Morgunblaðið - 03.02.2009, Page 20
20 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2009
Ný ríkisstjórn hefur
tekið við völdum og er
efnahagsstefna hennar
– samkvæmt orðum
forsætisráðherrans sl.
sunnudag – grundvöll-
uð á áætluninni, sem
fyrri ríkisstjórn vann í
samstarfi við Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn (IMF). Fjár-
málaráðherra þessarar ríkisstjórnar
verður einn helsti tengiliður og sam-
starfsmaður sjóðsins hér á landi
þann tíma sem hann situr í embætti.
Svo vill til að þar er á ferðinni sami
stjórnmálamaður og fyrir örfáum
mánuðum fór fremstur í baráttu
Vinstri hreyfingarinnar – græns
framboðs gegn samstarfinu við sjóð-
inn.
Þessi stjórnmálamaður, Stein-
grímur J. Sigfússon, fór hvað eftir
annað í þingræðum ófögrum orðum
um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og
samkomulag íslenskra stjórnvalda
við hann um fjárhagslegan stuðning.
Hann varaði ákaflega við lántök-
unni, sem samkomulagið gerir ráð
fyrir, og taldi það vera „þungan
bagga að bera fyrir
ungar axlir komandi
kynslóða og landsmenn
alla“, svo notuð séu
hans eigin orð. Lántak-
an var slæm, en þó
voru að hans mati verri
þeir skilmálar, sem
hann sagði felast í sam-
komulaginu. Það voru
að hans mati „ógn-
arskilmálar“ og „þving-
unarprógramm“, sem
Íslendingar þyrftu að
losna undan sem fyrst
til að „endurheimta frelsi sitt á
þessu sviði“. Taldi hann að í áætl-
uninni birtist skýrt „harðlínunið-
urskurðarstefna“ sjóðsins, sem væri
„eyðileggjandi fyrir íslenskt velferð-
arsamfélag til framtíðar“. Hét hann
því að lokum að ef þingmenn Vinstri
grænna fengju til þess aðstöðu væri
það „forgangsatriði“ af þeirra hálfu
að komast út úr þessu samkomulagi.
Nú liggur fyrir stjórnarsáttmáli
nýrrar ríkisstjórnar. Ekkert er þar
að finna sem bendir til að Vinstri
grænir hafi gert þetta mál að for-
gangsatriði. Og þrátt fyrir tíða leka
til fjölmiðla af stjórnarmynd-
unarviðræðunum er ekkert sem
bendir til þess að flokkurinn hafi
gert svo mikið sem minnstu tilraun
til að gera þetta að forgangsatriði. Á
þessu eru bara tvær hugsanlegar
skýringar. Önnur er sú að Stein-
grími J. Sigfússyni og flokkssyst-
kinum hans hafi snúist hugur í þessu
máli og þau hafi áttað sig á nauðsyn
samkomulagsins við Alþjóðagjald-
eyrissjóðinn. Ef svo er væri heið-
arlegast af Steingrími að koma
hreint fram og játa það að hann hafi
haft rangt fyrir sér í umræðum um
málið í haust og að öll stóryrðin hafi
verið á misskilningi byggð. Hin
mögulega skýringin er sú að Stein-
grímur og félagar hafi einfaldlega
ákveðið að kyngja öllum fyrri yf-
irlýsingum í þessu grundvallarmáli
og hafi þannig fórnað eldheitum
hugsjónum sínum fyrir ráðherra-
stólana.
Steingrímur J. og
stóryrðin um IMF
Birgir Ármannsson
skrifar um stefnu
nýrrar ríkisstjórnar
varðandi Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn
» Svo vill til að þar er á
ferðinni sami stjórn-
málamaður og fyrir ör-
fáum mánuðum fór
fremstur í baráttu
Vinstri hreyfingarinnar
– græns framboðs gegn
samstarfinu við sjóðinn.
Birgir Ármannsson
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
MEIRIHLUTI bæj-
arstjórnar á Álftanesi
sem samanstendur af
fulltrúum VG og
Framsóknar birti lof-
grein um sig í Mbl. 30.
janúar sl. undir yf-
irskriftinni „Rang-
færslur vegna Mið-
skóga 8 leiðréttar“.
Í textanum er reynt að réttlæta
meðferð mála er varða lóðina að
Miðskógum 8 þar sem barátta ein-
staklinga við stjórnvald hefur staðið
í rúm þrjú ár.
Greinin er birt í kjölfar atburða
sem áttu sér stað í desember sl. en
þá yfirheyrði rannsóknarlögreglan
forseta bæjarstjórnar Álftaness
vegna rógburðar og meiðyrða um
lóðareigendur sem birt voru á vef
sveitarfélagsins. Þessi aðför að lóð-
areigendum er ein alvarlegasta sem
stjórnvald hefur orðið uppvíst að
hér á landi. Í framhaldi sagði forseti
bæjarstjórnar af sér öllum embætt-
isstörfum fyrir sveitarfélagið.
Furðu vekur að enginn viðsnún-
ingur hefur orðið í málinu eftir að
þetta mál varð upplýst. Þeir sem
eftir sitja í meirihlutanum stimpla
sig nú rækilega inn sem aðilar að
þessu alkunna siðleysismáli.
Í útvarpsviðtali á RÚV þann 12.
janúar sl. tjáði bæjarstjóri sig um
málið. Viðtalið var hlaðið ósann-
indum. Í grein Mbl. 30. jan s.l. held-
ur meirihlutinn áfram á sömu braut.
Eftirfarandi eru nokkrar af stað-
reyndum málsins:
Lóðin er þinglýst eignarlóð, 1490
fm og hefur verið á skipulagi frá
1981 og hefur allt hverfið byggst
upp skv. því. Meirihlutinn dregur
gildi skipulagsins í efa. Þó hefur
meirihlutinn s.l. tvö ár unnið við að
BREYTA GILDANDI SKIPU-
LAGI, með það eitt fyrir augum að
afmá út lóðarréttindin af skipulagi
svæðisins.
– Dómur Hæstaréttar frá apríl
2008, (no. 444/2007) staðfesti gildi
skipulagsins og þar
með réttindi lóðareig-
enda, hið sama gerði
Úrskurðarnefnd skipu-
lags- og byggingamála
sem fjallaði um málið
9. október sl. Nið-
urstöður og úrskurðir
æðsta valds í þessum
málefnum eru að engu
hafðir og Sigurður
Magnússon bæj-
arstjóri lætur hafa eft-
ir sér í blaðafrétt 21.
maí 2008, „Álftanes-
bær ræður, ekki Hæstiréttur“.
– Því er haldið fram í greininni að
reynt hafi verið að finna lausn á
málinu frá upphafi. Meirihlutinn
hefur ekki á nokkru stigi málsins
reynt að leysa málið af nokkurri al-
vöru. Það vita allir sem komið hafa
að málinu á ýmsum stigum, svo og
flestir íbúar á nesinu. Í kjölfar
meiðyrðamálsins voru lóðareig-
endum boðnar aðrar lóðir í skiptum
fyrir Miðskógalóðina. Við nánari at-
hugun kom í ljós að þær lóðir eru í
einkaeigu og ekki til ráðstöfunar
fyrir sveitarfélagið. Eigendur um-
ræddra lóða vissu ekkert um málið.
– Bæjarstjóri hefur ítrekað látið
hafa eftir sér í opinberri umfjöllun
að lóðin og fjaran við hana séu frið-
uð. Það er alrangt og það veit bæj-
arstjóri manna best. Öll strand-
lengjan frá Hafnarfirði og yfir í
Kópavog er á náttúruminjaskrá.
Hvað gengur manni í opinberri
stöðu til með því að fara vísvitandi
með slík ósannindi síendurtekið í
viðtölum og greinum?
Ráðandi aðilar í bæjarstjórn á
Álftanesi eru kjörnir sem fulltrúar
um hagsmuni fólksins í sveitarfé-
laginu. Þau virðast ekki átta sig á
staðreyndum málsins sem hlýtur að
vekja íbúa og aðra til umhugsunar
því málið allt varðar grundvallarlög
og -reglur um eigur og réttindi al-
mennings á Íslandi.
Lóðareigendur hafa fundað með
ráðuneytum samgöngu- og um-
hverfismála. Þá hafa umboðsmaður
Alþingis og forystumenn VG og
Framsóknar verið upplýstir um
málið. Undantekningarlaust vekja
þessi vinnubrögð furðu. Engu að
síður er málið í þeirri stöðu sem lýst
hefur verið, sem gefur tilefni til efa-
semda um gildi og áhrifamátt
stjórnsýslulaga.
Ekki virðast til nein úrræði fyrir
almenna borgara sem eru fórn-
arlömb slíkrar valdníðslu og spill-
ingar. Það er með ólíkindum að á
mestu umrótstímum í íslensku þjóð-
félagi þegar almenningur leggur
þunga áherslu á heilindi og sann-
girni í allri stjórnsýslu, skuli meiri-
hluti bæjarstjórnar á Álftanesi eyða
kröftum sínum og fjármunum íbúa á
nesinu í ofsóknir gegn ein-
staklingum. Það sem hér fer fram
er ekkert annað en einbeitt tilraun
til eignaupptöku. Íslenskt samfélag
líður ekki að fólk í áhrifastöðum
gangi svo freklega á réttindi og eig-
ur almennings í þágu eiginhags-
muna og vegna pólitískra sýnd-
arleikja.
Bæjarfulltrúar meirihlutans skýla
sér á bak við opinber embætti og
sjóði og eigur skattgreiðenda. Þau
eru fullkomlega umboðslaus í þeim
verkum og munu sæta ábyrgð
vegna þess. Íbúum á nesinu ber
ekki að gjalda fyrir, enda fyrir
löngu orðið ljóst að vinnubrögð
meirihlutans eru þvert á vilja fólks-
ins sem þau sitja í umboði fyrir.
Lóðareigendur skora á fulltrúa
meirihlutans á Álftanesi að leysa
málið varðandi byggingarlóðina að
Miðskógum 8 með því að gefa út
byggingarleyfi tafarlaust eeða að
sveitarfélagið kaupi lóðina á sann-
gjörnu verði og greiði auk þess all-
an þann kostnað sem lóðareigendur
hafa sannanlega orðið fyrir vegna
fráleitra vinnubragða meirihlutans.
Að öðrum kosti sjá lóðareigendur
sér ekki annað fært en að hefja
skaðabótamál gegn sveitarfélaginu
og þeim einstaklingum sem í for-
svari eru.
Álftanes – Stjórnsýsla á skjön
við lög og reglur samfélagsins
Hlédís Sveinsdóttir
svarar grein meiri-
hluta bæjarstjórnar
Álftaness um Mið-
skóga 8
» Grein bæjarfulltrú-
anna er full af
ósannindum og þarf
leiðréttinga við.
Hlédís Sveinsdóttir
Höfundur er arkitekt og lóðareigandi
að Miðskógum 8 á Álftanesi.
ENGUM dylst að
ótrúleg gerjun hefur
verið í þjóðfélaginu á
undanförnum vikum
og mánuðum. Und-
irrótin er án efa hinn
eindregni vilji fólks
til að losa um hin
heljarsterku tök sem
gömlu flokksfélögin
hafa á öllu þjóðlífinu. Þau tök má
aftur rekja til þess kosningafyr-
irkomulags, sem gerir „flokkseig-
endum“ og fjármagnseigendum
unnt að hafa áhrif á hverjir velj-
ast til setu á framboðslistum,
ekki síst til þess í hvaða sætum á
lista hver einstaklingur lendir,
það er að segja til prófkjörs.
Þekkt er, eða a.m.k. ganga sögur
um, að fjársterkir einstaklingar
verji ótöldu fjármagni í áróður
fyrir ákveðna menn til setu í
„öruggum“ sætum á listum hvers
flokks. Líkur benda til að mikið
sé um slíkt við hin hefðbundnu
prófkjör, sem viðgengist hafa til
þessa.
En er unnt að koma í veg fyrir
þau heljartök sem flokks- og fjár-
magnseigendur hafa á röðun
manna á framboðslista? Ekki hef
ég beinlínis séð eða heyrt ýjað að
slíku í ræðu eða riti.
Ef að líkum lætur standa nú
kosningar fyrir dyrum áður en
langt um líður. Hvernig væri að
taka upp nýja siði við þær nú að
vori? Er þá hugmynd mín sú að
hver stjórnmálasamtök eða fram-
boð velji tiltekinn fjölda manna á
lista, segjum fjórum sinnum fleiri
en kjósa á í hverju kjördæmi fyr-
ir sig. Þeim yrði síðan raðað á
listann í stafrófsröð (eða með
slembiröðun fyrirfram) en síðan
merktu kjósendur sjálfir við þann
frambjóðanda sem
þeir vilja hafa í 1.
sæti, 2. sæti o.s.frv.,
þar til náð hefði verið
þeim fjölda sem
listann skipa. Með
þessu móti eru áhrif
annarra en kjósend-
anna sjálfra lágmörk-
uð. Að vísu myndu
flokkar eða samtök
um framboð velja fólk
til setu á viðkomandi
lista en ekki hafa
áhrif á það í hvaða sæti hver lend-
ir. Þetta fyrirkomulag myndi einn-
ig koma í veg fyrir að aðrir en
þeir sem kjósa viðkomandi lista
hefðu áhrif á skipan hans eða röð-
un.
Mótbára gegn þessu yrði án efa
erfiðleikar við talningu atkvæða
að kosningum loknum en með
þeirri fullkomnu tölvutækni sem
tiltæk er yrði án efa hægt að
hanna kjörseðla á þann hátt að
auðvelt ætti að vera að ná réttum
úrslitum á tiltölulega skömmum
tíma.
Mér er að vísu ljóst að svo rót-
tæk breyting sem hér er stungið
upp á um kosningafyrirkomulag
myndi kosta breytingu á kosn-
ingalögum og kæmi þá til kasta
sitjandi Alþingis til að svo mætti
verða.
Er þessum hugleiðingum flotað
nú áður en til verulegs kosn-
ingaundirbúnings kemur.
Losum um
flokksböndin
Björn Her-
mannsson skrifar í
tilefni af komandi
kosningum
Björn Hermannsson
»Ef að líkum lætur
standa nú kosningar
fyrir dyrum áður en
langt um líður. Hvernig
væri að taka upp nýja
siði við þær nú að vori?
Höfundur er lögfræðingur.
Í MARS árið 2007
voru sett ný vegalög
sem tóku gildi 1. jan-
úar 2008. Með sam-
þykkt laganna ákvað
Alþingi töluverðar
breytingar á flokkun
vega. Eitt af því sem
breyttist var að nú
fækkar þjóðvegum í
þéttbýli eða eins og segir í lög-
unum: „til stofnvega teljast einnig
umferðarmestu vegir sem tengja
saman sveitarfélög á höfuðborg-
arsvæðinu“ og „þar sem stofnveg-
ur endar í þéttbýli skal hann ná að
fyrstu þvergötu sem tilheyrir
gatnakerfi þéttbýlisins og enda
þar.“ Samkvæmt vegalögunum ber
svo Vegagerðinni að sjá „um gerð
vegaskrár, sem er skrá yfir þjóð-
vegi“ og var hún gefin út og birt á
vef Vegagerðarinnar í desember
síðastliðnum.
Framkvæmda- og eignaráð
Reykjavíkurborgar átelur þessi
vinnubrögð Vegagerðarinnar, skv.
nýlegri frétt á Mbl.is. Samkvæmt
fréttinni telur „skrifstofustjóri hjá
borginni að gangi hugmyndir
Vegagerðarinnar eftir gæti árleg-
ur kostnaður borgarinnar aukist
um tugi milljóna“. Hér er hlut-
unum snúið á haus því Vegagerðin
gaf út vegaskrá samkvæmt lögum
og hefur ekki velt neinum kostnaði
yfir á sveitarfélögin. Um er að
ræða ákvörðun Al-
þingis sem ákvað
þessa skipan mála.
Meðan ekki hefur ver-
ið samið um hvernig
þessir vegir verði
færðir í umsjá sveitar-
félaganna helst
ástandið óbreytt.
Vegagerðin sinnir
áfram þeim vegum
sem hún hefur hingað
til sinnt. Önnur breyt-
ing sem varð með nýj-
um lögum er sú að nýr flokkur,
héraðsvegir, kemur í stað safnvega
og hluta landsvega sem áður var.
Héraðsvegir eru um 1000 km
lengri en safnvegirnir voru, þar
sem hluti tengivega færist nú í
þann flokk. Héraðsvegir voru ekki
færðir yfir til sveitarfélaga eins og
sumir virðast halda, hins vegar er
vegagerðinni „heimilt að fela sveit-
arfélagi veghald héraðsvega innan
sveitarfélagsins, óski viðkomandi
sveitarfélag eftir því.“
Vegaskrá í kjölfar
nýrra vegalaga
G. Pétur Matthías-
son segir frá breyt-
ingum á lögum um
flokkun vega
G. Pétur Matthíasson
»Hér er hlutunum
snúið á haus því
Vegagerðin gaf út vega-
skrá samkvæmt lögum
og hefur ekki velt nein-
um kostnaði yfir á sveit-
arfélögin.
Höfundur er upplýsingafulltrúi
Vegagerðarinnar.