Morgunblaðið - 03.02.2009, Page 21
Minningar 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2009
✝ Andrés Guð-jónsson, fyrrver-
andi skólameistari
Vélskóla Íslands, Má-
natúni 2, Reykjavík
fæddist í Hafnarfirði
13. júní 1921 og ólst
þar upp. Hann lést 22.
janúar á Landakoti.
Foreldrar hans
voru Guðjón Þorkels-
son, f. 12.7. 1893 í
Hafnarfirði, d. 13.5.
1958, og k.h., Guð-
jónsína Andrésdóttir,
f. 22.8. 1893 í Hafn-
arfirði, d. 9.12. 1963.
Systkini Andrésar voru Guðrún Þ.
Guðjónsdóttir f. 24.2. 1925, d. 4.7.
1990, og Guðmundur Halldór Guð-
jónsson, f. 22.3. 1929, d. 26.4. 2005,
var kvæntur Sigríði Björnsdóttir, f.
22.10. 1930.
Andrés kvæntist 9.12. 1950, Ellen
Margrethe Guðjónsson, f. 20.2. 1925,
í Lumby Fjóni, hjúkrunarfræðingi,
hún er dóttir Jens Ludvik Jensen, f.
8.5. 1894, d. 2.7. 1997, bónda í Dan-
mörku, og k.h. Anna Jensen hús-
freyju, f. 12.3. 1902, d. 12.3. 1983.
Synir Andrésar og Ellenar Margr-
ethe eru 1) Jens Andrésson, f. 9.4.
1952 og eru börn hans Óskar, Ívar
og Ellen Margrethe. Kona hans er
Kristín Þorsteinsdóttir og dóttir
Verksmiðjustjóri hjá Síldar- og
fiskimjölsverksmiðjunni að Kletti
frá 1950-53. Starfaði sem tækni-
fræðingur á teiknistofu Vélsmiðj-
unnar Héðins í Reykjavík frá 1953-
55.
Andrés var kennari við mót-
ornámskeið Fiskifélags Íslands og
kenndi mótorfræði við Bréfaskóla
SÍS og ASÍ frá 1961 og þar til að
slíkt kennsluform var lagt niður.
Kennari við Vélskóla Íslands frá
1955-71. Skólastjóri og skólameist-
ari Vélskólanns frá 1971-91. Hann
var skipaður í nefnd 1978 til að
endurskoða lög um atvinnuréttindi
vélfræðinga, vélstjóra og vélavarða
á íslenskum skipum. Ný lög um at-
vinnuréttindi tóku síðan gildi í des-
ember 1984.
Andrés var eftirlitsmaður hval-
veiðiskipa Hvals hf. og yfirvélstjóri
á þeim í viðlögum. Var meðdómari í
sjórétti sem og skipaskoð-
unarmaður fyrir American Bureau
of Shipping 1967-81. Andrés var
meðal stofnenda Skátafélags Hafn-
arfjarða 1937 og formaður Iðn-
fræðingafélags Íslands 1955-56. Er
riddari hinnar íslensku fálkaorðu
frá 1992 og félagi í Oddfellow frá
1954. Andrés skrifaði nokkrar
kennslubækur, m.a. Olíubókina og
Mótorfræði fyrir vélstjóra. Náms-
bækurnar voru notaðar til kennslu
við vélstjóranám í mörg ár.
Andrés verður jarðsunginn frá
Grensáskirkju í dag og hefst at-
höfnin kl. 15.
þeirra Anna Kristín,
fóstursonur Jón Þ.
Sigurðsson. 2) Ívar
Andrésson, f. 11.11.
1954, d. 8.8. 1977, son-
ur hans er Andrés. 3)
Grímur Andrésson, f.
27.8. 1955, kona hans
er María Friðriks-
dóttir, þeirra börn
Rósa og Friðrik.
Andrés lærði renni-
smíði í Vélsmiðju
Hafnarfjarðar og tók
sveinspróf í renni-
smíði 1942. Vélstjóra-
próf 1944 og rafmagnsdeildarpróf
frá sama skóla 1945. Lauk æðsta
vélstjóraprófi frá Köbenhavns
Maskinmesterskole 1949 og varð
tæknifræðingur frá Odense Mask-
inbygnings teknikum 1950. Kynnti
sér meðferð og notkun vatns fyrir
gufukatla í Newcastle á Englandi.
Sótti námskeið hjá Shell í London í
meðferð á smurolíum og efnagrein-
ingu þeirra. Fór reglulega í kynnis-
og námsferðir til að afla sér auk-
innar þekkingar á menntun vél-
stjóra og vélfræðinga, aðallega til
Norðurlandanna.
Andrés var kyndari og vélstjóri á
síldveiðibátum og togurum. Þá var
hann vélstjóri í síldarverksmiðjunni
á Djúpuvík, síðast sumarið 1956.
Elsku afi, það eru merkileg tíma-
mót, stórir menn stíga fram í sviðs-
ljósið á meðan aðrir fara.
Afi minn, þú varst vitur og hóg-
vær, alveg yndislega góður með
endalausar sögur um Hafnarfjörð-
inn.
Ég gleymi aldrei þegar þú hjálp-
aðir mér eitt sinn að smíða lykla.
Þegar ég kom til þess að sækja þá
vildirðu útskýra af hverju þú hafðir
valið grænt gúmmí á lykilinn en ekki
rautt eins og þú ætlaðir þér. Rautt
táknar ást, en grænt táknar traust
og þú sagðir þetta svo hátíðlega að
halda mætti að ég væri einn af nem-
endunum þínum að útskrifast. Svo
tókstu þéttingsfast í höndina á mér,
settir hina höndina á öxlina mína
svona til þess að leggja áherslu á
þetta traust sem þú syndir mér. Ég
var þá sextán ára og þetta var mér
gífurlega mikils virði.
Þú varst alltaf með á nótunum,
Last mikið, blöð og bækur. Alltaf há-
degisfréttir í útvarpinu þegar ég
kom í mat. Það vantaði aldrei um-
ræðuefnið í kringum þig. Þegar ég
var að flytja til London fræddi þú
mig um einn Bretann. Um Lord
Sandwich sem þurfti að flýta sér að
borða og setti mat á milli tveggja
brauðsneiða sem þar af leiðandi
skírði fyrirbærið samloku. Já, stund-
um voru þetta gagnslausar upplýs-
ingar. Og þó, hver og einn verður að
meta það.
Þú vissir svo margt og þekktir
marga. Sýndir ættartölum mikinn
áhuga. Já, eða nánast hvaða tali sem
var. Ef það var verið að tala um einn-
hvern sérstakan mann, var dregið
fram eitthvert tal og þeim manni
flett upp. Eða það kom einhver fram
í sjónvarpinu eða það var verið að
fletta blöðunum. Þú gast alltaf fund-
ið skyldleikann. „Þetta er frændi
þinn“ var oft sagt. Ef umræddur
maður var ekkert sérlega viðkunn-
anlegur var svarið „Nei, þetta er
frændi þinn!“
Elsku besti afi, ég mun sakna þín
sárlega. Stundirnar við matarborðið
þegar við amma vorum að ræða mál-
efni. Það gat verulega hitnað í kol-
unum. Hvernig þú, glettinn á svip,
gast dregið annað augað í pung eins
og þú værir að segja: „Ég veit hvað
þú meinar, en best er að sleppa því
að ræða þetta frekar“. Enda snerust
þín lífsgildi meira um sátt, samlyndi
og samkomulag. Að láta í minni pok-
ann gat verið sigur í sjálfu sér.
Ég vissi þegar ég kvaddi þig í
byrjun janúar á leið minni til Frakk-
lands í skóla að það væri í síðasta
sinn sem ég myndi sjá þig. Það var
mjög sárt en ég veit að það er bara á
veraldlegu sviðinu, getur maður
sagt. Þú varst sammála því að það er
meira milli himins og jarðar en það
sem maðurinn getur gert sér grein
fyrir og þú munt alltaf eiga sérstað í
hjarta mínu og hvenær sem ég vil
get ég átt samræður við þig um öll
heimsins mál, eins og við áttum svo
oft.
Ég sendi allri minni fjölskyldu ást-
arkveðjur og þá sérstaklega Ömmu
Ellen. Ég er með þér í anda, alltaf.
Nornir þrjár
skáru þráð
en eftir standa spor þín í sálinni minni.
Ellen Margrethe.
Í dag verður elskulegur Andrés afi
minn kvaddur í hinsta sinn. Ótal
minningar fljúga í gegnum hugann
enda var afi einn af þeim sem létu sig
flestallt varða, þó sérstaklega allt
sem tengdist bátum og vélum. Tím-
inn sem ég eyddi með Andrési afa og
ömmu Ellen er mér afar dýrmætur.
Ef eitthvað var um að vera í mínu lífi,
gott eða slæmt, voru amma og afi
með þeim fyrstu á svæðið.
Mér er það sérstaklega minnis-
stætt þegar ég var hjá Styrktar-
félagi lamaðra og fatlaðra í æfingum.
Þá voru amma og afi dugleg að fylgj-
ast með og hvetja mig áfram. Afi
minnti mig oft á það að ég gæti vel
orðið vélstjóri ef ég fengi nægan
styrk í fæturna. Seinna meir, þegar
ég byrjaði að æfa sund, voru amma
og afi einnig tíðir gestir á sundmót-
unum sem ég tók þátt í og veittu mér
alltaf mikla hvatningu á mótum og í
því að ná betri árangri í íþróttinni.
Þegar afi var á Landakoti síðustu
mánuði ævinnar kom hann reglulega
heim í heimsókn. Í janúar á þessu ári
synti ég á Nýársmóti fatlaðra og af
því tilefni kom ég í mynd í sjónvarp-
inu. Þegar afi heyrði það ákvað hann
að gefast ekki upp og sat uppi þrátt
fyrir takmarkað úthald til þess. Já,
hann afi minn var sko hörkukarl sem
mun seint líða mér úr minni. Afi, ég
vil þakka þér fyrir allar góðu stund-
irnar og stuðninginn í gegnum tíð-
ina.
Anna Kristín Jensdóttir.
Elsku afi minn.
Það voru ófáir fimmtudagarnir í
Hvassaleitinu sem við sátum og
borðuðum kjúkling á mínum yngri
árum, við kölluðum þetta fasta liði
eins og venjulega. Í Hvassaleitinu
lærði ég líka að tefla og var fátt
skemmtilegra en að tefla við þig.
Alltaf hafðir þú tíma til að tefla við
afastrákinn eða segja honum sögur
frá uppvaxtarárunum í Hafnarfirði
eða af sjónum.
Mikið var ég þakklátur fyrir að
litli drengurinn minn fékk einnig að
kynnast þér með reglulegum heim-
sóknum í Mánatúnið. Þangað var
gott að koma, drekka kaffi og spjalla
við þig um heima og geima. Svo vor-
uð þið Bjarmi Fannar líka miklir
lúdóspilarar og alltaf sá afi til þess að
verðlaun væru til staðar.
Þegar við Bjarmi Fannar ræddum
saman um að langafi Andrés væri nú
farinn Guðs varð sá litli leiður en
huggaði sig þó við og sagði að nú geti
afi kennt Guði lúdó.
Elsku amma mín, þinn missir er
mikill en ég veit að þú átt margar
góðar minningar um ykkar fallega
samband.
Umönnun þín í veikindum hans
var einstök og lýsandi fyrir sam-
heldni ykkar og virðingu ykkar við
hvort annað.
Okkar dýpstu samúðarkveðjur til
þín, amma mín, og fjölskyldunnar
allrar.
Óskar, Björg Ýr
og Bjarmi Fannar.
Sagt er að snemma beygist krók-
urinn. Andrés var fæddur og uppal-
inn í Hafnarfirði, sem þá var mikill
útgerðar- og togarabær. Faðir hans
var vélstjóri og náinn frændi hans
rak vörubílaútgerð. Forvitinn og
námfús drengurinn drakk í sig um-
ræður um tæknimál, og því lá beint
við að Andrés færi í vélvirkjanám og
síðar í Vélskóla Íslands. Þaðan lauk
hann vélstjóraprófi og síðan raf-
magnsdeildarprófi. Að þessu námi
loknu fór Andrés til Danmerkur þar
sem hann lauk bæði æðsta stigi vél-
stjóraprófs og tæknifræðiprófi frá
Tækniskólanum í Óðinsvéum. Það
var þó ekki aðeins tækniþekking
sem Andrés flutti með sér frá Dan-
mörku og heim, honum fylgdi einnig
lífsförunautur, ung hjúkrunarkona
að nafni Ellen Margrethe.
Fyrstu kynni mín af Andrési má
rekja aftur til ársins 1960 þegar ég
hóf nám við Vélskólann í Reykjavík.
Andrés kenndi okkur bekkjarfélög-
unum meðal annars eimvélafræði,
burðarþolsfræði, vélateikningu, olíu-
og ketilvatnsrannsóknir. Ég minnist
góðs kennara sem hafði lag á að jarð-
binda kennsluna og glæða hana lífi
með því að flétta inn skemmtilegum
reynslusögum. Þetta var fyrir tíma
myndvarpa- og tölvutækni, kennslu-
tæki voru fábrotin og því mikilvæg-
ara en ella að kennari væri slíkum
kostum búinn.
Þegar ég hóf kennslu við Vélskóla
Íslands haustið 1969 lágu leiðir okk-
ar Andrésar saman á nýjan leik. Þá
var gott að leita til reynds vélfræði-
kennara og þiggja hans ráð. Síðar
varð Andrés skólameistari Vélskól-
ans og starfaði ég undir hans stjórn
þar til árið 1991 er hann hætti störf-
um. Á þessu tímabili mótaðist náin
vinátta milli fjölskyldu minnar,
Andrésar og hans góðu eiginkonu,
sem lifir mann sinn. Andrés var
mildur stjórnandi sem gaf kennurum
skólans frelsi til að móta kennsluað-
ferðir og byggja upp tækjakost í
verklegum greinum eftir því sem
efni og aðstæður leyfðu.
Ég átti því láni að fagna að fara í
nokkur ferðalög til útlanda með
Andrési vegna ráðstefnuhalds og
mála sem tengdust skólastarfinu.
Hann var einstaklega skemmtilegur
ferðafélagi, góður sögumaður og
með sérstæða kímnigáfu. Flestar
sögurnar tengdust skólamálum,
tækni og vélstjórn og leyndi sér því
ekki að þetta voru hans áhugamál.
Það er gæfa að fá að lifa og starfa að
þeim málefnum sem áhuginn beinist
að. Það er líka mikil gæfa að eiga
góðan og traustan lífsförunaut. Á
báðum þessum sviðum var Andrés
gæfumaður.
Við hjónin erum þakklát fyrir að
hafa átt Andrés og Ellen sem vini og
samferðarmenn og í minningunni
eru öll þau samskipti umlukt gleði og
birtu. Við sendum þér Ellen og fjöl-
skyldu þinni samúðarkveðjur og
Guðs blessun.
Við leiðarlok er góðum dreng, sem
vann vélstjóramenntuninni vel,
þökkuð samfylgdin.
Blessuð sé minning Andrésar
Guðjónssonar.
Björgvin Þór Jóhannsson,
fyrrverandi skólameistari
Vélskóla Íslands.
Andrés Guðjónsson
Fleiri minningargreinar um Andr-
és Guðjónsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
✝
Elskuleg dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐNÝ ALBERTA HAMMER
frá Brekkum í Holtum,
Lækjarbraut 2,
Rauðalæk,
sem lést þriðjudaginn 27. janúar á hjúkrunar- og
dvalarheimilinu Lundi, verður jarðsungin frá
Árbæjarkirkju í Holtum miðvikudaginn 4. febrúar
kl. 14.00.
Herdís Albertsdóttir,
Kristjana Sigurðardóttir, Gunnlaugur Gunnlaugsson,
Herdís R. Þorgeirsdóttir, Davíð B. Sigurðsson,
Sigríður S. Jónasdóttir,
Ragnheiður Jónasdóttir,
Sigurður Jónasson, Ásdís G. Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
HULDA STEFÁNSDÓTTIR,
lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar laugardaginn
31. janúar.
Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn
7. febrúar kl. 14.00.
Hrafnhildur Stefánsdóttir, Birgir Björnsson,
Álfhildur Stefánsdóttir, Marteinn Haraldsson,
Stefán Páll Stefánsson, Ingibjörg Oddsdóttir,
Guðrún Stefánsdóttir, Theodór Júlíusson,
Hilmar Jón Stefánsson, Sigríður Þórarinsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐLAUG SÆMUNDSDÓTTIR
frá Stóru-Mörk,
Vestur-Eyjafjöllum,
síðast til heimilis
Skúlagötu 20, Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu á Vífilsstöðum
föstudaginn 30. janúar.
Útförin fer fram frá Seljakirkju mánudaginn 9. febrúar kl. 13.00.
Þórarinn Jens Óskarsson,
Gunnar Þórarinsson, Steinunn Sighvatsdóttir,
Ágúst Þórarinsson, Sigríður Hanna Jóhannesdóttir,
Sæmundur Þórarinsson, Kristjana Daníelsdóttir,
Katrín Þórarinsdóttir, Haukur Ingason,
Sigrún Þórarinsdóttir, Stefán Bjarnason,
barnabörn og barnabarnabörn.