Morgunblaðið - 03.02.2009, Page 23
Minningar 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2009
að voru böndin sem við bundumst í
æsku sterk og áttum við ævinlega
góðar stundir þá við hittumst. Við
minnumst þín með djúpum söknuði
og geymum í hjarta okkar minningar
um blikið í blíðu brúnu augunum þín-
um og bjarta brosið.
Við biðjum almáttugan Guð að
vaka yfir Ken, Gunnari Má, Söru
Margréti, Viktoríu Lynn, Rúnari og
Fríðu, Lúlla, Gunna, Særúnu og fjöl-
skyldum þeirra.
Þínar frænkur,
Sigríður Jóhanna og Ásta
María.
Elsku Guðrún mín. Þegar ég
skrifa þetta bréf til þín er ég að
hugsa um stóru brúnu augun þín,
ljósa hárið og fallega brosið sem
ávallt lýsti upp andlitið þitt. Þegar ég
skrifa þetta bréf er ég að hugsa um
hvað gæti hjálpað fólkinu þínu til að
takast á við þessa hræðilegu sorg.
Þegar ég skrifa þetta bréf er ég að
hugsa um Ken, Gunnar Má og litlu
yndislegu stelpurnar þínar Söru og
Viktoríu.
Ég hugsa líka um mömmu þína og
pabba, sem misstu litlu stúlkuna sína
og þetta verður allt svo óbærilega
sárt. Ég vildi að enginn af þeim hefði
þurft að upplifa þetta. Hugsanir
flæða og ég er að velta fyrir mér
hvernig við eigum að ná sátt við til-
veruna á ný. Eða munum við kannski
ekki gera það? Hvað er það sem hef-
ur alltaf komið til hjálpar á tímum
sem þessum? Er það ekki kærleik-
urinn, vonin og góðar minningar?
Minningar um góða tíma og vonin um
að allt fari vel. Von um að það birti á
ný.
Elsku Guðrún, ég er þakklát fyrir
að hafa átt þig að, ég ber ómælda
virðingu fyrir þér og því lífi sem þú
lifðir. Þú fórst þínar eigin leiðir og
fyrir þér var móðurhlutverkið það
dýrmætasta og stærsta sem þú
fékkst. Minningar um þig, dillandi
hláturinn og glaðlega fasið munu ylja
okkur um ókomin ár og minna okkur
á að huga hvert að öðru fremur en að
huga að öðrum lífsins gæðum. Það er
líka það sem skiptir máli þegar öllu
er á botninn hvolft. Að lifa lífinu sem
góðar manneskjur og það gerðir þú
svo sannarlega. Þúsund þakkir fyrir
allt, Guðrún mín, ég bið að heilsa.
Særún frænka.
Það hefur dregið til tíðinda og
skelfilegar fréttir berast um að góð
vinkona hefur skyndilega fallið frá.
Það spyrja sig allir, hvað hefur gerst
og enginn vil trúa. Það er ekki sann-
gjarnt að taka móður frá börnunum
sínum, eiginmanni, fjölskyldu og vin-
um.
Þú varst einstök manneskja, alltaf
í góðu skapi, með jákvætt hugarfar
og stutt í hláturinn. Forgangsatriðin
í lífi þínu voru alveg á hreinu og það
vissu allir að það voru börnin, Gunn-
ar Már, Sara og Viktoría og eigin-
maðurinn Ken sem voru alltaf í há-
sæti. Þín mest gæfa var að hitta Ken
og alltaf varstu jafn ástfangin og þið
áttuð yndisleg börn sem þú elskaðir
svo mikið.
Ég vil minnast þín og minnast
góðra stunda sem við áttum saman.
Við vorum vinkonur frá því að ég
flutti í Garðahverfið og það voru góð-
ir tímar. Samverustundirnar á
Grænagarðinum voru ófáar. Nokkr-
ar minningar koma upp í hugann og
fá mig til að brosa en auðvitað eru
þær margar.
Þú varst alltaf með svo fallega ljóst
hár en varst alveg til í að breyta til og
fékkst mig til að lita það dökkt og út-
koman var frekar út í grænt og það
varð til þess að pabbi þinn sendi þig í
strípur og við skemmtum okkur oft
yfir þessari minningu.
Þú varst ung þegar þú áttir Gunn-
ar Má og þegar ég var í skólaleikfimi
í Fjölbraut og við fórum út að hlaupa,
þá hljóp ég heim til þín, til að vera
með þér og rétt áður en tímanum
lauk þá hljóp ég til baka.
Það er ansi eftirminnilegt þegar
við fórum í verbúð til Vestmanna-
eyja, ætluðum að taka vertíðina og
auðvitað skemmta okkur. Við náðum
að skemmta okkur en gróðinn var nú
ekki mikill. Allar sváfum við í einu
rúmi, ég, þú og Helga Birna en hlóg-
um okkur í svefn á kvöldin og reynd-
ar í vinnunni alla daga.
Núna síðustu ár þá höfum við ekki
hist mikið en ég var þó svo lánsöm að
hitta þig alltaf í saumaklúbbnum og
eiga með þér góðar stundir þar.
Núna ert þú farin, ég sakna þín
mikið en reyni að ylja mér við góðar
minningar. Ég kveiki á kerti, hugsa
til fjölskyldu þinnar og sendi þeim
hlýju og styrk.
Ást og virðing,
Erla Jóhannsdóttir.
Elsku vinkona mín, ég trúi ekki að
þú sért farin frá okkur. Þegar ég sest
niður til að skrifa þetta er vika síðan
þú kvaddir en mér finnst heil eilífð
síðan ég sá þig síðast og ég skil bara
ekki hvað lífið er ósanngjarnt og af
hverju þú þurftir að kveðja okkur
svona snemma. Við erum búnar að
vera vinkonur svo lengi og það er svo
skrítið að hugsa til þess að geta ekki
komið til þín í kaffi og spjallað og
hlegið með þér eins og við gerðum oft
í viku, eða bara tekið upp tólið og
hringt í þig. En ég hugga mig við all-
ar minningarnar sem ég á um þig og
ég hugsa til allra góðu stundanna
okkar gegnum árin og hvað við bröll-
uðum mikið saman, eins og þegar þú
hringdir frá Ameríku og sagðist vera
að fara að giftast Ken, þá fannst mér
alveg ómögulegt að vera ekki með
þér á þeirri stundu og flaug út og
kom þér á óvart, og þú varst svo hissa
að þú trúðir ekki eigin augum og við
hlógum alla ferðina. Þú varst einstök
vinkona sem ég gat alltaf leitað til og
þú varst alltaf til í að hlusta. Þú hugs-
aðir svo vel um börnin þín og Ken og
þau voru þér allt enda varst þú alltaf
með þau í forgang og sjálfa þig síð-
ast. Og þið eigið svo fallegt og hlýlegt
heimili og þangað var alltaf svo gott
að koma og heimsækja ykkur Ken og
krakkana. Þið voruð svo ástfangin og
höfðum við vinkonurnar oft orð á því
að þið væruð alltaf eins og ástfangnir
unglingar enda voruð þið hjón sem
gerðuð allt saman og voruð ekki bara
hjón heldur bestu vinir.
Það eru erfiðir tímar framundan
hjá Ken og börnunum þínum og fjöl-
skyldunni þinni allri, en ég veit að við
sem elskum þig munum öll styðja
þau eftir bestu getu á þessum erfiðu
tímum.
Elsku Ken, Gunnar Már, Sara
Margrét og Viktoría, megi guð
geyma ykkur og styrkja í ykkar
miklu sorg.
Elsku besta Guðrún mín, ég kveð
þig með trega en þú ert ljóslifandi í
hjarta mínu og ég mun alltaf vera
með mynd af þér í huganum brosandi
eins og þú varst alltaf.
Þín vinkona alltaf
Ásta Guðný.
Fleiri minningargreinar um Guð-
rúnu Björk Rúnarsdóttur Freder-
ick bíða birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÓSKAR G. GUÐJÓNSSON,
Háaleitisbraut 14,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
miðvikudaginn 28. janúar.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn
5. febrúar kl. 13.00.
Guðbjörg Vallý Magnúsdóttir,
Ragnar Óskarsson, Jóhanna Njálsdóttir,
Guðjón Grétar Óskarsson, Inga Grímsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
JAKOBS BJÖRGVINS ÞORSTEINSSONAR,
Sléttuvegi 13,
Reykjavík,
fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 4. febrúar
kl. 11.00.
Þóra Jakobsdóttir, Friðrik Sveinn Kristinsson,
Þorsteinn Þröstur Jakobsson, Guðrún Óðinsdóttir,
Óskar Matthías Jakobsson, Angela Jakobsson,
Halldór Jakobsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir stuðning og hlýju við fráfall og
útför eiginmanns míns og föður okkar,
FRIÐRIKS BÖÐVARSSONAR,
Stóra-Ósi.
Bestu kveðjur og óskir,
Þórunn Guðfinna Sveinsdóttir,
Böðvar, Guðmundur Grétar og Sveinn Óli Friðrikssynir.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts sonar míns,
HAFLIÐA JÓNSSONAR.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Sambýlinu að
Sólbrekku 28 og dvalarheimilinu Hvammi á
Húsavík fyrir einstaka umhyggju sem það sýndi
Hafliða fyrr og síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jón Sigurðsson frá Arnarvatni.
✝
Ástkær eiginkona mín og vinur, móðir okkar, dóttir,
systir og mágkona,
GUÐRÚN BJÖRK RÚNARSDÓTTIR
FREDERICK,
Hátúni 37,
Keflavík,
varð bráðkvödd á heimili sínu föstudaginn
23. janúar.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, þriðjudaginn
3. febrúar kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Kenneth W. Frederick,
Gunnar Már Vilbertsson,
Sara Margrét Frederick,
Viktoria Lynn Frederick,
Fríða Felixdóttir, Rúnar Lúðvíksson,
Lúðvík Rúnarsson, Iðunn Ingólfsdóttir,
Gunnar Felix Rúnarsson, Arna Hrönn Sigurðardóttir,
Særún Ása Rúnarsdóttir, Jónas Þór Jónasson
og aðrir aðstandendur.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur og bróðir,
ÓLAFUR EIÐUR ÓLAFSSON,
Ásbúð 23,
Garðabæ,
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju, fimmtu-
daginn 5. febrúar kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabba-
meinsfélag Íslands.
Líney Björk Ívarsdóttir,
Bjarki Ólafsson,
Eva Hrund Ólafsdóttir,
Valgerður Dröfn Ólafsdóttir,
Valgerður Eiðsdóttir, Ólafur Þorgrímsson,
Hulda Ólafsdóttir,
Þorgrímur Ólafsson,
Birgir Ólafsson,
Davíð Kristjánsson.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
STEINDÓRA SIGURÐARDÓTTIR,
Fagrahjalla 4,
Vopnafirði,
sem lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn
30. janúar, verður jarðsungin frá Vopnafjarðarkirkju
laugardaginn 7. febrúar kl. 14.00.
Steinunn Gunnarsdóttir, Helgi Jörgensson,
Guðný Sveinsdóttir, Hjálmar Björgólfsson,
Sigurður Sveinsson, Karin Bach,
Steindór Sveinsson, Emma Tryggvadóttir,
Ingólfur Sveinsson, Kristbjörg Hilmarsdóttir,
Erla Sveinsdóttir, Gunnlaugur Einarsson,
Sveinn Sveinsson, Rattana Chinnabut,
Harpa Sveinsdóttir, Sigmundur K. Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
JÓN MÝRDAL,
Bogahlíð 26,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni sunnudaginn
1. febrúar.
Sigurveig G. Mýrdal,
Sigurjón Mýrdal, María Sophusdóttir,
Garðar Mýrdal, Ingibjörg Ósk Kjartansdóttir,
Jón Agnar Mýrdal, Vivian Hansen,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær systir okkar,
GUÐRÍÐUR SVEINSDÓTTIR,
Kleppsvegi 120,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 27. janúar.
Útför hennar verður gerð frá Kálfatjarnarkirkju
fimmtudaginn 5. febrúar kl. 14.00.
Systkini hinnar látnu.