlandi. Þar og
víðar hefur mikið verið um árekstra og slys.
Fannalög í Lundúnaborg
AP
TALIÐ er að um sextán blaðamenn hafi verið myrtir í
Rússlandi á síðustu átta árum, þar af fjórir blaðamenn
Novaja Gazeta, blaðs sem þekkt er fyrir rannsóknarblaða-
mennsku og harða gagnrýni á spillingu í stjórnkerfinu,
meint lögregluríki og mannréttindabrot í Tsjetsjeníu.
Blaðamenn og ritstjórar Novaja Gazeta hafa farið á
sjálfsvarnarnámskeið og nokkrir þeirra nota dulnefni. Að
minnsta kosti einn þeirra hefur fengið lífvörð vegna morð-
hótana. Einn eigenda blaðsins, Alexander Lebedev, auð-
kýfingur og fyrrverandi þingmaður, hefur lagt til að yf-
irvöld heimili rússneskum blaðamönnum að bera byssur til
að geta varið sig.
Skiptar skoðanir eru meðal blaðamanna Novaja Gazeta
um þessa tillögu en aðalritstjórinn Dmítrí Múratov er
hlynntur henni. „Annaðhvort verjum við okkur eða byrjum
að skrifa um náttúruna og fugla, allt sem er jákvætt,“ segir
Múratov. „Við myndum þá hætta að skrifa um öryggis-
stofnanirnar, spillinguna, fasismann.“
Margir starfsmanna blaðsins telja að hreyfingar þjóð-
ernissinna eða „fasista“ hafi staðið fyrir morðunum með
stuðningi eða aðstoð lögreglu- og leyniþjónustumanna.
Síðasta morðið var framið 19. janúar þegar Anastasía
Babúrova, 25 ára blaðakona, var skotin til bana á götu ná-
lægt Kreml þegar hún var þar á göngu með lögfræðingi
sem hefur varið marga Tsjetsjena, umhverfisverndarsinna
og baráttumenn mannréttinda. Þekktasti blaðamaðurinn
sem ráðinn hefur verið af dögum er Anna Politkovskaja,
sem var myrt fyrir utan heimili sitt í Moskvu árið 2006.
Hún hafði meðal annars skrifað um mannréttindabrot yf-
irvalda í Tsjetsjeníu. bogi@mbl.is
Vilja að rússneskir blaða-
menn fái að bera vopn
AP
Í skugga morða Dmítrí Múratov, ritstjóri Novaja Ga-
zeta (t.h.), á morgunfundi með blaðamönnum sínum.
ÁKÖF og tillits-
laus eftirsókn
fullorðins fólks
eftir velgengni er
nú það sem einna
helst ógnar vel-
ferð breskra
barna. Segir svo
í nýrri skýrslu
um æskuárin og
líðan barna í
Bretlandi.
Í skýrslunni, sem 11 sérfræðing-
ar unnu, segir, að eigingjörn ein-
staklingshyggja sé komin út í öfgar.
Afleiðing hennar sé meðal annars
upplausn heimila, siðlaus auglýs-
ingamennska, allt of mikil sam-
keppni í skólum og allt of mikill
launamunur í samfélaginu. Af þess-
um sökum sé hlutskipti barna verra
nú en áður og ekki að undra þótt
sálræn vandamál ungs fólks aukist
ár frá ári.
Einn höfunda skýrslunnar, Row-
an Williams, erkibiskup af Kant-
araborg, segir, að svo virðist sem
fólk sé hætt að skilja hverjar hinar
raunverulegu þarfir barnsins séu.
Skýrsluhöfundar leggja áherslu
á, að niðurstöðurnar séu studdar
traustum tölum en samt er líklegt,
að einhverjir verði til að mótmæla
þeim. Þeir segja til dæmis, að
þrisvar sinnum fleiri börn, sem búa
hjá öðru foreldranna eða stjúpföður
eða -móður, eigi í erfiðleikum en
þau, sem búa hjá báðum foreldrum
sínum. svs@mbl.is
Ungdóm-
urinn
út undan
Eru þau fyrir full-
orðna fólkinu?
Passar ekki inn í sam-
keppnissamfélagið
ÁTTATÍU og átta manns fórust þeg-
ar Boeing-737 frá rússneska flug-
félaginu Aeroflot hrapaði í Úralfjöll-
um í september síðastliðnum. Var í
fyrstu talið, að vélarbilun hefði vald-
ið slysinu en nú er niðurstaðan kom-
in og hún er þessi: Flugstjórinn var
drukkinn.
Rannsóknarnefnd flugslysa í
Rússlandi segir, að meginástæðan
fyrir slysinu hafi verið sú, að flug-
stjórinn, Rodion Medvedev, hafi ver-
ið ófær um að stjórna flugvél vegna
ölvunar. Fannst áfengi í líkama hans
og auk þess mátti vel heyra það á
mæli hans á upptökum.
svs@mbl.is
Flugstjórinn
var fullur
MUAMMAR Gaddafi, leiðtogi Líbýu, var kjörinn
formaður Afríkusambandsins á leiðtogafundi
þess í Eþíópíu í gær og kvaðst ætla að beita sér
fyrir stofnun „Bandaríkja Afríku“ þrátt fyrir
andstöðu ráðamanna í mörgum löndum álfunnar.
Fyrir fundinn hafði Gaddafi hótað því að hætta
að nota olíuauð Líbýu til að fjárfesta í Afríku ef
hugmyndir hans um samruna Afríkuríkja yrðu
ekki að veruleika. Líbýa er þriðji mesti olíu-
framleiðandi álfunnar á eftir Nígeríu og Angóla.
Gaddafi vill meðal annars að öll Afríkuríki taki
upp sameiginlegan gjaldmiðil og stofni afrískan
her. bogi@mbl.is
Gaddafi leiðtogi Afríku
Gaddafi á leiðtogafundi
Afríkusambandsins.